19. júní


19. júní - 19.06.1992, Side 44

19. júní - 19.06.1992, Side 44
Ný stjórn Kvenréttindafélags íslands. Efri röð f.v.: Ásthildur Ketilsdóttir, Cuðrún Gísladóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Hulda Karen Ólafsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Kristín Karlsdóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir, Dóra Guðmundsdóttir. Neðri röð f.v.: Ellen Ingvadóttir, Jónína Margrét Guðnadóttir, lnga Jóna Þórðardóttir, formaður KRFÍ, Ragnhildur Hjaltadóttir og Áslaug Brynjólfsdóttir. Ársskýrsla stjómar Kvenréttinda- félags íslands fyrir starfsárið 27. mars, 1991 til 19. mars, 1992 Síðasta ár einkenndist af hefðbundnum félagsstörfum. Haldnir voru 10 stjórnar- fundir á tímabilinu auk þess sem fram- kvæmdastjórn hittist reglulega tvisvar í mánuði og oftar ef þurfa þótti. Tvö merkisafmæli bar upp á árið. Menning- ar- og minningarsjóður kvenna hélt upp á fimmtíu ára afmæli sl. haust og KRFÍ varð 85 ára gamalt þann 27. janúar sl. Auk venjulegra starfa fór töluverður tími í vangaveltur og umræður um stöðu félagsins, starfsaðferðir þess og framtíð. Með það fyrir augum að gera þá umræðu hnitmiðari var Hugmynda- nefnd K.R.F.Í. skipuð í ársbyrjun 1992. í nefndinni eru Ásdís Skúladóttir, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Björg Einarsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Vilborg Harðardóttir og varaformaður félagsins, Jónína Margrét Guðnadóttir. Ekkert verður af alþjóðaþingi kvenna á íslandi í júm' á þessu ári. KRFI og ýmis önnur samtök voru nánast í startholun- um en síðan kom í Ijós frá erlendum samstarfsaðilum að fjármálin gengu hreinlega ekki upp ytra. Þingið verður hins vegar haldið á Irlandi í sumar. Starfsmannaskipti urðu hjá félaginu á sl. ári. Herdís Hall lét af störfum fram- kvæmdastjóra í ágúst eftir fjögurra ára farsælt starf. Við tók Hjördís Þorsteins- dóttir, formaður MMK, en hennar starfs- krafta var því miður notið skemur en efni stóðu til og lét hún af störfum í mars sl. vegna veikinda. í forföllum hennar hefur fyrrverandi formaður fé- lagsins, Esther Guðmundsdóttir, starfað tímabundið á skrifstofunni að Hallveig- arstöðum. Þessum konum eru þökkuð góð störf og trúnaður við félagið. Hallveigarstaðir Fulltrúi KRFÍ í hústjórninni er Herdís Hall en Guðrún Árnadóttir til vara. í desember var alþingiskonum boðið til hádegisverðar til að kynna þeim starf- semina í húsinu. Ekki er enn Ijóst hver framtíð Hallveigarstaða verður en þó er Ijóst að Borgardómur hverfur úr húsinu á árinu. Almennir félagsfundir Nokkrar stjórnarkonur brugðu sér norð- ur fyrir heiðar sl. vor og héldu kynningar- fund með kvenframbjóðendum allra flokka í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir Alþingiskosningarnar. Fundurinn, sem var haldinn á Akureyri, var mjög vel sóttur og í alla staði vel heppnaður. Svipaður fundur var haldinn á Hótel Borg í Reykjavík og var hann einnig ágætlega sóttur. Menningar- og minningar- sjóður kvenna 50 ára Hátíðarfundur Menningar- og minning- arsjóðs kvenna var haldinn í Gerðu- bergi þann 28. september til að minnast 50 ára afmælis sjóðsins. Fundurinn var mjög vel sóttur og ríkti mikill hátíðar- bragur á þessum tímamótum. Fundur um EES Haldinn var fræðslu- og umræðufundur um „Áhrif EES á stöðu og hag kvenna" þann 26. nóvember sl. Erindi fluttu Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri, Stefán Már Stefánsson, prófessor, og Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur BSRB. A eftir erindunum voru pall- borðsumræður og fyrirspurnir og er ánægjulegt að skýra frá því að umræður voru miklar og fróðlegar. 44

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.