19. júní - 19.06.1997, Page 15
Erla Ragnarsdótir hefur velt því fyrir sér hvers vegna fjölmiðlarnir sinni
kvennaíþróttum ekki almennilega. Hún leitaði svara hjá Skapta Hallgrímssyni,
fréttastjóra íþróttadeildarinnar á Mogganum.
Margir eru þeirrar skoðunar að kvennaíþróttir hafi lítið vægi
í íslenskum fjölmiðlum. Enn fleiri telja sjálfsagt að nóg sé
af slíkri umfjöllun; kvennaíþróttir séu einfaldlega ekki þess virði
að horfa á né fjalla uni. Staðreyndin er þó sú að konur stunda
íþróttir til jafns við karla. Nýafstaðin bikarkeppni í handknatt-
leik kvenna sýnir mikinn áhuga á kvennaíþróttum en í síðasta
leik Hauka og Stjörnunnar troðfýlltu stuðningsmenn liðanna
íþróttahúsið í Garðabæ. Umíjöllun fjölmiðla urn leikinn var
óvenju góð; Ríkissjónvarpið breytti áður auglýstri dagskrá og
sýndi síðari ltálfleik beint, eftir rniklar áskoranir, og umfjöllun
blaðanna var víðamikil.
En hver er ástæðan fyrir því að umfjöllun unt íþróttir kvenna
á yfirleitt ekki upp á pallborðið hjá íslenskum fjölmiðlum? Er
þar um að kenna áhugaleysi fjölmiðlamanna sjálfra, almennings,
íþróttafélaganna eða kvennanna? -Og hvert er vald fjölmiðla tíl
að skapa stemmningu í kringum íþróttina sjálfa og einstaka
íþróttaviðburði?
„Eg skal vera fýrsti rnaður til að viðurkenna að við fjöllum
meira um karlaíþróttir en kvennaíþróttír,“ segir Skapti Hall-
grímsson, hjd íþróttadeild Morgunblaðsins. „Og það er ekkert
óeðlilegt, það er ekki hægt að skipta umfjöllunni til helminga.
Karlaíþróttir eru miklu vinsælli og því er öll umfjöllun um þær
eftirsóknarverðari, hvort sem það er viðurkennt eða ekki. Það
er meiri spenna í kringum karlanna og okkar val byggist rnikið
til á því. Áhorfendatölur segja að fleiri horfi á karlaíþróttir en
kvennaíþróttir, því fólk vill vera þar sem spennan er og þar held
ég að áhrif okkar skipti engu máli.“
Skapti segir að handbolti kvenna, einkurn bikarkeppnin, hafi
fengið mikla umfjöllun hjá blaðinu. “Við fjölluðunt miklu
meira um úrslitaleikinn í handbolta kvenna heldur en karlaleik-
inn,” segir hann. „Eg sá báða þessa leiki þar og kvennaleikur-
inn var einfaldlega miklu skemmtilegri.” Skapti segir að
kvennaknattspyrnunni hafi einnig verið vel sinnt, þó segja megi
að þar skemmi hinir miklu yfirburðir Breiðabliks fýrir. -Það hafi
ekki verið mikil spenna í kringum lslandsmótið.
En ástæðurnar liggja ekki bara hjá fjölmiðlunum að mati
Skapta. Hann telur að margir þættir liggi að baki áhugaleysinu;
konur virðist ekki taka íþróttirnar nógu alvarlega, þótt reyndar
nokkur lið, t.d. í kvennahandboltanum geri það. Þær segi sjálf-
ar að ýmislegt annað glepji og hlutirnir hafi annan forgang.
„Þær eru kannski rneiri áhugamanneskjur, ef það má orða það
þannig,” segir Skapti. “það er sáralítill peningur í kvennaíþrótt-
um og allt starf kvenna innan íþrótthreyfingarinnar nánast sjálf-
boðaliðastarf, fýrir utan kannski frjalsíþróttírnar, til dæmis fá
Guðrún Arnardóttir og Jón Arnar sambærilegan styrk frá frjáls-
íþróttahreyfingunni.”
“Sé litið á stóratburði eins og Ólympíuleikana, fá konur
mikla umfjöllun,” heldur Skapti áfram. “Þar eru afreksmenn og
þá er ekki fjallað um konur eða karla, heldur bestu íþróttamenn
heims sem einstaklinga. Staðreyndin er reyndar sú að við eigurn
fáar afrekskonur á íslandi og umfjöllunin er þar af leiðandi
minni. Fólk vill lesa um afreksfólk.”
Skapti viðurkennir að umfjöllun um kvennaíþróttir hafi ekki
verið nægjanleg í fjölmiðlum. Hann bendir þó á að Gunnar Val-
geirsson, doktor í félagsfræði, hafi skrifað doktorsritgerð, þar
sem meðal annars hafi kotnið fram að íslenskir fjölmiðlar, a.rn.k.
Morgunblaðið, standi mun betur að vígi en sambærileg blöð
erlendis.
“Það hefur oft verið sagt að fjölmiðlar eigi stóran þátt í að
konur taki síður þátt í íþróttum eða hætti frekar eins og virðist
vera raunin með stúlkur á unglingsaldri. Sagt er að fjölmiðlarn-
ir eigi þátt í að skapa fýrirmyndir og að kvenfýrirmyndirnar séu
ckki fýrir hendi og hvatning því ckki til staðar. Eg scgi á móti
að karlíþróttamenn gcta alveg verið fýrirmyndir fýrir stclpur
cins og stráka. Eg tel því að kynjaskiptingin þarna skipti cngu
máli. Afrck á sviði íþrótta auka áhuga bæði hjá strákum og
stclpum almennt,” segir Skapti Hallgrímsson að lokunt. ■
Árið 1991 kannaði Rannsóknastofnun uppeldis og menntamála vægi kvennaíþrótta í
islenskum fjölmiðlum. Pá nam efni um kvennaiþróttir um 10% af öllu iþróttaefni. í júlí
1994 voru íþróttafréttir Ríkissjónvarpsins teknar fyrir í könnun Skáís og kom þar meðal
annars fram að líkurnar á að konur væru teknar í viðtal væru 17% á móti 83% hjá
körlum. RUM er með könnun í gangi þessa dagana og munu niðurstöður hennar birtast
í lok sumarsins. Óhætt er að fullyrða að hlutfallið hefur litið breyst, þvi áætlaö er að nú
nemi umfjöllun um kvennaiþróttir um 20% af þvi efni sem er á boðstólum.