19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 36

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 36
/ Sænski fræðimaðurinn Hanna Wcstberg hefur rannsakað hvaða eiginleika fólk tengi öðru hvoru kyninu. Það kont henni ekki á óvart að fólk tengdi fingrafimi við konur og tækni- þekkingu við karla. En henni fannst ekki jafnsjálfgefið að trú- mennska, áreiðanleiki, virðing fyrir sjónarmiðum annarra, að- lögunarhæfni og hjálpsemi skyldu vera álitnir kvenlegir eigin- leikar, en hæfileikinn til að verja sjónarmið sín, sjálfstæði, leið- togahæfileikar, vilji til að taka áhættu, hæfni til að taka ákvarð- anir og ráðríki karllegir eiginleikar. Hanna bendir á að þegar atvinnurekendur setjist niður til að skrifa atvinnuauglýsingu þar sem lýst er eftir ákveðnum eigin- leikum, sjá þeir strax fyrir sér annað lcynið frekar en hitt. Þannig sé kynjaskiptingu starfa á vinnumarkaði viðhaldið í gegnum ímyndir. Rannsóknir Hönnu Westberg sýna að kynjaskipting starfa í Svíþjóð hefur haldist að mestu óbreytt frá 1960 og gera má ráð fyrir að sömu sögu megi segja um ísland. Kannski er lykillinn fólginn í því að læra að meta kvenlega og karllega eiginleika til jafns, hversu ólíkir sem við ímyndum okk- ur að þeir séu... ■ Cndurmat á störfum Kynhlutlaust starfsmat hefur verið nefnt sem leið til að koma í veg fyrir kynjamisrétti í launum. Starfsmatið er tæki til að meta gildi starfa þvert á starfsgreinar og bera saman ólík störf þar sem karlar eða konur eru í meirihluta. Anita Harriman, hagfræðingur sænsku vinnumarkaðsstofn- unarinnar, stýrir rannsóknar- og þróunarverkefni um starfs- mat. Hún segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að hrinda verkefninu af stað, þar sem launamunur kynjanna hafi verið að aukast í Sví- þjóð. Til verkefnisins er varið sem svarar til rúmra 200 milljóna íslenskra króna, enda líta Svíar á misrétti í launum sem gríðar- lega brýnt úrlausnarefni. Markmið verkefnisins er að þróa ókynbund- ið starfsmat sem er nógu sveigjanlegt til að henta öllum starfsgreinum. Anita segir að ætl- unin sé að leggja mat á störf út frá nokkrum forsendum: I fyrsta lagi kunnáttu eða þekk- ingu, í öðru lagi líkamlegu og andlegu álagi, í þriðja lagi ábyrgð, og loks vinnuaðstæðum. Hún ítrekar að margar leiðir séu farnar til að meta færni fólks, en til að jafna stöðu kynjanna sé mikilvægt að taka tillit til allra þátta; ekki síður félagslegrar færni en Iíkamlegra burða og menntunar. Anita bendir líka á að þegar fólk er beðið tim að lýsa starfi sínu, hafi karlar til- hneigingu til að gcra sem mest úr verkum sín- um en konur gefi hógværa og varfærnislega lýsingu. Þetta geti komið niður á konum þeg- ar kemur að laununum. Anita segist vonast til þess að starfsmatið geti átt þátt í að breyta hefðbundnu launakerfi en bendir á að það geri það ekki eitt og sér, einnig þurfi að reyna á jafnréttislögin fýrir dómi. Starfsmat á íslandi Hér á landi hefur undirbúningur að tilraunaverkefni um starfs- mat verið í gangi frá því snemma árs 1996. Verkefnisstjórinn heitir Margrét Erlendsdóttir og segir hún að ætlunin sé að not- ast við sænska kerfið sem Anita Harriman hefur unnið að, cnda hafi það gefið góða raun í Svíþjóð. Margrét segir að megintil- gangurinn sé að að kanna hvernig slíkt kerfi geti nýst okkur til að raða launum innbyrðis á vinnustöðum og draga fram þá þætti sem hingað til hafa ráðið launamyndun. Hún bendir sem dæmi á að í vinnuumhverfi karla sé oft talað urn óhreinindi, eins og olíu og sót, sem eru sjáanleg, og greitt er óhreininda- álag út af. Samtímis fái konur sem vinni t.a.m. í heilbrigðisþjónustu ekki greitt slíkt álag þótt þær fáist við ýmiss konar úrgangs- efni. Að sögn Margrétar hafa undirtektir ver- ið jákvæðar þar sem starfsmatsnefndin hefur leitað íýrir sér. Sá 11-14% launamunur sent eingöngu skýrist af kynferði sé ekki endilega meðvitaður, og menn hljóti að vilja uppræta hann. Starfsmatsverkefnið er á vegum félagsmála- ráðuneytisins en þátttakendur eru auk þess fjármálaráðuneytið, Jafnréttisráð, Reykjavíkurborg, ASÍ, BHM og BSRB. Reiknað er með að fjögur fýrirtæki taki þátt í tilraun- inni sem standa mun í eitt til eitt og hálft ár. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.