19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 46
Heimilisofbeldið er alvarlegt
Það þarf að stöðva ofbeldið; tryggja fórnarlömbunum öryggi; útvega þeim aðstoð, jafnt læknishjálp sem lagalega og félags-
lega og loks að koma í veg fyrir frekara ofbeldi með því að refsa ofbeldismönnunum og endurhæfa þá. Þetta er meðal þess
sem fram kom í erindi Claire Ann Smearman, bandarísks lögmanns, á fundi Kvenréttindafélagsins, rannsóknarstofu í
kvennafræðum og lagadeildar Háskóla íslands í mars sl.
Claire telur brýnt að stofna íslenska ráðgjafarnefnd um heim-
ilisofbcldi sem vinna myndi að endurbótum í samvinnu við
ýmsa fagaðila, t.a.m. fara í
herferð til að kynna almenn-
ingi staðreyndir í stað goð-
sagna urn heimilisofbeldi og
vekja fólk til meðvitundar
um alvarleika málsins.
Nefndin myndi einnig vinna
að lagabreytingum, bæta að-
stöðu heilbrigðiskerfisins til
að taka á móti fórnarlömb-
um heimilisofbeldis og koma
á fót meðferð fýrir ofbeldis-
mennina. Claire bcnti á að
hafa mætti bandaríska kerfið
til hliðsjónar, en þar eru til
fyrirmyndarreglur sem samd-
ar voru af sérfræðingum í
heimilisofbeldi. Reglurnar ná
til fjögurra sviða, í fýrsta lagi
eru refsingar og réttarfar, í
öðru lagi vernd almennings,
þá börn og fjölskyldur og loks forvarnir og meðferð.
Að skilgreina glæpinn
„Breytingar á réttarfarinu eru brýnar,” segir Clairc. Hún bend-
ir á að fjölmargar greinar ís-
lenskrar refsilöggjafar nái yfir
ofbcldi eins og það sem eigi
sér stað innan veggja heimil-
anna, samt sem áður sýni töl-
fræðin að þessum ákvæðum sé
sjaldan beitt þegar um ofbeldi
gagnvart maka er að ræða.
Það er engin skilgreining á
heimilisofbeldi í íslenskum
lögum, frekar en í Bandaríkj-
unum. Bandarísku fyrirmynd-
arlögin skilgreina hugtakið
þannig að um heimilisofbeldi
sé að ræða þegar aðili brjóti
gegn fjölskyldumeðlimi með
einhverju af skráðum atriðum
sem þegar eru sakhæf. Þannig
cr t.d. reynt að gera aðferð of-
beldismanna til að ná völdum
yfir fórnarlambinu glæpsam-
lega. Með þessu móti er komið í veg fyrir að aðilar á borð við
24 stunda krem
fyrir allar húðtegundir
Allt árið!
Utsölustaöir:
Reykjavík: Reykjav. Apótek, Austurstr.; Hárgrst. Gresika, Suðurgötu 7; Hárgrst. Kambur, Kambsvegi 18; Hárgrst.
Hótel Loftleiöir, Hárgrst. ýr, Lóuhólum 2-6; Nes-Apótek Eiöistorgi; Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg;
Fótsnst. Þórunn, Sunnuhlíö; Hafnarfjöróur: Apótek Hafnarfjaröar, Nýi Miöbær; Hárgrst. Meyjan, Reykjavíkurv. 62; Hárgrst. Björt,
Bæjarhr. 20; Akranes: Apótek Akraness, Kirkjubr. 50; Stykkishólmur: Aöalbjörg Hrafnsd.; Patreksfirói: Unnur G. Unnarsd., Sigtúni 67;
ísafjöróur: Apótek ísafjaröar, Pollag. 4; Sauóárkrókur: María Sif Gunnarsd., Grenihlíö 11; Akureyri: Snyrtivöruvers. Isabella, Hafnarst. 97
Reyóarfirói: Guöný Hauksdóttir, Vallargeröi 7; Selfoss: Snyrtist. Ólafar Bergs., Austurvegi 9; Keflavík: Snyrtist. Guörúnar, Baldursgata 2;
Einkaumboó: Elding Trading Co., Áslaug H. Kjartansson, símar; 551 5820, 551 4286; fax; 552 6295.
Nýtt frá Lumene
Vitamin-C Energy B+E
3 stig í einu
+5 bioactive minerals