19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1997, Qupperneq 20

19. júní - 19.06.1997, Qupperneq 20
Framsóknarflokkur (þingstyrkur 23,8%) k Framsóknarmenn kynntu viðtæka jafnréttisáætlun eftir siðasta flokksþing. Áætlunin á að blandast innra starfi flokksins með margs konar hætti og árangur hennar á að endurskoða að ári liðnu. Þar er m.a. kveðið á um sérstakan jafnréttisfulltrúa sem skal starfa á vegum flokks- I ^ ' • ins Einnig er markmið flokksins að hvorki hlutur karla né kvenna í starfi á vegum flokksins / verði lakari en 40% árið 2000 þó reglan sé ekki bindandi. Þar að auki státar flokksþingið sig af þvi að áætlun sem þessi sé sú fyrsta sinnar tegundar í íslenskum stjórnmálum. Því telur Framsókn- arflokkurinn Kvennalistann ekki með og hlýtur þá jafnframt að líta á sig sem leiðandi stjórnmálaflokk í £ jafnréttismálum. í jafnréttisáætlun Framsóknarflokksins er lögð áhersla á: launajöfnuð milli kynja, jafna ■■ ábyrgð kynjanna inni á heimilum, sýnilegar aðgerðir í anda jafnréttisáætlunar rikisstjórnarinnar og hvatningu til stjórnvalda skólamála og forstöðumanna uppeldisstofnana um að veita börnum og ung- lingum hvatningu til að rækta séreinkenni sín og jákvæð samskipti kynjanna. Einnig er að finna áherslu 111| *m á að jafnréttis-og fjölskyldumál verði ekki aðskilin . Þingflokkurinn virðist starfa í ágætu samræmi || J| ^ við þessar áherslur þótt meiri kröfur megi alltaf gera til flokks með slíka jafnréttisáætlun. Fé- lagsmálaráðherra hefur þó að nokkru sinnt jafnréttismálum með framkvæmd verkefnis um starfsmat. Hins vegar er jafnréttisstefnan ósannfærandi ef litið er á að Framsóknarflokkurinn virðist einungis eiga einn virkan talsmann jafnréttis og kvenna sem er þingkonan Siv Friðleifsdóttir. Alþýóubandalag og óháðir (þingstyrkur 14,3%) Flokkurinn hefur það sameiginlegt með Framsóknarflokki að beina jafnréttismark- miðum einnig að innra starfi flokksins. Lög bandalagsins kveða á um 40% hlutfalls- legan rétt hvors kyns um sig til fulltrúasetu í öllum stofnunum flokksins. Til við- bótar því hefur miðstjóm flokksins samþykkt stjórnmálaályktun þess efnis að víkka skuli út regluna um kynjahlutföll þannig að hún taki líka til framboðs- lista og ráðherrastarfa flokksins. Því gefur flokkurinn þá mynd af sér að vera sérstaklega jafnréttissinnaður hvað konur og karla varðar. Aðrar ályktanir miðstjórnar fela m.a. i sér viljayfirlýsingu þess efnis að stofna embætti um- boðsmanns jafnréttismála. Fyrir kosningarnar '95 lagði Alþýðubandalagið áherslu á markvissar aðgerðir til að rétta hlut kvenna, m.a. með uppstokk- un launakerfis þ.á.m. afnám yfirborgana til að tengja launataxta greiddum launum, starfsmat og fleiri sértækar aðgerðir. í stefnuskrá flokksins er að finna yfirlýsingu þess efnis að flokkurinn vilji berjast fyrir jafnrétti kynja með samfé- lagsþjónustu sem jafnar aðstöðumun og með átaki gegn kynbundnu launamisrétti. Launajafnrétti þykir hér því aðalatriði í jafnréttisbaráttunni. Þingflokkurinn er í góðu samræmi við áherslur sínar, þ.e. fleiri tegundir jafnréttismála eru borin upp en lagt er til af flokkn- um. „Fleiri sértækar aðgerðir" getur vissulega þýtt margt en þingflokkurinn stendur vel undir því. Svo virðist vera sem karlar í flokknum séu ekki síður virkir á þingi í flutningi mála og hefur flokkurinn sérstöðu að því leyti Alþýöuflokkur (þingstyrkur 11,1) Su sýn sem flokkurinn hefur á jafnréttismálin er ekki mjög sértæk. Jafnrétti er talið vera óaðskiljanlegur hluti jafnaðar- stefnunnar skv. ályktun síðasta flokksþings. Flokkurinn státar sig af því að hafa stuðlað að hinum merkustu lagabreytingum í jafnréttisátt enda má finna slíkar áherslur í lögum flokksins. Þar má finna ákvæði um að „við kjör í allar stofnanir flokks- ins_.skal hvort kyn eiga rétt til a.m.k. 40% fulltrúa". Flokkurinn telur æskilegt að styrkja kærunefnd jafnréttismála, afnema kynbundinn launamun og veita feðrum rétt til fæðingarorlofs. Móta skal öfluga, opinbera fjölskyldustefnu og framkvæma heildarendurskoðun á lögum um fæðingarorlof, gera úrbætur í dagvistunarmálum og lengja skóladag. Einnig er að finna Al- þjóðleg stefnuviðmið og er áhersla lögð á: framkvæmd EES-samþykktar um fæðingaror- lof og vernd mæðra í meðgöngu, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar ■ mismunar gegn konum frá 1979 og framkvæmd Peking-áætlunarinnar. Þrátt fyr- /7-4*7 ir metnaðarfull markmið og jafnréttislega ásýnd flokksstarfsins virðist sem Al- y þýðuflokkurinn hafi látið sig jafnréttismál lítt varða frá síðustu kosningum. Hér l\ — skulu ekki fundnar sérstakar ástæður fyrir þvi en þó má furða sig á þvi að ^ £ Yl jafn jafnréttissinnaður flokkur (að eigin sögn) skuli ekki státa af einu einasta þingmáli nema í meðflutningi annarra þingflokka. Gróflega skilið hefur frumkvæði þingmanna flokksins ekki verið neitt. Þar fyrir utan er ekkert af þeim málum í anda þeirra áherslna sem flokksþingið hefur sett fram í jafn- réttismálum. A Iff
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.