19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 42
Eru unglingarnir ■■ Orstutt skoðanakönnun um jafnréttismál var lögð ryrir nem- endur í 8.-10. bekk í einum af grunnskólum borgarinnar. AUs svöruðu 107 nemendur, 56 strákar og 51 stelpa. Spurt var: 1. Hefurðu einhvern tímann velt jafnréttismálum fyrir þér? -Finnst þér vera jafnrétti á Islandi? 2. Heldur þú að konur og karlar eigi jafna möguleika á að starfa við það sem þau langar til? 3. Finnst þér að þau eigi að hafa jafna möguleika á að starfa við það sem þau langar til? 4. Finnst þér að konur og karlar ættu að fá jafnhá laun fyrir sarns konar störf? 5. Heldur þú að konur og karlar fái alltaf jafnhá laun fyrir sams konar störf? 6. Finnst þér konur geta unnið öll sömu störf og karlar? Ef ekki, hvaða störf geta þær ekki unnið? Finnst þér vera ein- hver störf sent karlar geta ekki unnið? 7. Finnst þér að konur og karlar eigi að taka jafnan þátt í heimilisstörfum? Heldurðu að þau geri það almennt? 8. Finnst þér að feður og rnæður eigi að taka jafnan þátt í barnauppeldinu? Heldurðu að þau geri það almennt? 9. Heldurðu að stelpur og strákar eigi jafna mögu- leika á að læra það sem þau vilja? 10. Hvað langar þig til að verða þegar þú verður stór? Vissulega er þetta óformleg og óvísindaleg viðhorfskönnun, en hún vekur mann samt til umhugsunar, því svo virðist fræðsl- an um stöðuna í samfélaginu hafi eitthvað skolast til. Fáir nem- endur í 8. bekk höfðu velt fyrir sér jafnréttismálum, en þeim fjölgaði þegar kom í 10. bekk. I’ó voru það miklu frckar stelp- ur sem höfðu velt þcssu fyrir sér en strákar. Þeir sem á annað borð höfðu hugsað málið svöruðu flestir að ekki væri jafnrétti á íslandi. I’eir sem voru á því að hér væri jafnrétti, merktu hins vcgar allir nei við spurninguna um hvort þeir hefðu velt jafn- réttismálum fyrir sér. Hvað geta konur/karlar ekki? Meðal þess sem nefnt var að konur gætu ekki orðið var járn- smiður, múrari, vélvirki, sjómaður, öryggisvörður og útkastari á tónleikum, auk þess gætu þær ekki verið í þungaflutningum eða byggingarvinnu. Karlar voru ekki taldir geta orðið flugfreyjur, barnapíur, leik- skólakennarar, Ijósmæður, handavinnukennarar, ritarar eða stripp-dansarar. Einn nefndi líka heimilisstörf og annar vændi. 46- Suinir voru með kynskiptu hæfilcikana á hreinu: Konur gcta ekki unnið störf sem krefjast líkamlegra krafta. Karlar geta ekki unnið ntjög fíngerð nákvæmnistörf. Þeir eru svoddan klunnar. (16 ára stelpa). Konur geta ekki unnið störf sem krefjast líkamlcgs atgervis. Karlar geta ekki unnið störf sem krefjast kvcnlcgs innsæis. (16 ára strákur). Allir nemendurnir töldu að konur og karlar ættu að fá jafnhá laun fyrir sains konar störf, en nær undantekningarlaust töldu þeir að sú væri ekki raunin. 13 strákar, eða nærri fjórðungur þeirra, töldu að kynin ættu ekki að taka jafnan þátt í heimilisstörfúnum. Allar stelpurnar vildu hins vegar jafna verkaskiptingu við heimilisstörfin. I’eir sent vildu skipta þátttökunni voru Iangflestir á því að það væri ekki gert jafnt í dag. 6 strákar vildu ekki skipta barnauppeldinu jafnt og ein stelpa. Nokkuð jafnt skiptist hins vegar hvort krakkarnir töldu foreldra í dag taka jafnan þátt í uppcldinu. Hvað vilja krakkarnir verða? Nær undantekningarlaust ætluðu krakkarnir í framhaldsnám. Nokkuð fleiri stelpur vildu verða læknar en nærri jafnt hlutfall ætlaði út í lciklist eða lögfræði. Algengt var að stelpurnar lang- aði að verða hjúkrunarkonur eða flugfreyjur cn strákana að verða flugmenn eða tölvufræðingar. Ef um iðnnám var að ræða völdu stelpurnar fatahönnun eða hárgreiðslu en strákarnir srníðar eða kokkinn. I’rátt fyrir þessa „gömlu“ skiptingu töldu nær allir að stelpur og strákar hcfðu jafna möguleika á að starfa við það sem þau langaði til og læra það sem þau vildu. Nokkrir kusu að svara spurningunni huglægt; strákar svör- uðu „ríkur“ og stelpa sagðist ætla að verða betri manncskja, hvort sem það segir eitthvað um mismun kynjanna. I’essi svör hljóta að benda til þess að hefðir og ímyndir ráði miklu um hugmyndir krakkanna um eigin möguleika. I’að þarf augljóslega að beina athygli þeirra að því að starfsval er ckki kynbundið. -Eða er það svo? Enn eru t.d. 95% nemenda í hjúkrunarfræði konur og enn eru það bara stelpur sem langar í hjúkrunarfræði. Er ekki ljóst að hcfðirnar breytast ekki fyrr en kvennastéttum er lyft til jafns við sambærilegar karlastéttir? ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.