19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 34

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 34
Evrópusamtök verkalýðsfélaga (ETUC) og at- vinnurekenda (UNICE, CEEP) hafa gert rammasamning um foreldraorlof sem veitir öllum foreldrum rétt til allt að þriggja mánaða orlofs til að annast börn sín. Fulltrúar bæði ASI og VSI tóku þátt í gerð samningsins. „Foreldraorlofið er Iiður í því að samræma fjöl- skylduábyrgð og þátttöku á vinnumarkaði, og jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði,“ segir Halldór Grönvold, skrifstofustjóri Alþýðusambandsins. „I samningnum er kveðið á um að hvort foreldri skuli eiga rétt á minnst þriggja mánaða orlofi frá vinnu vegna fæðingar eða ættleiðingar barns, til viðbótar hefðbundnu fæðingarorlofi. Foreldraorlofið skal taka á fyrstu 8 æviárum barnsins og er ekki framselj- anlegt milli foreldra.“ Samningurinn er rammasamningur þar sem sett eru lágmarksákvæði fyrir EES en framkvæmd og út- færsla hvíla á hverju landi fyrir sig. Með tilskipun ESB er samningurinn orðinn bindandi fyrir stjórn- völd í viðkomandi löndum. Halldór segir að nú verði verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur að hvetja í sameiningu til þess að aðildarríki samkomu- lagsins fjármagni foreldraorlofið, líkt og fæðingar- orlof, því án greiðslna sé hætt við að rétturinn verði aðeins táknrænn. „Ávinningurinn er ekki aðeins íjölskyldunnar, heldur er þess vænst að atvinnurekendur gangi ekki lengur að því vísu að það séu konurnar einar sem þurfi að taka sér frí til að sinna börnum, það geti allt eins verið karlarnir. I’etta ætti að ýta undir jafnari stöðu kynjanna á vinnumarkaði,“ scgir Halldór Grönvold. 32. Karlar eiga ekki sama rétt á fæðingarorlofi og konur og meðan svo er hljóta konur að standa verr að vígi gagnvart atvinnurekend- um. Það er ekki bara verið að skerða möguleika karlanna á að taka þátt í uppeldi barna sinna, heldur er ekki síður verið að viðhalda gamaldags viðhorfum um að konur séu óstöðugri starfskraftar og þar af leiðandi ekki eins eftirsóknarverðar til vinnu og karlar. Þær rnuni nefnilega taka fæðingarorlof en ekki þeir. Skyldi það vera þess vegna sem þær eru ekki metnar til jafns við karla í launum? Réttur foreldra til orlofs er lakastur hér Á íslandi er fæðingarorlof styst og verst greitt af Norðurlöndunum, og réttur feðra lakastur. I Danmörku hafa foreldrar sameiginlegan rétt til 28 vikna greidds fæðingarorlofs og allt að 52 greiddra vikna þar fyrir utan til umönnunar barna sinna. 1 Svíþjóð er sami réttur samtals 64 vikur, í Noregi 52 vikur og í Finnlandi 44. Hérlendis er orlofið aðeins 26 vikur, og öfugt við hin Norðurlöndin er enginn hluti þess tryggður föðurnum. I Noregi t.d. eru 4 vikur orlofsins sér- merktar pabbanum og reynslan sýnir að um 80% feðra nýta sér þann rétt. Fjöldi þeirra vex jafnt og þétt og samhliða því eykst fjöldi þeirra karla sem taka lengra orlof. Er fæðingarorlof karla í augsýn? Tillögur um að karlar fengju sjálfstæðan rétt til tveggja vikna fæðing- arorlofs voru til umfjöllunar í vetur í nefnd heilbrigðis- og trygginga- ráðherra um breytingar á lögum um fæðingarorlof, en nefndin náði ekki samkomulagi um tillögur. Einhver von er þó til þess að málið verði tekið upp, því á fundi hjá sjálfstæðum konum í apríl sl. lýsti Davíð Oddsson, forsætisráðherra, því yfir að fæðingarorlof karla yrði staðreynd á þessu kjörtímabili. Jafnframt sagði hann að þótt hann vildi varast að þenja velferðarkerfið of mikið út, væri þetta það mik- ilvægt atriði að leita yrði leiða til að skera niður annars staðar á móti. Feðraorlof er mannbætandi! Karlar scm hafa tekið foreldraorlof eiga auðveldara með að takast á við krítísk vandamál í daglegu lífi, segir sænski ráðgjafinn Göran Wimmerström. Hann fullyrðir að líta megi á feðraorlof sem nám- skeið í persónulegum tengslum og tilfinriingalífi. Þegar karlar hafi prufað að vera heima með börn sín, allan sólarhringinn í margar vik- ur, verði þeir tilfmninganæmari og eigi auðveldara með að skilja hvað börnin vilja, þótt þau tjái sig ekki með orðum. „Allt samfélagið yrði öðruvísi ef feður væru heima með börnum sínum um einhvern tíma,“ segir Göran. I könnun sem gerð var í Svíþjóð 1991 kom í ljós að þeir feður sem tóku fjögurra vikna fæðingarorlof, sögðust vera einmana og hafa misst samband við vini og félaga. Þeir fcður sem voru lengur heima voru hins vegar ánægðari, þeim fannst sambandið við barnið nánara og upplifðu sig jafnmikilvæga fyrir barnið og móðirin. Sambandið við umheiminn skipti þá ekki eins miklu rnáli. Göran segir mikilvægt að auðvelda feðrum að vera heima með börnum sínum, börnin þurfi á föður sínum að halda og móðirin þurfi á því að halda að komast frá. Það þurfi því að breyta kerfinu sem fyrst. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar Hjá Reykjavíkurborg er í gangi merkt tilraunaverkefni um fæðingar- orlof karla. Átta karlar sem starfa hjá borginni eru heima með nýfædd börn sín og fá greidd fúll laun á meðan, rétt eins og um mæður væri að ræða. Verkefnið er styrkt af aðgerðaráætlun Evrópusambandsins í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.