19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 13
eitt sinn að hana hefði dreymt að hún
eignaðist barn og að hún hefði gefið
okkur það. Mér fannst þetta ósköp sætt
og skildi þetta þannig að henni finnst að
við ættum að eiga barn," segir hún.
„Eðlilegast að eiga sem flest"
Læknar og læknavísindi berast næst í tal
og þeim finnst nóg um hversu mjög
læknar almennt virðast áfjáðir í að kon-
ur þiggi aðstoð þeirra. Þær tala um
„tæknifrjóvgunarbisness" og hrista höf-
uðið. Sigurbjörg segir að helst finni hún
þrýsting um að endurskoða ákvörðun
sína þegar læknismenntaðir kunningjar
fari að tala um hvað þetta sé allt lítið
mál núorðið. „En mér finnst það í góðu
lagi að spreyta mig á að sætta mig við
þetta og ég get eiginlega ekki skilið af
hverju það er þá ekki í lagi fyrir lækn-
ana!" segir hún.
„Læknirinn minn sagði eitt sinn við
mig: „Það er konunni eðlilegast að eiga
sem flest börn." Ég gleymi þessu orðum
aldrei," segir Esther.
Sigurbjörg segir sinn lækni halda
málinu „pent" að sér. „Hann hefur sagt
mér að ég sé að verða of sein. Ég minn-
ist þess að einn kunningi minn, sem var
að ræða þessi mál við mig, sneri sér að
vinkonu okkar og spurði hana hvort
hún gæti hugsað sér að vera án barn-
anna sinna. Mér fannst þetta fáránleg
spurning og ekki í nokkru samhengi við
það að vera barnlaus. Þetta væri svipað
og spyrja hvort einhver vildi vera án
þeirra systkina sem hann hefði eignast.
Ég velti því fyrir mér hvort maðurinn
væri að bera mér það á brýn að vera
ekki kona!"
Sem fyrr segir eru þær báðar giftar og
segja báðar að þær séu hamingjusam-
lega giftar. Þær bera sig saman og segj-
ast sammála um að líklega hafi barn-
leysið einmitt orðið til þess að sam-
bandið sé betur ræktað en ella. Tíminn
fyrir hvort annað er meiri og nálægðin
um leið, segja þær.
„Það er dýpt í sambandi okkar sem ég
hugsa að væri ekki eins mikil og ef við
hefðum eignast börn," segir Sigurbjörg.
„Við höfum sameiginleg áhugamál en
getum samt leyft hinu að halda sínu
sjálfstæði." „Ég hef aldrei íundið ann-
að hjá mínum manni en hann væri full-
komlega sáttur við líf okkar eins og það
er," segir Esther. „Hann hefur meira
segja einhvern tímann sagt við mig að
ef við myndum eignast barn þá væri
hann vís með að vera afbrýðisamur!
Sumt fólk segist eignast börn til að bæta
hjónabandið. En hvernig á barn að geta
bætt samband fólks sem ekki nær sam-
an þegar það hefur aðeins hvort annað?
Lítill einstaklingur lagar ekki vandamál
tveggja stærri einstaklinga."
„Mér finnst svo mikilvægt að hafa
haft tækifæri til að velja," segir Sigur-
björg. „Hugsið ykkur, allar þær for-
mæður okkar sem höfðu kannski engan
sérstakan áhuga á að eignast öll þessi
börn sem komu undir vegna þess að
það voru engar getnaðarvarnir til stað-
ar. Þær höfðu ekkert val en hefðu ef-
laust margar hverjar viljað verja lífinu
öðruvísi. En það höfum við. Við skulum
heldur ekki gleyma því að það eru, sem
betur fer, alltaf konur sem eignast börn
og nóg er til af börnum í heiminum.
Stundum fæ ég það hreinlega á tilfinn-
inguna að það sé verið að troða upp á
mann sorg yfir barnleysinu!"
Og það verða lokaorðin í þessu við-
tali um barnleysi, kosti þess og ókosti.
Fjárhagsöryggi til framtíðar:
TAKJU LÍFEYRINN
MEÐ I REIKNINGINN!
... ,, ..
BÚSTÓLPI
HÚSNÆÐISREIKNINGUR
Bústólpi, húsnæðisreikningur Búnaðarbankans,
er kjörinn fyrir þá sem vilja skapa sér eins konar
lífeyrissjóð á auðveldan hátt. Reikningurinn er
einnig mjög góður kostur fyrir þá sem vilja safna
fyrir eigin húsnæði með lítilli fyrirhöfn.
Húsnæðisreikningur Búnaðarbankans ber mjög
góða vexti, veitir rétt til verulegrar lántöku og
25% skattafsláttar.
Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi
Búnaðarbankans. Kynntu þér Bústólpa!
IBUNAÐARBANKINN
- Traustur banki
L
13