19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 28
íþróttir og konur: eftir Ellen Ingvadóttur Á undanförnum áratugum hefur sá fjöldi kvenna sem haslar sér völl í íþróttum aukist jafnt og þétt og er konur að finna í nánast öllum þeim íþrótta- greinum sem stundaðar eru hér á landi. Því hefur verið haldið fram að konum sé ekki gert jafnhátt undir höfði í íþróttahreyfingunni og karlmönnum og samkvæmt könnun, sem Fjölmiðla- nefnd ISI gerði fyrir nokkrum misserum, er langur vegur frá því að jafnvægi ríki hjá fjölmiðlum um frásagnir af íþrótta- afrekum karla og kvenna. Hallar mjög á konurnar í því sambandi. Innan vé- banda íþróttasambands íslands (ÍSÍ) starfar nú hópur kvenna að undirbún- ingi sérstaks átaks til að kynna stöðu kvenna í hreyfingunni, ekki aðeins sem íþróttamenn heldur einnig sem þátttak- endur í stjórnunarstörfum o.fl. Þessi hópur og Kvenréttindafélag Islands hafa tekið höndum saman um kynningu á átakinu. Þann 2. desember 1990 ákvað fram- kvæmdastjórn ÍSÍ, undir forystu þáver- andi forseta hreyfingarinnar, Sveins heitins Björnssonar, að skipa sérstaka nefnd til að vinna að umbótum í kvennaíþróttum með það að markmiði að auka þátttöku kvenna í íþróttum og íþróttastarfi almennt. I skipunarbréfi nefndarinnar eru eftir- talin atriði tíunduð: Verkefni nefndarinnar er að aðstoða félög og deildir innan þeirra við að efla íþróttir kvenna, m.a. með því að fá fólk til starfa í félögunum. Jafnframt á nefndin að kynna í skólum mögu- leika stúlkna á að stunda íþróttir í hverfum þar sem þær búa, að vinna með sérsamböndum ÍSÍ að afreksíþróttum kvenna; vinna að auk- inni menntun þjálfara í kvennaíþróttum og stuðla að þvi að fleiri konur taki að sér íþróttaþjálfun. Ennfremur skal stuðlað að aukinni þátttöku kvenna í stjórnun innan íþróttahreyfingarinnar og síðast en ekki síst er nefndinni falið að undir- búa og móta verksvið sérstaks erindreka kvenna í samráði við framkvæmda- stjórn ÍSÍ. í nefndina voru skipuð þau Lovísa Einarsdóttir, Vanda Sigu rgei rsdótti r, Svanfríður M. Guðjónsdóttir, Hreggvið- ur Þorsteinsson og Unnur Stefánsdóttir, sem er formaður. Nefndin hóf þegar störf og í byrjun maf á sl. ári var haldin ráðstefna í Garðabæ um konur og íþróttir og voru ræðumenn af öllum sviðum er tengja má beint við íþróttirn- ar. Ráðstefnan var öllum opin og sótti hátt á annað hundrað manns hana og tók virkan þátt í umræðum. Önnur ráð- stefna var síðan haldin í september sl. um „Stöðu kvenna með tilliti til þjálfun- ar og keppni í íþróttum". Ráðstefnan var sérstaklega haldin fyrir þjálfara, leið- beinendur og áhugafólk um íþróttir kvenna. Það fór á sömu leið og með fyrri ráðstefnuna að þátttaka var mjög góð og vakti vonir aðstandenda hennar um að bjartari framtíð væri framundan fyrir konur í íþróttum. Einnig var haldið þriggja daga námskeið að Laugarvatni í lok septembermánaðar í fyrra um stjórnunarmál í íþróttahreyfingunni og var fenginn sænskur leiðbeinandi, Ann Johanson, sem er mjög virk í sænsku íþróttahreyfingunni. Þetta námskeið var haldið með það fyrir augum að konurn- ar sem það sóttu haldi síðan svipuð námskeið undir kjörorðunum „Þori, get og vil". Tilgangurinn er að virkja sem flestar konur, hvort sem þær eru íþrótta- menn eða ekki, til að gefa kost á sér f stjórnunarstörf innan sér- og héraðs- sambandanna en ekki síst í stjómunar- störf innan ÍSÍ, þar sem konur hafa átt erfitt uppdráttar. íþróttavika kvenna I þessum mánuði, dagana 16. til 22. júní, gengst ÍSÍ, að tillögu fyrrgreindrar nefndar, fyrir íþróttaviku kvenna í tengslum við kvennadaginn, 19. júní. Haldin verða ýmis íþróttamót, t.d. meistaramót kvenna í knattspyrnu og landsleikur á milli íslendinga og Skota í knattspyrnu. Sérstakt kvennahlaup verð- ur 20. júní og hafa fjöl- margur konur á öllum aldri skráð sig í það. Svona kvennahlaup var fyrst árið 1990 í tilefni af Íþróttahátíð ÍSÍ og var þá aðeins á einum stað á landinu. í fyrra var sú ákvörðun tekin, vegna mikillar þátttöku árið áður, að færa út kvíamar og hafa kvennahlaup víðar á landinu. Þátttaka var mjög mikil og hlupu nálægt 4000 konur á fjórtán stöðum! Þess er vænst að þátttakan í ár verði ekki minni, reynd- ar segja fulltrúar nefnd- arinnar að skráningar gefi til kynna að þátttak- endametið frá því í fyrra verði slegið í ár. Hægt er að velja á milli mismun- andi vegalengda, allt eft- Langur vegur er frá því að jafnvægi ríki hjá fjölmiðlum um frásagnir af íþróttaafrekum karla og kvenna. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.