19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 10
mig í rannsókn og sú staða kom upp að ég þyrfti að fara í aðgerð. Þegar ég hugsa til baka þá held ég að ég hafi ver- ið það ung, nýlega orðin 21 árs, að ég hafi ekki tekið neina ákvörðun. Læknir- inn sagði einfaldlega: „Ég þarf að skera þig upp." Og ég fór í þessa stóru að- gerð. Ég lá á stofu með fleiri konum í svipaðri stöðu og þær vorkenndu mér mikið. Ég var yngst og auk þess ákaflega barnaleg þannig að þær héldu að ég væri ekki nema um 16 ára. Aðgerðin tókst ágætlega en árin liðu og ekkert gerðist. Ég var frekar róleg yfir þessu og fór að minnsta kosti aldrei út í það að ganga á milli lækna eins og nokkrar konur sem ég hef heyrt um og gátu ekki eignast börn. Þegar ég var 23 ára flutti ég til út- landa. Tveimur árum seinna varð ég ófrísk og ég varð óskaplega glöð. En ég missti fóstrið, þá komin tæpa fimm mánuði á leið og þetta varð eins og fæðing. Það var stóra áfallið í þessu öllu. Eg kom heim nokkru síðar en hélt ekki áfram í neinum rannsóknum. Læknirinn minn var búinn að segja mér að það væri ekki sjáanleg nein ástæða fyrir því að ég gæti ekki eignast barn. Ég er lærður hárgreiðslumeistari og rak eigið fyrirtæki og var mjög upptekin af því. Ég hafði mikla ánægju af því og hef eiginlega alltaf haft mikið að gera. Við hjónin áttum sumarbústað og stóran garð og það var nóg að starfa. Barnleysið hefur eiginlega aldrei ver- ið rætt neitt að ráði. Fólk hefur ef til vill talið það of viðkvæmt en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. Þegar systkini mín hafa eignast börn hefur mér fundist það dásamlegt og ég hef aldrei fundið til neinnar öfundar. Eg á sjö systkini og 23 systkinabörn og það er alveg sérstök samheldni í fjölskyldunni. Ég get sagt það sama og Sigurbjörg, samskiptin við systkinabörnin hafa gefið mér mjög mikið. Ég verð að viðurkenna að sum tek ég svolítið fram yfir önnur. Ég var á tímabili mikið með lítinn frænda minn sem er um tvítugt núna og mér finnst ég alltaf eiga svolítið í honum." Mikið hjartarými, frelsi og tími Sigurbjörg kinkar kolli og segist einnig finna til þessa hvað varðar systkinabörn eiginmannsins. „Við höfum svo mikið rúm í hjarta og huga fyrir þessa einstak- linga og ég er sannfærð um að ef ég ætti börn sjálf þá myndi ég ekki hugsa jafn- mikið um þá. Fólk hefur varla tíma til að hugsa um miklu meira en þessi tvö sem flestir eiga." „Ég er alveg sammála þessu," segir Esther. „Það myndi ekki vera tími fyrir alla þessa eftirtekt, ást og umhyggju sem maður getur sýnt systkinabörnun- um. Fólk er sífellt í tímaþröng. Við get- um alltaf farið hvert sem við viljum á kvöldin, sem dæmi. Það þarf ekki að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.