19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 40

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 40
ÞÆR LYFTU GRETTISTAKI eftir Ragnhildi Vigfúsdóttur Kvenréttindafélag íslands á 85 ára afmæli í ár. Það þótti því ekki úr vegi að líta inn til Sigríðar Th. Erlendsdóttur sagnfræðings sem er að skrifa sögu félagsins og forvitnast um verkið. - Eins og sést í fundargerðum Kven- réttindafélags Islands þá var til umræðu í áratugi að skrifa sögu félagsins. Það eru líklega ein tíu ár síðan ég byrjaði á verkinu, en þetta hefur alltaf verið auka- starf. Þær hafa haldið heimildum vel til haga? Fundarbækur stjórna frá fyrstu árunum eru glataðar, ef þær hafa þá nokkurn tíma verið skrifaðar. Aðalheimildir um sögu félagsins eru þar af leiðandi fundar- gerðirnar sem duga skammt einar sér. Eg hef því lesið mikið í kringum þær, dag- blöð, tímarit og Al- þingistíðindin. Það er svo margt sem gerðist en var aldrei skráð. Það sá ég best þegar bók Bríetar Héðinsdóttur, Strá í Hreiðrið, kom út. í bréfum Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kemur margt fram sem aldrei var skráð í fundargerðarbæk- ur. í fundargerðun- um er til dæmis aldrei sagt frá því ef misklíð var milli fundarkvenna. Hins vegar er oft sagt „fundarkonur skemmtu sér við söng og dans fram yfir miðnætti". lögum á hinum Norðurlöndunum fengu karlar hins vegar inngöngu strax við stofnun. Annað sem er ólíkt með Kvenrétt- indafélaginu hér og í útlöndum er hvernig verkakonur hafa alltaf látið að sér kveða innan KRFÍ. í útlöndum hafa verkakonur og borgaralegar konur aldrei getað unnið saman. Kvenrétt- indafélagið stofnaði verkakvennafélagið Framsókn 1914 og Bríet sat í stjórn þess fyrstu árin. KRFÍ vann að því að stofna stéttarfélög og konur úr Kvenrétt- indafélaginu voru í fararbroddi t mörg- um þeirra. Árið 1944 gekkst félagið fyrir fundi um kjör hinnar vinnandi konu og þar töluðu fulltrúar frá einum þrettán eða fjórtán stéttarfé- lögurn. Hvað kom þér mest á óvart þegar þú fórst að kanna sög- una? Hin gífurlega starf- semi sem var fyrstu árin. íslenskar konur fengu bókstaflega öll lagaleg réttindi á ör- fáum árum og það er óhætt að segja að Kvenréttindafélag ís- Voru karlmenn á fundunum? Nei, þær dönsuðu hver við aðra. Karl- menn gátu ekki gerst félagar í KRFÍ fyrr en 1972. í samsvarandi kvenréttindafé- „. . .mig bráðvantar Ijósmyndir, þær hljóta að leynast einhvers staðar. . ." segir Sigríður Th. Erlendsdóttir, sagnfræðingur. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.