19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 44

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 44
Ný stjórn Kvenréttindafélags íslands. Efri röð f.v.: Ásthildur Ketilsdóttir, Cuðrún Gísladóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Hulda Karen Ólafsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Kristín Karlsdóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir, Dóra Guðmundsdóttir. Neðri röð f.v.: Ellen Ingvadóttir, Jónína Margrét Guðnadóttir, lnga Jóna Þórðardóttir, formaður KRFÍ, Ragnhildur Hjaltadóttir og Áslaug Brynjólfsdóttir. Ársskýrsla stjómar Kvenréttinda- félags íslands fyrir starfsárið 27. mars, 1991 til 19. mars, 1992 Síðasta ár einkenndist af hefðbundnum félagsstörfum. Haldnir voru 10 stjórnar- fundir á tímabilinu auk þess sem fram- kvæmdastjórn hittist reglulega tvisvar í mánuði og oftar ef þurfa þótti. Tvö merkisafmæli bar upp á árið. Menning- ar- og minningarsjóður kvenna hélt upp á fimmtíu ára afmæli sl. haust og KRFÍ varð 85 ára gamalt þann 27. janúar sl. Auk venjulegra starfa fór töluverður tími í vangaveltur og umræður um stöðu félagsins, starfsaðferðir þess og framtíð. Með það fyrir augum að gera þá umræðu hnitmiðari var Hugmynda- nefnd K.R.F.Í. skipuð í ársbyrjun 1992. í nefndinni eru Ásdís Skúladóttir, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Björg Einarsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Vilborg Harðardóttir og varaformaður félagsins, Jónína Margrét Guðnadóttir. Ekkert verður af alþjóðaþingi kvenna á íslandi í júm' á þessu ári. KRFI og ýmis önnur samtök voru nánast í startholun- um en síðan kom í Ijós frá erlendum samstarfsaðilum að fjármálin gengu hreinlega ekki upp ytra. Þingið verður hins vegar haldið á Irlandi í sumar. Starfsmannaskipti urðu hjá félaginu á sl. ári. Herdís Hall lét af störfum fram- kvæmdastjóra í ágúst eftir fjögurra ára farsælt starf. Við tók Hjördís Þorsteins- dóttir, formaður MMK, en hennar starfs- krafta var því miður notið skemur en efni stóðu til og lét hún af störfum í mars sl. vegna veikinda. í forföllum hennar hefur fyrrverandi formaður fé- lagsins, Esther Guðmundsdóttir, starfað tímabundið á skrifstofunni að Hallveig- arstöðum. Þessum konum eru þökkuð góð störf og trúnaður við félagið. Hallveigarstaðir Fulltrúi KRFÍ í hústjórninni er Herdís Hall en Guðrún Árnadóttir til vara. í desember var alþingiskonum boðið til hádegisverðar til að kynna þeim starf- semina í húsinu. Ekki er enn Ijóst hver framtíð Hallveigarstaða verður en þó er Ijóst að Borgardómur hverfur úr húsinu á árinu. Almennir félagsfundir Nokkrar stjórnarkonur brugðu sér norð- ur fyrir heiðar sl. vor og héldu kynningar- fund með kvenframbjóðendum allra flokka í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir Alþingiskosningarnar. Fundurinn, sem var haldinn á Akureyri, var mjög vel sóttur og í alla staði vel heppnaður. Svipaður fundur var haldinn á Hótel Borg í Reykjavík og var hann einnig ágætlega sóttur. Menningar- og minningar- sjóður kvenna 50 ára Hátíðarfundur Menningar- og minning- arsjóðs kvenna var haldinn í Gerðu- bergi þann 28. september til að minnast 50 ára afmælis sjóðsins. Fundurinn var mjög vel sóttur og ríkti mikill hátíðar- bragur á þessum tímamótum. Fundur um EES Haldinn var fræðslu- og umræðufundur um „Áhrif EES á stöðu og hag kvenna" þann 26. nóvember sl. Erindi fluttu Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri, Stefán Már Stefánsson, prófessor, og Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur BSRB. A eftir erindunum voru pall- borðsumræður og fyrirspurnir og er ánægjulegt að skýra frá því að umræður voru miklar og fróðlegar. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.