19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 20
Námskeið í
sjálfsstyrkingu
eftir Önnu Valdimarsdóttur sálfræðing
Sjálfsmynd fólks er ákaflega mismunandi og fæstir bera það utan
á sér hvernig þeim líður. Eins og fram kemur í svörum fulltrúa
tveggja ráðningarstofa hér á undan er nokkur munur á því
hvernig konur og karlar bera sig að við atvinnuleit.
Aðalmarkmið námskeiða í sjálfsstyrk-
ingu er að efla sjálfstraust og jákvætt
sjálfsmat og áhersla er lögð á að virða
eigin þarfir, langanir og skoðanir. Fjall-
að er um atriði sem auðvelda fólki að
halda uppi samræðum, koma fram mál-
um sínum af festu og
kurteisi, tjá tilfinningar
sínar, bæði jákvæðar og
neikvæðar, svara fyrir
sig og geta sagt nei án
þess að fyllast af óeðli-
legri sektarkennd.
Mikilvægasta persónan
í lífi okkar er og verður
við sjálf og ef við pöss-
um ekki upp á okkur
sjálf, andlega og líkam-
lega, eigum við lítið að
gefa öðrum. Þess mis-
skilnings gætir stundum
að sjálfsstyrking gangi
út á að verða eigingjarn
og hugsa bara um sjálf-
an sig. En maðurinn er
félagsvera. Á sama hátt
og gleðin og hamingjan
í lífi okkar sprettur iðu-
lega af samneyti við
annað fólk, skapa sam-
skipti okkar við aðra
einnig mestu gremjuna
og örvæntinguna. Ef
manneskja veit að hún
getur varist ágengni
annarra og svarað órétt-
mætum ásökunum eða
tvíræðum athugasemd-
um á hún auðveldara
með að slaka á í sam-
vistum við aðra og njóta
sín. Konur hafa ætíð
verið í umönnunar- og
Unnur uppburðarlausa og ír-
is yfirgangssama
En hvernig má virða eigin óskir og þarfir
án þess að verða fram úr hófi eigin-
gjarn? Hvað felst í því að sýna sjálfs-
styrk?
Segja má að sjálfs-
styrkur sé hinn gullni
meðalvegur á milli upp-
burðarleysis annars veg-
ar og yfirgangssemi hins
vegar. Lítum aðeins á
þrjár konur til að sjá
muninn, þær Unni upp-
burðarlausu, írisi yfir-
gangssömu og Söndru
sjálfsstyrku.
Unnur uppburðar-
lausa forðast að taka
ábyrgð á lífi sínu og
reynir gjarnan að koma
henni yfir á aðra. Aðrir
neyðast til að taka
ákvarðanir fyrir hana og
það vekur hjá þeim and-
úð og gremju. Hún læt-
ur ekki í Ijós hvað henni
finnst og ætlast til að
aðrir finni á sér til hvers
hún vonast og ætlast af
þeim. Hún lætur undan
þegar hagsmunir hennar
og óskir stangast á við
óskir annarra jafnvel
þótt henni sé það óljúft.
Oft er hún í hlutverki
píslarvottarins og kemur
inn sektarkennd hjá öðr-
um. Skilaboðin sem hún
sendir frá sér eru: Ég
skipti ekki máli, þú get-
ur traðkað á mér. Hugs-
uppeldishlutverki og uppi hafa verið
ákveðnar hugmyndir um það hvernig
við eigum að vera, hógværar, lítillátar
og hugsa fyrst og fremst um aðra. Marg-
ar konur þurfa því hjálp við að læra að
taka tillit til sjálfra sín án samviskubits.
.Sjálfsþekking er nauðsyn," segir Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur.
20