19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 19

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 19
réttismála til að úrskurða um kærur. Það hlutverk var áður í höndum Jafnréttis- ráðs. Hlutverk Jafnréttisráðs við alhliða stefnumótun í jafnréttismálum var hins vegar styrkt. Önnur mikilvæg nýmæli í jafnréttis- lögunum lúta að sönnunarbyrðinni. Áð- ur þurfti kærandi að sýna fram á að sá launamunur sem kært var út af væri kynbundinn og því brot á jafnréttislög- um. Með nýju lögunum er sönnunar- byrðinni snúið við. Nú er það hlutverk atvinnurekandans að afsanna að launa- munurinn sé kynbundinn. Það er rök- stutt með því að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að launþegi hafi nægilega inn- sýn inn í það sem býr að baki einstök- um ákvörðunum atvinnurekenda um laun og önnur kjaraatriði til að geta fært sönnur á að verið sé að brjóta á honum lög. Þessa þekkingu hafi atvinnurek- andinn einn og því beri honum að sýna fram á að launamunurinn stafi ekki af kynferði heldur eigi sér einhverjar aðrar viðurkenndar ástæður. Geti hann það ekki er nærtækt að úrskurða að launa- munurinn sé brot á jafnréttislögum. Vanþekking á jafnréttislögum Jafnréttislögin eru einu lögin sem leggja atvinnurekendum skyldur á herðar við t.d. ráðningar og ákvörðun launa, ef frá eru skilin lög sem banna að greitt sé undir taxta stéttarfélaga. Ég hef hins vegar oft orðið vör við vanþekkingu at- vinnurekenda og fulltrúa þeirra á lögun- um. Margir þekkja ekki grundvallar- ákvæði þeirra, hafa aldrei lesið þau og velta því ekki fyrir sér hvort verið geti að þeir brjóti þau. Það er t.d. útbreiddur misskilningur að frelsi atvinnurekenda til að greiða umfram taxta sé algert og þessi misskilningur einskorðast alls ekki við atvinnurekendurna sjálfa. Lítum t.d. á eftirfarandi tilvitnun í fréttabréf ASÍ frá því í apríl 1991: „Vandamálið frá okkar bæjardyrum séð er að við getum ekki náð því að menn fái sömu laun fyrir sömu vinnu hjá sama atvinnurekanda meðan raunverulega greidd laun eru langt yfir taxta og það er geðþótta- ákvörðun atvinnurekanda hvernig hann raðar starfsfólkinu svo lengi sem hann greiðir yfir taxta." Kjarni málsins er sá að atvinnurek- andi má ekki mismuna kynjum í nein- um þeim ákvörðunum sem snerta laun eða aðrar þóknanir fyrir vinnu, hvort sem það eru grunnlaun, fríðindi, álags- greiðslur, ákvarðanir um greiðslur fyrir óunna yfirvinnu eða önnur kjaraatriði. Jafnréttislögin ná til allra launa, án tillits til þess hvort þau eru samkvæmt kaup- taxta eða ekki. Jafnréttislögin geta ekki tekið á almennum launamun milli ein- stakra hópa f þjóðfélaginu sem sumir vildu einnig kalla launamisrétti, svo sem á milli faglærðra og ófaglærðra. Þau taka hins vegar á launamun sem má rekja til kynferðis. Með jafnréttislög- in að vopni er því hægt að hafa áhrif á kjör stórra launþegahópa. Launþegahreyfingarnar hafa einkum beitt sér gegn því launamisrétti sem birt- ist með beinuni hætti í taxtakerfunum sjálfum. Besta dæmið er að sjálfsögðu þegar þeir taxtar voru afnumdir sem hétu beinlínis kvennataxtar og karla- taxtar en það var gert seint á sjöunda áratugnum. Launþegahreyfingarnar hafa ekki látið það launamisrétti til sín taka sem orsakast af mismunandi yfir- borgunum til launþega eða af mismun- andi greiðslum fyrir óunna yfirvinnu þar sem opinberar stofnanir eiga í hlut, nema með almennum kröfum um að færa kauptaxta meira til samræmis við raunverulega greidd laun. Launaleyndin er til trafala Konur á vinnumarkaði eru ekki undan- skildar þegar fullyrt er að þekking á jafnréttislögunum sé af skornum skammti. En við bætist að launaleynd ríkir í mörgum fyrirtækjum og því vita konur oft ekki hvað karlar í sambærileg- um störfum eru með í laun. Þessi launa- leynd getur snert afmarkaða launaþætti, svo sem ýmis fríðindi eða t.d. greiðslur fyrir óunna yfirvinnu ef um opinberar stofnanir er að ræða. í mörgum fyrir- tækjum á almennum markaði er starfs- íólk beðið um að halda öllu sem snertir laun þess og kjör leyndu hvert fyrir öðru. Jafnréttíslögin gefa konum færi á að komast yfir þessa hindrun. Hafi kona grun um að henni sé mismunað í laun- um og leitar til kærunefndar getur kæru- nefnd aflað nákvæmra upplýsinga. Jafn- réttislögin kveða á um að atvinnurek- endur hafi skýlausa upplýsingaskyldu gagnvart kærunefnd. Þegar kærunefnd fjallar um launakæru getur hún því beð- ið um allar upplýsingar sem nefndin tel- ur máli skipta án tillits til þess hvort launaleynd ríki í fyrirtækinu eða ekki. Víða eru launakerfi það sem kallað er ógagnsæ. Heildarlaunin myndast þá af mörgum launaþáttum sem hver heitir sínu nafni. Starfsfólk á sama vinnustað er líka oft í mismunandi stéttarfélögum og margir kjarasamningar í gangi. Launamunur getur þá átt rætur að rekja til mismunandi samningsgerðar við fleiri en eitt stéttarfélag. Því flóknari sem launagreiðslufyrirkomulagið er því erfiðara getur verið að bera kjörin sam- an. Hér er vert að leggja áherslu á að mismunandi stéttarfélög eða aðferðir við samningagerð eiga ekki að þurfa að skipta neinu um samanburð milli kvenna og karla sem gegna jafnverð- mætum og sambærilegum störfum. Þá getur það skipt máli fyrir konur að vita að þær fyrirgera ekki rétti sínum til að kæra meint launamisrétti þó þær hafi fallist á einstaklingsbundinn launa- samning en komist að því síðar að karl- ar í sambærilegum störfum eru hærra launaðir. Kurteisar konur kæra ekki Flestir vinnustaðir á íslandi eru fámenn- ir og nálægðin við atvinnurekandann mikil. Að kæra er róttæk ákvörðun sem er langt frá því auðveld. Ég heyri oft dæmi um mismunun í launum og fyrir kemur að konur leita álits hjá mér á því hvort verið geti að jafnréttislög séu brot- in á þeim. Ótti þeirra við afleiðingar þess að kæra er mjög áberandi. Verður þeim sagt upp? Eyðileggst samstarfsand- inn? Eiga þær nokkra framtíð í fyrirtæk- inu ef þær kæra? Fá þær nokkra vinnu annars staðar? Fá þær stimpil sem vand- ræðamanneskjur sem fylgir þeim fram- vegis? Er þá ekki bara betra að hætta þegjandi og hljóðalaust ef þær sætta sig ekki við að vera mismunað og tekst ekki að ná fram leiðréttingum — og vona svo að næsti vinnustaður sé betri? Allar þessar spurningar eru eðlilegar. Við megum samt ekki láta þær verða til þess að við sækjum ekki rétt okkar. Við eigum heldur ekki að glíma við launa- málin einar og einangraðar. Þegar grun- ur leikur á að verið sé að brjóta gegn jafnlaunaákvæðum jafnréttislaga skiptir öllu máli að leita liðsinnis við að fá leiðréttingu. Samstarfsfólk getur veitt mikilvægan stuðning. Samstarfskarlar ættu ekki að líta á tilraunir til að leið- rétta jafnlaunavanda á vinnustað sem ógnun við hagsmuni sína. Stéttarfélög, kvennasamtök og skrifstofa Jafnréttis- ráðs eru allt aðilar sem veitt geta mikil- vægan stuðning. En það gildir um þessi mál eins og alla aðra réttindabaráttu; brautin er erfiðust fyrir þá sem fyrstir fara og ryðja hana smátt og smátt fyrir aðra. Því duglegri sem við erum að beita fyrir okkur jafnréttislögunum því auðveldara verður að knýja fram breyt- ingar í samræmi við þau. Einhvern tíma rennur sá dagur að jafn sjálfsagt verður að vísa til jafnréttislaganna eins og um- ferðarlaganna. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.