19. júní


19. júní - 19.06.1992, Side 28

19. júní - 19.06.1992, Side 28
íþróttir og konur: eftir Ellen Ingvadóttur Á undanförnum áratugum hefur sá fjöldi kvenna sem haslar sér völl í íþróttum aukist jafnt og þétt og er konur að finna í nánast öllum þeim íþrótta- greinum sem stundaðar eru hér á landi. Því hefur verið haldið fram að konum sé ekki gert jafnhátt undir höfði í íþróttahreyfingunni og karlmönnum og samkvæmt könnun, sem Fjölmiðla- nefnd ISI gerði fyrir nokkrum misserum, er langur vegur frá því að jafnvægi ríki hjá fjölmiðlum um frásagnir af íþrótta- afrekum karla og kvenna. Hallar mjög á konurnar í því sambandi. Innan vé- banda íþróttasambands íslands (ÍSÍ) starfar nú hópur kvenna að undirbún- ingi sérstaks átaks til að kynna stöðu kvenna í hreyfingunni, ekki aðeins sem íþróttamenn heldur einnig sem þátttak- endur í stjórnunarstörfum o.fl. Þessi hópur og Kvenréttindafélag Islands hafa tekið höndum saman um kynningu á átakinu. Þann 2. desember 1990 ákvað fram- kvæmdastjórn ÍSÍ, undir forystu þáver- andi forseta hreyfingarinnar, Sveins heitins Björnssonar, að skipa sérstaka nefnd til að vinna að umbótum í kvennaíþróttum með það að markmiði að auka þátttöku kvenna í íþróttum og íþróttastarfi almennt. I skipunarbréfi nefndarinnar eru eftir- talin atriði tíunduð: Verkefni nefndarinnar er að aðstoða félög og deildir innan þeirra við að efla íþróttir kvenna, m.a. með því að fá fólk til starfa í félögunum. Jafnframt á nefndin að kynna í skólum mögu- leika stúlkna á að stunda íþróttir í hverfum þar sem þær búa, að vinna með sérsamböndum ÍSÍ að afreksíþróttum kvenna; vinna að auk- inni menntun þjálfara í kvennaíþróttum og stuðla að þvi að fleiri konur taki að sér íþróttaþjálfun. Ennfremur skal stuðlað að aukinni þátttöku kvenna í stjórnun innan íþróttahreyfingarinnar og síðast en ekki síst er nefndinni falið að undir- búa og móta verksvið sérstaks erindreka kvenna í samráði við framkvæmda- stjórn ÍSÍ. í nefndina voru skipuð þau Lovísa Einarsdóttir, Vanda Sigu rgei rsdótti r, Svanfríður M. Guðjónsdóttir, Hreggvið- ur Þorsteinsson og Unnur Stefánsdóttir, sem er formaður. Nefndin hóf þegar störf og í byrjun maf á sl. ári var haldin ráðstefna í Garðabæ um konur og íþróttir og voru ræðumenn af öllum sviðum er tengja má beint við íþróttirn- ar. Ráðstefnan var öllum opin og sótti hátt á annað hundrað manns hana og tók virkan þátt í umræðum. Önnur ráð- stefna var síðan haldin í september sl. um „Stöðu kvenna með tilliti til þjálfun- ar og keppni í íþróttum". Ráðstefnan var sérstaklega haldin fyrir þjálfara, leið- beinendur og áhugafólk um íþróttir kvenna. Það fór á sömu leið og með fyrri ráðstefnuna að þátttaka var mjög góð og vakti vonir aðstandenda hennar um að bjartari framtíð væri framundan fyrir konur í íþróttum. Einnig var haldið þriggja daga námskeið að Laugarvatni í lok septembermánaðar í fyrra um stjórnunarmál í íþróttahreyfingunni og var fenginn sænskur leiðbeinandi, Ann Johanson, sem er mjög virk í sænsku íþróttahreyfingunni. Þetta námskeið var haldið með það fyrir augum að konurn- ar sem það sóttu haldi síðan svipuð námskeið undir kjörorðunum „Þori, get og vil". Tilgangurinn er að virkja sem flestar konur, hvort sem þær eru íþrótta- menn eða ekki, til að gefa kost á sér f stjórnunarstörf innan sér- og héraðs- sambandanna en ekki síst í stjómunar- störf innan ÍSÍ, þar sem konur hafa átt erfitt uppdráttar. íþróttavika kvenna I þessum mánuði, dagana 16. til 22. júní, gengst ÍSÍ, að tillögu fyrrgreindrar nefndar, fyrir íþróttaviku kvenna í tengslum við kvennadaginn, 19. júní. Haldin verða ýmis íþróttamót, t.d. meistaramót kvenna í knattspyrnu og landsleikur á milli íslendinga og Skota í knattspyrnu. Sérstakt kvennahlaup verð- ur 20. júní og hafa fjöl- margur konur á öllum aldri skráð sig í það. Svona kvennahlaup var fyrst árið 1990 í tilefni af Íþróttahátíð ÍSÍ og var þá aðeins á einum stað á landinu. í fyrra var sú ákvörðun tekin, vegna mikillar þátttöku árið áður, að færa út kvíamar og hafa kvennahlaup víðar á landinu. Þátttaka var mjög mikil og hlupu nálægt 4000 konur á fjórtán stöðum! Þess er vænst að þátttakan í ár verði ekki minni, reynd- ar segja fulltrúar nefnd- arinnar að skráningar gefi til kynna að þátttak- endametið frá því í fyrra verði slegið í ár. Hægt er að velja á milli mismun- andi vegalengda, allt eft- Langur vegur er frá því að jafnvægi ríki hjá fjölmiðlum um frásagnir af íþróttaafrekum karla og kvenna. 28

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.