19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 31
sitja fyrstu fundina með of öran hjart- slátt í brjósti." Við víkjum tali okkar að fjölmiðlum og þá litlu áherslu sem þeir leggja á frá- sagnir af íþróttaafrekum kvenna. „Ég er formaður Fjölmiðlanefndar ÍSÍ sem lét gera fjölmiðlakönnunina árið 1990. Könnunin var mjög nákvæm og vönduð í hvívetna og niðurstöðurnar voru okkur mikið áfall," segir Lovfsa. „í hnotskurn þá kom í Ijós að af öllu íþróttaefni Ijós- vakamiðlanna og dagblaða, árið sem könnunin var gerð, var hlutur kvenna aðeins um 10% sem er hneykslanlegt!" Hún segir að niðurstöðurnar hafi verið sendar öllum fjölmiðlum um leið og þær voru tilbúnar en hingað til hafi eng- inn íþróttafrétta- maður séð ástæðu til þess að fjalla um þær. „Þetta segir sína sögu um afstöðu íþrótta- fréttamanna og er stéttinni til vansa? Hins vegar verðum við líka að líta í eiginn barm vegna þess að niður- stöðurnar sýna að við hjá ISI höfum brugðist í því að halda uppi merki kvennafþróttanna. Að mínu mati verðum við að efla kynningu á starfi íþróttahreyfingar- innar alveg frá grasrótinni og upp- úr og sennilega getum við ekki bú- ist við því að í þ róttaf rétta r i ta ra r sýni konum mik- inn áhuga þegar pottur er víða brot- inn í þeim efnum hjá okkur sjálfum." Lovísa segir að mismunun á milli kynjanna sé mikil í hópíþróttunum svo dæmi sé nefnt. „Það hefur marg- sinnis þurft að færa til leiki í kvenna- knattspyrnu vegna þess að völlurinn, sem leikurinn átti að fara fram á, var ekki tilbúinn. Síðan líða örfáir dagar og leikur í karlaknattspyrnu er auglýstur á þessum sama velli. Einnig verður að geta þess að leikir stúlkna og kvenna í boltaíþróttunum eru ætíð haldnir á þannig tíma að Ijósvakafjölmiðlar geta ekki verið á staðnum. Þeir eru hins veg- ar fljótir að mæta á karlaleikina. Tökum sem dæmi meistaramót karla og kvenna í körfuknattleik sl. apríl. í blöðunum birtust stórar myndir af glæsilegum stúlkum sem unnu meistarmót kvenna en lítið sem ekkert var skrifað um frammistöðu liðsins sem vann. Mynd- irnar frá úrslitaleik karla voru allt öðru- vísi og áherslan var lögð á langan og skilmerkilega texta um frammistöðu einstakra leikmanna og framvindu leiks- ins. Þetta er einkennandi fyrir fjölmiðl- ana og greinilegt að athygli þeirra bein- ist að karlaíþróttunum í réttu hlutfalli við niðurstöðu fyrrgreindrar könnunar." Fyrirmyndin að umbótanefndinni í ÍSÍ er frá Norðurlöndum þar sem slíkar nefndir hafa starfað síðan á síðasta ára- tug. Að sögn Lovísu hafa konur í íþróttastjórnum á Norðurlöndum verið íslenskum stöllum mjög hvetjandi og leiddi það, ásamt aukinni óánægju ís- lenskra íþróttakvenna, til skipunar ÍSÍ nefndarinnar. „Það má segja karlmönn- unum í framkvæmdastjórni ÍSÍ til hróss að þeir veittu tillögunni um nefndar- skipunina brautargengi og hafa síðan verið mjög hvetjandi. Batnandi mönn- um er best að lifa og ég tel að nú sé boltinn hjá okkur konum. Við verðum að nota tækifærið í sumar til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri og að gefa kost á okkur í störf innan íþrótta- hreyfingarinnar. Ég bind miklar vonir við starfið í sumar og þetta er í fyrsta sinn sem við konur skipuleggjum svo viðtækt íþróttastarf án þátttöku karla. Tilgangurinn er að útrýma öllu misrétti í íþróttunum á hvaða sviði sem er. Við höfum allar aðstæður til að skapa pilt- um og stúlkum jafnræði og að kenna þeim jafnrétti á borði sem í orði. Nú er staðan sú að konur þurfa að leggja krafta sína í að skapa sína eigin íþrótta- menningu. Þetta þýðir ekki að ég sé að prédika aðskilnað kvenna frá körlum í íþróttahreyfingunni en stundum verðum við að láta í okkur heyra til þess að ná fram jafnrétti. Öfgar eru aldrei af hinu góða en stundum verður að grípa til þeirra til að ná eyrum karla." 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.