19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 23
er svona rétt um og yfir tvítugt. Þetta
fólk er svo opið og er óhrætt við að fara
í löng ferðalög. Þetta fólk hefur mikið
samband við mig og býður mér efni."
Átt þú blaðið ein?
„Ég og mín fjölskylda. Ég á helming-
inn og maðurinn minn og börnin skipta
hinum helmingnum á milli sín. Ég stofn-
aði fyrirtækið árið 1988, en það heitir
Farvegur hf. Stafirnir FV eru merkið
okkar: Farvegur og Farvís. Fyrsta tölu-
blaðið kom út 20. júlí 1988 og annað
tölublað síðar á árinu. Fyrst var ég með
fyrirtækið heima og mér fannst ég vera í
vinnunni allan sólarhringinn. Það var
mikill léttir að komast út og svo fannst
mér þetta verða eins og meira fyrirtæki
þegar við fluttum skrifstofuna út í bæ.
Ég fór út, fór í vinnuna og svo heim.
Reyndar erum við oft hérna til klukk-
an 8-9 á kvöldin en það er samt öðru-
vísi."
Margar konur eru svo hræddar við að
stíga þetta skref sem þú tókst, að verða
sjálfstæðir atvinnurekendur og taka á
sig alla þá ábyrgð og áhyggjur sem því
fylgja. Hvernig lagðist þetta í þig?
„Ég ætti líklega ekki segja það til að
láta hafa eftir en ég var heimskulega
bjartsýn," segir Þórunn og skellihlær.
„Því að ég hélt að þetta yrði svo ofsa-
lega létt. Þetta hefur verið dýrmæt
reynsla. Ég hef kynnst viðskiptalífinu -
kannski á erfiðasta háttinn. Og ég hef
líka fundið hjá mér ýmsa eiginleika sem
voru ónýttir og ég orðið að vekja, eins
og t.d. útsjónarsemi ýmiss konar. Ég hef
þurft að ráða fram úr æðimörgum
vandamálum sem oft á tíðum virtust ól-
eysanleg og þetta hefur eflt mig sem
einstakling. Ef ég hefði vitað um alla
erfiðleikana fyrirfram þá hefði ég aldrei
farið út í þetta. Ég sé samt ekkert eftir
þessu því þetta hefur verið mjög
skemmtilegt."
Þú ert þá á réttri hillu?
„Ég held það. Ég er búin að prófa
ýmislegt og þetta er atvinnugrein sem er
mjög skemmtileg. Þarna er ég svo búin
að samræma öll mín áhugamál: Mér
þykir gaman að ferðast og skrifa. Ég er
með bakgrunn í pólítík, blaðamennsku
og ferðaþjónustu — og allt sameinast
þetta í blaðinu."
En má ekki segja að þú hafir betri
grunn en margar aðrar konur til að tak-
ast á við svona verkefni?
„Jú. En ég var líka heimavinnandi í 18
ár."
Varstu þá ekkert hrædd við að stíga
það skref að fara út að vinna?
„Jú, en ég fór bara af stað. Þetta varð
einhvern veginn að gerast."
Nú ritstýrirðu líka Súlunni, blaði sem
Félag íslenskra ferðaskrifstofa og Far-
klúbburinn gefa út, sérð um útgáfu
Lionsblaðs og svo ertu búin að kaupa
annað tímarit.
„Já, það var í lok ársins 1991 að ég
keypti Áfanga. Ég sameinaði síðan Áfanga I
og Farvís í eitt blað og nú er það 5. ár-
gangur af Farvís og 12. árgangur af
Áföngum sem er að koma út."
Af hverju keyptirðu Áfanga?
„Mér stóð það til boða og mér fannst
að það gæti verið jákvætt að sameina
þessi tvö blöð. Áfangar er þekkt nafn og
hafði nokkuð stóran áskrifendahóp.
Hvort sem allir halda áfram eða ekki þá
er þetta góður markhópur því þó að
stefna Áfanga hafi verið að skrifa um ís-
land þá hafði með árunum orðið stefnu-
breyting og blaðið var orðið bæði um
ísland og umheiminn. Svo er líka mikil-
vægt atriði að ef einhver annar hefði
keypt blaðið þá hefði ég kannski fengið
sterkari keppinaut. Mér fannst því betra
að kaupa upp þennan keppinaut."
Hefurðu fengið viðbrögð frá fyrrver-
andi Áfangaáskrifendum?
„Já, mjög mikil. Sumir vilja fá meira
af íslensku efni, enda kannski vanir því,
aðrir hafa verið mjög hrifnir af breyting-
unni. En við breytinguna er umfangið
orðið miklu meira. Ég var vön að pakka
blaðinu sjálf en nú verð ég að senda
það út í bæ til pökkunar. Þetta varð ein-
hvern veginn rniklu meira allt saman og
ég verð að viðurkenna að ég ræð ekki
lengur við þetta ein."
Barnið þitt er sem sagt að vaxa úr
grasi og verða stórt.
„Ég vona það því þetta er svo
skemmtilegt viðfangsefni að það væri
leiðinlegt að þurfa að hætta við."
ÍÞRÓTTA-OG
TÓMSTUNDARÁÐ
Kynntu þér rétt þinn til bóta frá Tryggingastofnun rlkisins.
Allar upplýsingar er aðfinna i bæklingum okkar.
Gefðu þér tfma og kynntu þér rétt þinn—það getur borgað sig.
| TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
j •' ■ ‘- <% '''I
i ' W'.' 'J i>'V' V-'v.Ví-
folassl00, Orvgo,
í '-j v&y*jPH ^ * Worðorlöndum
23