19. júní


19. júní - 19.06.1997, Side 78

19. júní - 19.06.1997, Side 78
Norrænt „mainítreaming" verkefiii Noröurlöndin hafa unnið saman að því að þróa sýn á jafn- réttismál og skapa sameiginlegan grundvöll fyrir framtíð- arsamstarf á evrópskum og alþjóðlegum vettvangi. Nýverið var hrint af stað svokölluðu „mainstreaming" verkefni, sem gengur út á að koma umræðu og aðgerðum um jafnrétti inn á öllum stigum ákvarðanatöku. Marianne Laxén, jafnréttis- fulltrúi norrænu ráðherranefndarinnar, segir aö hugmyndin sé að gera fólk meðvitað um jafnrétti svo að þeir sem taki ákvarðanirnar taki alltaf tillit til beggja kynja. Það þurfi að sýna fram á að fleira fólk en fertugir karlar getur setið í nefndum og ráðum. Verkefnið mun standa í þrjú ár og er því einkum ætlað að taka til æskulýðs- og atvinnumála. Því á að ljúka með aðgerðaáætlun um jafnrétti innan stjórna og ráða. Einnig á að þróa jafnréttiskennslu fyrir fólk í stjórnunarstöð- um. Þrátt fyrir að Norðurlöndin hafi orð á sér fyrir að vera langt komin á sviði jafnréttismála er ástandið ekki sem best innan norræna samstarfsins. Sem dæmi má nefna að aðeins 3 af embættismannanefndum norræna ráðherraráðsins 1996 höfðu jafnt kynjahlutfall, í 13 nefndum voru karlar í meiri- hluta og 4 voru algerlega kvennalausar. í 23 stjórnum sam- norrænna stofnana var kynjahlutfall jafnt, í 23 voru karlar í miklum meirihluta og i 11 stjórnum var engin kona. Marianne Laxén fullyrðir að þessum hlutföllum megi auð- veldlega breyta, sé fyrir hendi pólitískur vilji til þess.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.