19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 26
eftir Unni Stefánsdóttur Ýmis störf hafa ætíð verið skil- greind sem „kvennastörf" eða „karlastörf" en á undanförnum árum hefur orðið breyting í þá átt að ungt fólk sækir í auknum mæli inn á hin svokölluðu hefðbundnu svið gagnstæðs kyns. Fósturskóli Islands er dæmigerður skóli þar sem nánast eingöngu konur hafa stundað nám en þó eru undantekningar þar á. Sl. vetur voru tveir karlmenn í skólanum en 274 konur! „Ég er í þessum skóla einfaldlega vegna þess að mig langar að vinna með börnum," segir 25 ára Akureyringur, Arn- ar Eyfjörð, í viðtali við 19. júní. Hann hefur nokkra reynslu af slíkri vinnu og hyggst fara í sérnám þegar hann hefur lokið prófi í Fósturskól- anum. „Ég hef unnið í þrjú ár með þroskaheft- um börnum og hef mikinn áhuga á því að mennta mig frekar á því sviði," segir Arnar. Honum líkar vistin í Fósturskólanum vel en segir að óneitanlega komi það fram í samskiptum hans við skólasysturnar að hann hefur önnur áhugamál en þær. „Mér er alveg sama um það því aðalat- riðið er að námsefnið er mjög áhugavert og skólafélagar mínir eru hressir ein- staklingar, upp til hópa." Aðspurður um ástæður þess að karlar sæki lítið í Fóst- urskólann telur hann að lág laun fóstra á íslandi hafi mikið að segja. „Stað- reyndin er hins vegar sú að margir kunningja minna af karlkyni eru já- kvæðir gagnvart því sem ég er að gera og sumir hafa jafnvel sagst öfunda mig af námsvalinu," segir hann glettinn á svip. Alvaran kemur hins vegar fljótt á andlit hans þegar hann segir að sumum körlum finnist hins vegar að starf sem fóstra geti vart talist til karlastarfa. „Þetta er mikil vit- leysa en því miður eru fordómar í þessu eins og svo mörgu öðru. Hver myndi trúa því að ýmsar konur hugsa svipað og karlar hvað þetta varðar? Ég hef orðið var við að konum, sem finnst mjög eðlilegt að þær sæki í hin hefðbundnu karlastörf, lítist hreint ekki á blikuna þegar karlar sækja í hefð- bundin kvennastörf. Hvers konar hugs- unarháttur er það?" í skólanum er einnig annar Akureyr- ingur, Örn Arnarson. „Það var nánast tilviljunum háð að ég fór í þennan skóla en ég sé sannarlega ekki eftir því. Ég hef starfað sem kokkur og kjötafgreiðslu- rnaður og fann mig hreinlega ekki í þeim störfum. Mér befur ætíð liðið vel með börnum og ég lét slag standa fyrir tveimur árum og fór í Fósturskól- ann. Trúlega hefur það haft áhrif á þessa ákvörðun að ýmsir kunningja minna eru í kennara- og uppeldisfræðin- ámi," segir hann. Þeir eru sammála Eyfirðing- arnir tveir, Örn og Arn- ar, að trúlega skipti lág laun sköpun hvað varðar aðsókn karla í Fósturskól- ann. „Það er eins og fóst- urmenntun sé ekki metin í hlutfalli við ábyrgð fóstra hvað laun varðar og mér finnst það að mörgu leyti skiljanlegt að fólk hiki við að fara í nám sem gefur ekki góð laun þegar á vinnumarkaðinn er komið. Mér finnst þetta leitt vegna þess að námið hér er mjög áhugavert og ég er ekki í nokkrum vafa um að ég hef val- ið rétt." Hann er kíminn á svip þegar hann segist njóta þess að vera í skóla með svo mörgum konum sem raun ber vitni. „Þetta var svolítið skrítið fyrst en þess má geta að hér er fólk á öllum aldri og mér finnst mér hafa aukist víðsýni af því að umgangast daglega konur á ýmsum aldri." Örfáir karlmenn hafa útskrifast sem fóstrur og einn þeirra er Ragnar Sær Ragnarsson. „Ég lauk námi árið 1986 og hóf strax störf á leikskóla. Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara út á aðra starfsbraut, einfaldlega vegna þess að ég veit að ég valdi rétt. Þetta starf veitir mér mikla ánægju og þótt það flokkist líklega undir „hefðbundið kvennastarf" hef ég aldrei litið þannig á það. Krakkar eiga að umgangast bæði kynin, börn sem fullorðna, og þar af leiðir að það þurfa að vera karlmenn á leikskólum ekki síður en konur." 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.