19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 16

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 16
TILLAGA AÐ STARFSUMSÓKN Ég undirrituð, Guðrún Guðmundsdóttir, sæki hér með um starf fjármálastjóra sem auglýst var laust til umsóknar í Morgunblaðinu 15. maí 1992. Eftirfarandi er stutt yfirlit yfir menntun mína og fyrri störf. Persónulegar upplýsingar: Nafn: Guðrún Guðmundsdóttir, kt. 010155-9999 Heimili: Hringbraut 345, 101 Reykjavík Sími: 99 99 99 Maki: Jóhann Jóhannsson Börn: Tvö börn, fædd 1978 og 1980. Menntun: 1975 Stúdent, stærðfræðideild MR 1982 Lögfræðingur, Háskóli íslands 1988 Word Perfect og Plan Perfect námskeið. Starfsreynsla: 1973-77 Almenn bankastörf, Landsbanki íslands (sumarstörf) 1978-81 Blaðamaður, Nýja fréttablaðið (sumarstörf) 1982-87 Lögfræðingur, Aðal-lögfræðistofan 1987-92 Fjármálastjóri, íslenska innflutningsfyrirtækið. Aðrar upplýsingar Mjög góð kunnátta í ensku og dönsku, sæmileg þýskukunnátta. Er vön tölvu- notkun, algengustu ritvinnslukerfum og töflureiknum s.s. WP, Word, Plan Per- fect og Excel. Áhugamál Helstu áhugamál eru útivist (skíði og gönguferðir), Ijósmyndun og söngur. Hef verið í stjórn Söngvarafélagsins s.l. 4 ár. Meðmæli Albert Albertsson, ritstjóri Nýja fréttablaðsins (sími 96 96 96) Birgir Birgisson, frkv.stj. Aðal-lögfræðistofunnar (sími 95 95 95) Davíð Davíðsson, forstjóri íslenska innflutningsfyrirtækisins (sími 86 86 86). Ef nánari upplýsinga er óskað verða þær að sjálfsögðu gefnar. Meðfylgjandi eru Ijósrit af prófskírteinum mínum og meðmælabréfum. Reykjavík. . . hjá körlum. Það vefst oftar fyrir konum en körlum hvar þær vilja bera niður á vinnumarkaðnum og þá er ekki ein- göngu átt við þær sem eru ungar og að koma í fyrsta skipti út á markaðinn heldur einnig eldri konur sem eru að skipta um starf. Þeim virðist ekki Ijóst hvað þær vilja. Mjög erfitt er að vinna með slíkar um- sóknir." Þórir: „Nei, þær koma yfirleitt betur undirbúnar. Menntun, aldur, vinnu- umhverfi o.fl. hefur hins vegar töluvert að segja um undirbúninginn og þann tíma sem tekur að koma sér í viðtalið. Konur eru yfirleitt með mótaðri skoðan- ir á því hvers konar starf þær vilja og hjá hvernig fyrirtækjum þær vilja starfa. Flestar óska frekar eftir starfi hjá fjöl- mennum fyrirtækjum en fámennum. Það er áberandi að fólk í atvinnuleit spyr meira um fyrirtækin en áður, t.d. hvort fyrirtækið sé traust, hvernig starfs- andinn sé o.s.frv. Þetta á við um bæði kynin. Er munur á launakröfum karla og kvenna? Oddrún: Erfitt er að svara þessari spurn- ingu. í dag er umsækjendum illa við að setja fram ákveðnar kröfur um laun og á það við um bæði karla og konur. Kemur þar að sjálfsögðu til núverandi ástand í atvinnumálum þjóðarinnar þar sem bar- ist er um hvert starf sem losnar. í aukn- um mæli eru umsækjendur farnir að velta fyrir sér öðrum hlutum en ná- kvæmlega þeim krónum sem koma í launaumslagið fyrstu mánuðina, þ.e. hvort fyrirtækið sé traust fjárhagslega, hvort möguleikar séu á stöðuhækkun eða starfsskiptum innan þess og hvort aðbúnaður sé góður. Þótt alþjóð viti að hefðbundin kvennastörf eru verr launuð en hefðbundin karlastörf þá ber þess að gæta að ekki eru öll karlastörf vel laun- uð og þessa stundina virðast umsækj- endur flestir vera með raunhæfar vænt- ingar um laun í samræmi við menntun sína og reynslu. Þórir: Nei, ekki ef miðað er við ein- staklinga með sambærilega menntun og starfsreynslu, nema ef vera skyldi að launakröfur kvenna væru hærri, sérstak- lega ef um sérhæfð eða almenn skrif- stofustörf er að ræða. Er eðlilegt að spurt sé um fjölskylduhagi? Oft hafa heyrst vangaveltur um það hvort atvinnurekendur varði um fjöl- skylduhagi umsækjenda og jafnvel gengið um það sögur, reyndar óstað- festar, að konur hafi þurft að skrifa und- ir skjal þess efnis að þær muni ekki eignast börn eitthvert tiltekið tímabil. Ekki könnuðust Oddrún og Þórir við slíkt en okkur lék hugur á að heyra álit þeirra á því hvort eðlilegt sé að atvinnu- rekendur vilji fá upplýsingar um fjöl- skylduhagi. Oddrún: Það er varla hægt að áfellast verðandi vinnuveitanda fyrir að spyrja um fjölskylduhagi umsækjenda. Þjálfun starfsmanna er mjög dýr og það hlýtur að skipta máli fyrir fyrirtæki hvernig að- stæður eru heima fyrir, t.d. hvað varðar ung börn. Koma þar til bæði mögulegar fjarvistir vegna veikinda barna og lík- indi á einbeitingarskorti í starfi vegna ástands heima fyrir og hvort viðkom- andi sé bundinn við það að sækja barn í vistun á ákveðnum tíma á hverjum degi. Hins vegar má ekki einblína um of á þessa hluti með því t.d. að útiloka einstæða móður frá ákveðnu starfi bara vegna þess að hún er ein með börn eða útiloka unga stúlku eingöngu vegna þess að hugsanlega muni hún eignast barn í framtíðinni. Alltaf má búast við einhverju ófyrirsjáanlegu í starfsmanna- haldi og varla er rnikið verra að missa konu í barneignarfrí en karl sem fót- brotnar og lendir á spítala fyrirvaralaust. Þórir: Já og um framtíðaráætlanir fjöl- skyldunnar. Það getur þó farið eftir eðli, ábyrgð og umfangi starfsins. Sömuleiðis vegna húsnæðis ef um er að ræða bú- ferlaflutninga. Vegna smæðar markað- arins og samkeppnisaðstæðna getur reynst nauðsynlegt að fá upplýsingar um stöðu maka og foreldra, jafnvel tengdaforeldra. Hvernig á umsóknin að vera? Fyrstu tengsl atvinnuumsækjanda við fyrirtækið sem auglýsir er sjálf umsókn- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.