19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 59
Síðastliðið vor var ár liðið frá því Hildur Jónsdóttir var ráðin jafnréttisráð-
gjafi Reykjavíkurborgar. Um sama leyti var samþykkt jafnréttisáætlun sem
gildir frá 1996-2000, og ákveðið var að styrkja jafnréttisnefnd borgarinnar.
Nú er einn borgarfulltrúanna, Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður nefndar-
innar en jafnréttisráðgjafinn starfar náið með henni. Þetta, og margt fleira,
fékk Linda H. Blöndal að vita þegar hún heimsótti Hildi í ráðhúsið.
Ijafnréttisáætluninni eru sett fram markmið sent varða
starfsmannamál, almenna fræðslu, skólamál, atvinnu-
mál og fjölskyldumál. Markmiðið er eins og þar segir:
„að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla í Reykjavík
og jöfnurn möguleikum kynjanna til að nýta sér það
lagalega jafnrétti sem er til staðar“. Þar er sömuleiðis
lögð áhersla á að flétta jafnréttismálin á þann hátt inn í
starfsemi borgarkerfisins og líf borgarbúa að þau verði
eðlilegur þáttur þess.
Til að ýta undir skipulagt jafnréttisstarf um allt borg-
arkerfið eiga fyrirtæki, stofnanir, nefndir og ráð borg-
arinnar í upphafi hvers árs að gera starfsáætlun til að ná
yfirlýstum markmiðum jafnréttisáætlunarinnar. Að
sögn Hildar er lykilorðið þátttaka. Mælt er með því að
starfsáætlanirnar séu unnar af starfshópum með þátt-
töku beggja kynja og sem víðast úr viðkomandi stofn-
un. I því felst nt.a. að starfsfólk er í aðalhlutverki við að
korna með tillögur og nteta stöðuna þegar gerð er
starfsáætlun fyrir vinnustaðinn.
Oft vita stofnanir ekki hvar þær eru í raun og veru
staddar gagnvart jafnréttismarkmiðum. Það kallar
beinlínis á úttekt á hverjum stað til að komast að því
hverjar þarfirnar eru og hvar tækifærin liggja. Hafa
nokkrar stofnanir t.d. gert viðhorfskannanir meðaj
starfsfólks til að grafast fyrir um á ltvað það vill leggja
mesta áherslu. Skoðun Hildar er sti að með þessunt
vinnubrögðum verði þær aðgerðir sem valdar eru af
hverri og einni stofnun frekar raunhæfar og slíkt er að
sjálfsögðu forsenda fyrir árangri. I lok ársins skulu
stofnanir gera jafnréttisnefnd og jafnréttisráðgjafa
grein fyrir stöðu rnála hjá sér. Þar sem áætlunin tók
gildi síðastliðið vor þá er ekki enn komið að þeirri árs-
lokaúttekt sent mun að öllum líkindum skerpa sýn fólks
á hvernig staðan er innan stofnana borgarkerfisins.
Starfsáætlun, starfsfólk, stuðningur
Á miðjum gildistíma áætlunarinnar, þ.e. ‘98, skal gerð
könnun á því hvaða áhrif jafnréttisáætlanir og jafnrétt-
isstarf á vegum borgarinnar hafa haft á stöðu jafnrétt-
ismála. Með því á að fást betri heildarsýn á árangur
áætlunarinnar og hvernig borgarstofnunum hefúr tek-
ist að ná markntiðum hennar. Santkvæmt Hildi er uni
leið verið að leita að góðurn mælikvarða til að meta
hvar hinar ólíku stofnanir borgarinnar eru staddar í
vinnu sinni að afnámi kynjamismununar.
Jafnréttisáætlun af þessu tagi er í raun fyrsta sinnar
tegundar og markvisst starf og reglulegt yfirlit með
jafnréttismálum þannig nýkomið á. Upphaf þess rná
rekja til jafnréttisfulltrúa sem ráðinn var til borgarinnar
í hálft starf 1994. Staða núverandi jafnréttisráðgjafa er
umfangsmeiri og heyrir undir embætti borgarritara.
Ráðgjafinn er bæði framkvæmdaraðili borgaryfirvalda
og stefnumótandi í jafnréttismálum. Stefnumótunin
má segja að felist i þeirri frumkvæðisskyldu sem á ráð-
gjafanum hvílir; hann verður að vera tilbúinn að benda
á þau tækifæri sem birtast. Hildur leggur áherslu á að
eftirfylgni af hálfu jafnréttisráðgjafa sé ein meginfor-
sendan fyrir því að jafnréttisáætlanir verði raunhæfur
kostur til að leiðrétta stöðu kvenna. Hún bendir á að
borgaryfirvöld hafi skapað ákveðin skilyrði svo árangur
náist . Þessi skilyrði felist í þrennu: Að til sé metnaðar-
full starfsáætlun, starfsfólk til að framkvæma hana og
stuðningur frá borgaryfirvöldum. Það er allt þetta eða
ekkert ef vel á að takast - ef jafnréttisáætlunin á að skila
okkur betri borg. En svo vitnað sé í orð Hildar „þá
virkar ekkert af sjálfu sér“. Með aðgerðarleysi förunt
við þangað sem vindurinn ber okkur en rneð aðgerð-
unt ráðum við sjálf hvert við höldunt.
Starfsmat og endurskoðun
jafnréttisfræðslu
Eitt af því sem kveðið er á um í áætluninni er að fram-
kvæma skuli kynhlutlaust starfsmat á vegum borgarinn-
ar. IJar segir að athuga skuli hvort slíkt geti „dregið
frarn þætti í hefðbundnum kvennastörfum sem hingað
til hafa verið vanmetnir“. I samræmi við þetta tekur
Reykjavíkurborg þátt í tilraunaverkefni í samstarfi við
aðila vinnumarkaðarins, félagsmálaráðuneytið, Jafn-
réttisráð o.fl. í þessu verkefni leggur Reykjavíkurborg
til tvö fyrirtæki og starfsmann til að vinna við matið.
Þegar þetta er skrifað er ekki enn ákveðið hvaða fyrir-
tæki þetta eru en að öllum líkindum er um að ræða
stofnun þar sem eru mörg hefðbundin kvennastörf og
önnur sem tilheyrir karlageira atvinnulífsins. Megintil-
gangurinn með verkefninu er samkvæntt Hildi að afla
þekkingar á starfsmatsaðferðinni og bera saman hefð-
bundin kvenna- og karlastörf. I lokin verður metið
hvort ástæða sé fyrir borgina að halda tilrauninni áfrarn
á eigin vegum og gera þá verkefnið víðtækara. Önnur
markmið í áætluninni snúa að skóla- og fræðslumálum
og má í því efni nefna að Fræðslumiðstöð Reykjavíkur-
borgar er nú að taka jafnréttisfræðslu í grunnskólum til
endurskoðunar og efnir auk þess til námskeiða fyrir
kennara til að efla jafnréttisfræðslu í grunnskólunum.
Það sem greinarhöfundi finnst hins vegar öðru fremur
markvert við innihald jafnréttisáætlunarinnar er sá kafli
sem fjallar urn skyldu jafnréttisráðgjafa til að veita
borgarbúum liðveislu í jafnréttismálum. ■
af sjálfu $ér"
37