19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 42
í ósköp venjulegri blokkaríbúð vestur í bæ situr kona á níræðisaldri og gluggar í skjöl og skræður. Síðdegis tekur hún á móti fólki sem vill kynna sér sögu kvenna. Konan er Anna Sigurðardóttir sem af frábærri elju og dugnaði hefur safnað gríðarlegum fróðleik um íslensk- ar konur í aldanna rás, skrifað um þær bækur og greinar og greiðir götu ann- arra fræðimanna í kvennasögu. Hinn 1. janúar 1975, í byrjun kvenna- árs Sameinuðu þjóðanna, stofnaði Anna Kvennasögusafn íslands ásamt tveimur bókasafnsfræðingum, þeim Else Miu Einarsdóttur og Svanlaugu Baldursdótt- ur. Stofn safnsins var bóka- og skjala- safn Önnu og safnið hefur frá upphafi verið til húsa á heimili hennar við Hjarðarhaga 26 í Reykjavík. Safnið er sjáfseignarstofnun og einu launin sem Anna hefur fengið er ánægjan. Safnið hefur fengið lítinn styrk árlega úr ríkis- sjóði og nokkrum sinnum styrk úr Þjóð- hátíðarsjóði. Ríkisstyrkurinn hefur hrokkið til bókakaupa á fornbókasölum eða á bókamörkuðum en styrkurinn úr Þjóðhátíðarsjóði er fenginn og notaður til að skrá og flokka gögn safnsins. í ávarpi við upphaf ráðstefnu um íslensk- ar kvennarannsóknir 1985 sagði Anna um kvennasögusafnið: „Einn megintil- gangur safnsins, auk þess að safna efni um hvaðeina sem konur varðar, er að greiða fyrir áhugafólki um sögu ís- lenskra kvenna eða einstaka þætti hennar og veita því aðstoð við að afla heimilda, svo og að miðla þekkingu á sögu kvenna." Safnið á að safna, varð- veita og skrá heimildir sem á einhvern hátt snerta líf og störf kvenna fyrr og nú. Það á að hvetja fólk til að varðveita hvers konar heimildir og að hafa sam- vinnu við kvennasögusöfn erlendis. Slæmur fjárhagur hefur alltaf staðið safninu fyrir þrifum, en nú hillir loks undir flutning safnsins í Þjóðarbókhlöð- una, þar sem því verður búinn framtíð- arstaður, bæði til varðveislu og notkun- ar. I viðtali í bókinni Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur, sem var gefin út í tilefni sjötugs afmælis hennar, segir Anna að kvennablaðið Melkorka hafi vakið sig til umhugsunar um rétt- „Ég hef aldrei safnað skipulega," segir forstöðumaður Kvennasögusafns íslands, Anna Sigurðardóttir. eftir Ragnhildi Vigfúsdóttur • • KVENNASOGUSAFN ÍSLANDS 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.