19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 37

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 37
eða dómsstól. En mér finnst samt mjög erfitt að sjá fyrir hvernig þetta á eftir að virka." Hvað finnst þér að hefði mátt betur fara? „I lögunum frá 1981 segir að áður en dómsmálaráðuneytið ákvarðar í forsjár- deilumálum verður það að fá umsögn barnaverndarnefnar. Þetta þýðir að þar sem barnaverndarnefndir hafa fag- menntaða starfsmenn er reynt að vinna með fólki í þeim tilgangi að reyna að koma á samkomulagi. En þetta er auð- vitað aðeins gert þar sem barnaverndar- nefndir hafa fagfólk. Sé farin dómstóla- leið þá segir í frumvarpinu að dómari þurfi ekki að leita umsagnar barna- verndarnefndar. Hann getur bara tekið málið til dóms, auðvitað að fengnum öllum gögnum, án þess að leita álits eins eða neins. Það sem mér hefði fund- ist mikilvægt að gera er að tryggja vinnu með foreldrum með tiliti til þess að reyna að ná samkomulagi og það er ekkert í þessu frumvarpi sem segir að svo skuli gert. Ef eitthvað er þá held ég að þetta frumvarp leiði bara til fleiri slagsmála fyrir dómi og dómararnir eru ekki lærðir til að vinna með fólki í kreppu. Það er ráðgjöf sem vantar!" Er það kannski tíminn sem er versti óvinurinn? „Bæði og. Hann getur líka verið vin- urinn því tíminn gerir það oft að verk- um að skynsemin nær yfirhöndinni og málin leysast með samkomulagi." Hrædd við að láta 12 ára börn fara að velja Margir tala um að það sé til mikilla bóta í þessum lögum að hætt er að tala um skilgetin og óskilgetin börn, hvað segir þú? „Hugtökin eru felld nið- ur en í rauninni var búið að jafn þennan mun alveg út. Það er þara orðunum sem er hent núna." Talað er um að leita eigi eftir áliti barna 12 ára og eldri, og jafnvel yngri ef svo ber undir, hvernig líst þér á þetta? „Ég er á vissan hátt hrædd við þetta ákvæði með 12 ára börnin vegna þess að ég er hrædd um að það þýði að nú verði farið að fela þessa ábyrgð í hendur börnum 12 ára og eldri. Það verður að minnsta kosti að fara var- lega í þessari framkvæmd og ég skil ekki þessi 12 ára mörk." Hvar finnst þér að mörk- in ættu heldur að vera? „Mér finnst að þau eigi ekkert að vera. Mér finnst að það eigi að vera regla að ef foreldrarnir eru í for- sjárdeilu, fái börn þá þjónustu að við þau sé talað, alveg sama hvað þau eru gömul. Að það sé stuðningsaðili fyrir þau, eins og við reynum að gera hérna, sem talar við þau og að hægt sé að leggja fram gögn um viðræður við börn- in. Ég sé alveg fyrir mér foreldra sem fara að stilla upp 12 ára barni og láta það ráða hvar það á að vera. Það er allt- of mikil ábyrgð fyrir 12 ára krakka að þurfa að velja á milli foreldra sinna. Al- veg upp í 14-15 ára óska börn eftir því að pabbi og mamma fari að búa saman aftur - þrátt fyrir að mikið hafi gengið á. Við spyrjum börnin aldrei hvar þau vilja vera en við hlustum auðvitað á þau ef þau vilja segja okkur það." Réttarstaða og tæknifrjóvgun Finnst þér nýju atriðin varðandi tækni- frjóvgun bæta stöðu þeirra barna? „Jú, það er auðvitað til bóta að þessi börn eigi föður. Reglan er að ef gift kona eignast barn þá er eiginmaður hennar faðir barnsins, alveg sama hver á barnið. Ef einhver annar er faðir að barninu þá þarf að höfða svokallað vé- fengingarmál. Staðan er þannig núna að eiginmaður konu sem eignast barn eftir tæknifrjóvgun þar sem notað var sæði annars manns er samt sem áður talinn faðir barnsins en hann getur síðan farið í vefengingarmál." Hvað græðir hann á því? „Ef þau væru t.d. að skilja þá ynni hann málið því í rauninni er hann ekki faðir barnsins. En þetta breytist með frumvarpinu því þar er hann gerður fað- ir barnsins. En ég set spurningarmerki við þetta. Eru börn eitthvað sem við fá- um okkur? Eru þau neysluvara? Eitthvað sem við fáum okkur af því okkur vantar barn núna? Eða hafa börnin einhver sjálfstæð réttindi, t.d. rétt á að vita hver á þau? Ekki bara hver annast þau og el- ur þau upp, heldur rétt á að vita hverra manna þau eru, ekki síst á íslandi þar sem þjóðin liggur f ættfræði?" Er ekki ómögulegt að vita hver hinn raunverulegi faðir tæknifrjóvgaðs barn er, sérstaklega ef notað er útlent sæði eins og maður heyrir að sé gert? „Jú, það er ómögulegt að finna það út og það er ekkert hirt um að gera það. Það eru engar lagareglur um þetta hérna. En það ganga hér um mörg börn sem hafa orðið til við tæknifrjóvgun og það er engur reglur til um að sæðið eigi að vera útlent, það er eitthvað sem al- menningur segir. Ég hef aldrei heyrt læknana segja að þetta sé útlent sæði. Fyrst og fremst þarf að ganga frá heild- arlöggjöf um tæknifrjóvgun." Erfiðast að fá feður til að umgangast börn sín Er það ekki nýtt í þessum lögum að þeim sem fer með forsjá barns beri skylda til að leyfa hinum umgengni við barnið? „Jú, nýtt að það sé þannig orðað. í rauninni er verið að segja að sá sem fer með forsjána megi ekki meina hinum að hitta börnin heldur eigi beinlínis að stuðla að umgengni." En virkar þetta ekki jafnt á hinn veg- inn? „Nei, og það sem er mjög einkenni- legt er að ef ég skil við manninn minn og fæ for- sjá barnsins en meina honum umgengni þá er hægt að beita mig dag- sektum til að pína mig til að leyfa umgengni í sam- ræmi við það sem ráðu- neytið er búið að úr- skurða. En ef ég vil að barnið umgangist föður sinn en hann hirðir ekki um að umgangast barnið þá er ekki hægt að beita hann dagsektum!" Af hverju ekki? „Ég hef alltaf bent á þetta þegar við höfum komið með umsagnir uni breyt- ingar við barnalögin. Ég hef aldrei skilið rökin fyrir því að þetta er svona einhliða. Fyrir utan það að umgengni sem er knúin fram með svona sektum er auðvitað lítils virði. Algengustu erfið- leikarnir í umgengni er að feðurnir hirða ekki um að umgangast börnin sín." 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.