19. júní


19. júní - 19.06.1992, Page 42

19. júní - 19.06.1992, Page 42
í ósköp venjulegri blokkaríbúð vestur í bæ situr kona á níræðisaldri og gluggar í skjöl og skræður. Síðdegis tekur hún á móti fólki sem vill kynna sér sögu kvenna. Konan er Anna Sigurðardóttir sem af frábærri elju og dugnaði hefur safnað gríðarlegum fróðleik um íslensk- ar konur í aldanna rás, skrifað um þær bækur og greinar og greiðir götu ann- arra fræðimanna í kvennasögu. Hinn 1. janúar 1975, í byrjun kvenna- árs Sameinuðu þjóðanna, stofnaði Anna Kvennasögusafn íslands ásamt tveimur bókasafnsfræðingum, þeim Else Miu Einarsdóttur og Svanlaugu Baldursdótt- ur. Stofn safnsins var bóka- og skjala- safn Önnu og safnið hefur frá upphafi verið til húsa á heimili hennar við Hjarðarhaga 26 í Reykjavík. Safnið er sjáfseignarstofnun og einu launin sem Anna hefur fengið er ánægjan. Safnið hefur fengið lítinn styrk árlega úr ríkis- sjóði og nokkrum sinnum styrk úr Þjóð- hátíðarsjóði. Ríkisstyrkurinn hefur hrokkið til bókakaupa á fornbókasölum eða á bókamörkuðum en styrkurinn úr Þjóðhátíðarsjóði er fenginn og notaður til að skrá og flokka gögn safnsins. í ávarpi við upphaf ráðstefnu um íslensk- ar kvennarannsóknir 1985 sagði Anna um kvennasögusafnið: „Einn megintil- gangur safnsins, auk þess að safna efni um hvaðeina sem konur varðar, er að greiða fyrir áhugafólki um sögu ís- lenskra kvenna eða einstaka þætti hennar og veita því aðstoð við að afla heimilda, svo og að miðla þekkingu á sögu kvenna." Safnið á að safna, varð- veita og skrá heimildir sem á einhvern hátt snerta líf og störf kvenna fyrr og nú. Það á að hvetja fólk til að varðveita hvers konar heimildir og að hafa sam- vinnu við kvennasögusöfn erlendis. Slæmur fjárhagur hefur alltaf staðið safninu fyrir þrifum, en nú hillir loks undir flutning safnsins í Þjóðarbókhlöð- una, þar sem því verður búinn framtíð- arstaður, bæði til varðveislu og notkun- ar. I viðtali í bókinni Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur, sem var gefin út í tilefni sjötugs afmælis hennar, segir Anna að kvennablaðið Melkorka hafi vakið sig til umhugsunar um rétt- „Ég hef aldrei safnað skipulega," segir forstöðumaður Kvennasögusafns íslands, Anna Sigurðardóttir. eftir Ragnhildi Vigfúsdóttur • • KVENNASOGUSAFN ÍSLANDS 42

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.