19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 43

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 43
indamál kvenna. Útgáfa Melkorku hófst árið 1944. Þá var Anna húsmóðir á Eski- firði og ef til vill fátt sem benti til þess að hún ætti eftir að láta eins mikið til sín taka í kvennabaráttu og síðar varð raunin. Anna gekk í KRFÍ árið 1947 og stofnaði kvenréttindafélag á Eskifirði ár- ið 1950. Það var einmitt á Eskifjarðarár- unum sem Anna fór að halda til haga „dótinu" sínu — eins og hún kallar heimildir sínar. Elstu úrklippur hennar eru frá 1946. Sjálf lýsir hún þessari söfn- un svo: „Ég hefi aldrei safnað skipulega. Fyrst treysti ég á minnið, ég ætlaði að muna hvar hitt eða þetta stæði á prenti, en seinna fór ég að skrifa hjá mér heimildir og hugdettur, og ég notaði árum saman ómerkilega snepla, t.d. pappírinn utan af fiskinum. Loks fór ég svo að flokka miðana og hreinskrifa á lista og er ekki búin að því enn, en ég fleygi þeim, þeg- ar efnið er komið inn í tilheyrandi rit- smíð. Sumt geymist handa öðrum til að vinna úr." Heimildasöfnun Önnu hefur nú stað- ið í fjörutíu og sex ár og margir notið góðs af. Heimildir um líf og störf kvenna liggja ekki á lausu. Þær eru dreifðar í bókum, blöðum og tímaritum og oft lítið á hverjum stað. Það er því ómetanlegt fyrir fólk sem er að vinna verkefni í kvennasögu að geta leitað til Önnu sem er hafsjór fróðleiks. Rannsóknir Önnu á kvennasögu hóf- ust með athugunum hennar á þeim konum í íslendingasögunum sem sagð- ar voru læknar góðir. Hún flutti nokkur erindi í útvarpinu árið 1971 undir heit- inu Mannamein og lækningar til forna. Því næst kannaði Anna kjör gyðjanna í goðheimum. Þegar hún var „margbúin" að fara í gegnum Eddurnar setti hún saman „smáþætti" og flutti í útvarp um allar helstu gyðjurnar, ásynjurnar. Þegar Háskóli íslands hélt upp á 75 ára afmæli sitt, árið 1986, veitti hann tuttugu heiðursdoktorsnafnbætur. Með- al hinna tuttugu voru tvær konur, Mar- grét Danadrottning sem fékk titilinn fyr- ir farsælar lyktir handritamálsins og Anna Sigurðardóttir sem varð þannig fyrst íslenskra kvenna til að hljóta þessa nafnbót. í ályktunarorðum heimspeki- deildar fyrir veitingunni segir meðal annars: „Anna Sigurðardóttir er fædd að Hvítárbakka í Borgarfirði árið 1908. Hún er að mestu leyti sjálfmenntuð og vann einkum við heimilisstörf uns hún stofnaði Kvennasögusafn íslands og gerðist forstöðumaður þess árið 1975. Hún hefur unnið mikið að kvenréttinda- málum, bæði hér á landi og á alþjóða- vettvangi, og meðal annars setið í stjórn Kvenréttindafélags íslands. Anna hefur skrifað fjölda greina um félagsmál og fræðileg efni . . . Merkasta framlag Önnu til fræðanna er þó sennilega stofnum og starfræksla Kvennasögu- safns íslands. . . Af þessum sökum telur Háskóli íslands sér það sæmdarauka að heiðra Önnu Sigurðardóttur með titlin- um doctor philosophiae honoris causa. Sé það góðu heilli gert og vitað." í áðurnefndu viðtali við Önnu í Kon- ur skrifa segir hún: „Flest svið mannlegs lífs eru vettvangur kvenna á einn eða annan hátt og ætti saga þeirra því hvar- vetna að koma fram." Til þess að svo megi verða hefur Anna Sigurðardóttir lagt á sig ómælda vinnu, bæði með söfnun heimilda, varðveislu þeirra og úrvinnslu. Síðast en ekki síst hefur Anna með vinnu sinni hvatt aðra og aðstoðað við rannsóknir á lífi íslenskra kvenna og störfum þeirra á ýmsum sviðum. Fram- lag Önnu til íslenskrar kvennasögu og þar með til ritunar íslandssögu er ómet- anlegt. ísland í tölum 5.910 v 63 11 í 372 Hagtölur mánaðarins hafa að geyma ítarlegar tölfræði- upplýsingar um íslenska hagkerfið. iso. Reglulega birtast upplýsingar um m.a.: • Peningamál • Greiðslujöfnuð fe.\ '204 323 • Ríkisfjármál • Utanríkisviðskipti v 7|$| • Framleiðslu • Fjárfestingu • Atvinnutekjur ,ö-594 Einnig eru birtar yfirlitsgreinar um efnahagsmálin í Hagtölum mánaðarins Túlkið tölurnar sjálf. Pantið áskrift að Hagtölum mánaðarins. Áskriftarsíminn er 699600. 978 5b.O- 4.34b .100 5.0 J 1 7 44 1 ,. 9 457 681 834 901 5-- 3.m 301 fel 716 1.154 957 410 1.000 Tl.909 409 887 1.082 1.425 1.430 73U 1. 3.312 340 385 1.098 1.014 738 80o 18.969 9.015 13.265 -- .437 17.879 19.020 'ÖArU SEÐLABAN ÍSLANDS KALKOFNSVEGI 1, 150 REYKJAVÍK, SÍMI 699600 533 05 50 386 200 5.198 63b: 1.037 996 1.692 4j6 232-^r 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.