19. júní - 19.06.1997, Qupperneq 20
Framsóknarflokkur
(þingstyrkur 23,8%)
k Framsóknarmenn kynntu viðtæka jafnréttisáætlun eftir siðasta flokksþing. Áætlunin á að
blandast innra starfi flokksins með margs konar hætti og árangur hennar á að endurskoða að
ári liðnu. Þar er m.a. kveðið á um sérstakan jafnréttisfulltrúa sem skal starfa á vegum flokks-
I ^ ' • ins Einnig er markmið flokksins að hvorki hlutur karla né kvenna í starfi á vegum flokksins
/ verði lakari en 40% árið 2000 þó reglan sé ekki bindandi. Þar að auki státar flokksþingið sig af
þvi að áætlun sem þessi sé sú fyrsta sinnar tegundar í íslenskum stjórnmálum. Því telur Framsókn-
arflokkurinn Kvennalistann ekki með og hlýtur þá jafnframt að líta á sig sem leiðandi stjórnmálaflokk í
£ jafnréttismálum. í jafnréttisáætlun Framsóknarflokksins er lögð áhersla á: launajöfnuð milli kynja, jafna
■■ ábyrgð kynjanna inni á heimilum, sýnilegar aðgerðir í anda jafnréttisáætlunar rikisstjórnarinnar og
hvatningu til stjórnvalda skólamála og forstöðumanna uppeldisstofnana um að veita börnum og ung-
lingum hvatningu til að rækta séreinkenni sín og jákvæð samskipti kynjanna. Einnig er að finna áherslu
111| *m á að jafnréttis-og fjölskyldumál verði ekki aðskilin . Þingflokkurinn virðist starfa í ágætu samræmi
|| J| ^ við þessar áherslur þótt meiri kröfur megi alltaf gera til flokks með slíka jafnréttisáætlun. Fé-
lagsmálaráðherra hefur þó að nokkru sinnt jafnréttismálum með framkvæmd verkefnis um
starfsmat. Hins vegar er jafnréttisstefnan ósannfærandi ef litið er á að Framsóknarflokkurinn
virðist einungis eiga einn virkan talsmann jafnréttis og kvenna sem er þingkonan Siv Friðleifsdóttir.
Alþýóubandalag og óháðir
(þingstyrkur 14,3%)
Flokkurinn hefur það sameiginlegt með Framsóknarflokki að beina jafnréttismark-
miðum einnig að innra starfi flokksins. Lög bandalagsins kveða á um 40% hlutfalls-
legan rétt hvors kyns um sig til fulltrúasetu í öllum stofnunum flokksins. Til við-
bótar því hefur miðstjóm flokksins samþykkt stjórnmálaályktun þess efnis að
víkka skuli út regluna um kynjahlutföll þannig að hún taki líka til framboðs-
lista og ráðherrastarfa flokksins. Því gefur flokkurinn þá mynd af sér að vera
sérstaklega jafnréttissinnaður hvað konur og karla varðar. Aðrar ályktanir
miðstjórnar fela m.a. i sér viljayfirlýsingu þess efnis að stofna embætti um-
boðsmanns jafnréttismála. Fyrir kosningarnar '95 lagði Alþýðubandalagið
áherslu á markvissar aðgerðir til að rétta hlut kvenna, m.a. með uppstokk-
un launakerfis þ.á.m. afnám yfirborgana til að tengja launataxta greiddum
launum, starfsmat og fleiri sértækar aðgerðir. í stefnuskrá flokksins er að finna
yfirlýsingu þess efnis að flokkurinn vilji berjast fyrir jafnrétti kynja með samfé-
lagsþjónustu sem jafnar aðstöðumun og með átaki gegn kynbundnu launamisrétti.
Launajafnrétti þykir hér því aðalatriði í jafnréttisbaráttunni.
Þingflokkurinn er í góðu samræmi við áherslur sínar, þ.e. fleiri tegundir jafnréttismála eru borin upp en lagt er til af flokkn-
um. „Fleiri sértækar aðgerðir" getur vissulega þýtt margt en þingflokkurinn stendur vel undir því. Svo virðist vera sem karlar
í flokknum séu ekki síður virkir á þingi í flutningi mála og hefur flokkurinn sérstöðu að því leyti
Alþýöuflokkur
(þingstyrkur 11,1)
Su sýn sem flokkurinn hefur á jafnréttismálin er ekki mjög sértæk. Jafnrétti er talið vera óaðskiljanlegur hluti jafnaðar-
stefnunnar skv. ályktun síðasta flokksþings. Flokkurinn státar sig af því að hafa stuðlað að hinum merkustu lagabreytingum í
jafnréttisátt enda má finna slíkar áherslur í lögum flokksins. Þar má finna ákvæði um að „við kjör í allar stofnanir flokks-
ins_.skal hvort kyn eiga rétt til a.m.k. 40% fulltrúa". Flokkurinn telur æskilegt að styrkja kærunefnd jafnréttismála, afnema
kynbundinn launamun og veita feðrum rétt til fæðingarorlofs. Móta skal öfluga, opinbera fjölskyldustefnu og framkvæma
heildarendurskoðun á lögum um fæðingarorlof, gera úrbætur í dagvistunarmálum og lengja skóladag. Einnig er að finna Al-
þjóðleg stefnuviðmið og er áhersla lögð á: framkvæmd EES-samþykktar um fæðingaror-
lof og vernd mæðra í meðgöngu, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar
■ mismunar gegn konum frá 1979 og framkvæmd Peking-áætlunarinnar. Þrátt fyr-
/7-4*7 ir metnaðarfull markmið og jafnréttislega ásýnd flokksstarfsins virðist sem Al-
y þýðuflokkurinn hafi látið sig jafnréttismál lítt varða frá síðustu kosningum. Hér
l\ — skulu ekki fundnar sérstakar ástæður fyrir þvi en þó má furða sig á þvi að
^ £ Yl jafn jafnréttissinnaður flokkur (að eigin sögn) skuli ekki státa af einu einasta
þingmáli nema í meðflutningi annarra þingflokka. Gróflega skilið hefur
frumkvæði þingmanna flokksins ekki verið neitt. Þar fyrir utan er ekkert af
þeim málum í anda þeirra áherslna sem flokksþingið hefur sett fram í jafn-
réttismálum.
A
Iff