19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 47

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 47
lögreglu, saksóknara og dómara geti vikið sér undan því að tala um ofbeldi fyrir það eitt að það eigi sér stað innan veggja heim- ilisins. Lögreglan þarf að bregðast rétt við Claire segir að búa þurfi til starfsreglur fyrir lögregluþjóna um viðbrögð við heimilisof- beldi. I’eir verði skyldugir að handtaka brotamann hvenær sem talin er ástæða til að ætla að ofbeldi hafi átt sér stað. (Sem einnig mætti orða að þeim beri skylda til þess, nema rnjög skýr rök mæli gegn hand- töku). Það þurfi að veita lögreglumönnum leyfi til að fjarlægja fórnarlambið og börn af svæðinu, flytja þau í athvarf eða undir læknishendur eftir atvik- um. Lögreglan verði að geta látið fórnarlambið fá skriflegar upplýsingar um lagalegan rétt sinn, réttar- úrræði, og þjónustu sem hægt er að fá, þar með talið vernd. Lolcs þurfi að gera öll vopn sem beitt var upptæk. „Auk breytinga á lögum og starfsháttum lögreglu, þarf að sinna ákæruhliðinni,“ segir Claire. „I Bandaríkjunum er stórum hluta mála er varða heimilisofbeldi vísað frá og rannsóknir hafa sýnt að oft eru saksóknarar haldnir sönui fordómunt um hina dæmigerðu „börðu konu“ og almenningur, þ.e. að aðeins ákveðnar týpur kvenna gcti orðið fyrir barðinu á ofbeldi eða kalli hreinlega á ofbeldi. Staðreyndin er hins vegar sú að heim- ilisofbeldi á sér stað í öllum stigunt þjóðfélagsins.” Claire hefur kannað tölfræðilegar hliðar á heimilisofbeldi hér og komist að því að ntjög sjaldan er ákært. Hún segir því mik- ilvægt að þjálfa upp sérstaka deild innan saksóknaraembættisins sem hefði þekkingu á heimilisofbeldi og tæki mál fyrir án þess að láta blekkj- ast af „ímynd hinnar börðu konu“. Hvað þarf að gera? „Hvað fórnarlömbin varð- ar þarf að konta þeim í ör- uggt skjól og veita þeirn strax alla nauðsynlega að- stoð,“ segir Claire og bendir á að á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, eða Borgar- spítalanum, sé starfrækt mjög góð neyðarmóttaka fyrir fórnarlömb nauðgana, sem auðveldlega rnegi víkka út og láta líka ná til fórnarlamba heimilisof- beldis. A landsbyggðinni þurfi sérþjálfað hjúkrunar- fólk alltaf að vera til taks. „Hins vegar, hvað of- beldismennina varðar, hafa bandarískar rannsóknir sýnt að refs- ing, ein og sér, nægir ekki til að breyta hegðun og hugsanahætti þeirra. Það verður að vera hægt að senda þá í einhvers konar meðferð og endurhæfingu," segir Claire Ann Smearman að lokunt. ■ Heimilisofbeldi er til staðar hérlendis. Nýleg könnun sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið bendir til þess að hátt í 1100 íslenskar konur hafi mátt þola ofbeldi af hendi núverandi eða fyrrverandi sambýlismanns eða eiginmanns á sl. ári, þar af hafi um 750 búið við síend- urtekið ofbeldi. Jafnframt má telja að um 650 karlar hafi verið beittir ofbeldi af núverandi eða fyrrverandi maka. Um er að ræða allt frá vægu ofbeldi, t.a.m. hrindingum upþ í mjög gróft ofbeldi, svo sem voþnaðar árásir og nauðganir. Þær konur sem beittar voru ofbeldi voru flestar á aldrin- um 35-44 ára, og er hlutfall þeirra svipað, sama hver menntun þeirra er eða atvinna. Ljóst þykir þvi að skýr- ingar á ofbeldinu sé ekki að finna í einstaklingsbundn- um einkennum eða félagslegum aðstæðum þolendanna. Vinnum saman Gr&öum íslcmd Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða upp mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Hagstætt verð. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður. Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 487 5500. Símbréf 487 5510 Kvenlögregla í Brasilíu Nokkur ár em liðin síðan Brasilíumenn stofnuðu sérstaka kvenlögreglu. í höfuðborginni, Brasilíuborg, em nú tvær lög- reglustöðvar þar sem eingöngu konur sjá um öll störf. Þar sjá vopnaðar konur í skotheldum vestum um götulífið og innan dyra er allur rekstur í höndum kvenna. Kvenlögreglan var stofnuð til að koma til móts við konur sem lent hafa í ofbeldismálum eða nauðgunum, einkum innan veggja heimilisins, og þykir þessi tilraun hafa tekist vel. Bæði lögreglukonurnar og þær konur sem leitað höfðu aðstoðar þeirra láta vel af þessu fyrirkomulagi. Þær segja kvenlög- reglustöðvarnar auðvelda konum að leita sér aðstoðar, því þær eigi ekki auðvelt með að fara inn á lögreglustöðvar þar sem nær eingöngu em karlar, og kæra nauðgun eða aðrar persónulegar árásir. Konur sem leitað höfðu til lögreglu vegna heimilisofbeldis bentu einnig á að kvenlögregluþjón- ar meðhöndluðu málið á annan hátt, þ.e. karlar sem beittu ofbeldi ættu ekki eins auðvelt með að „tala lögregluna á brott" þegar konur mættu á svæðið. ■ 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.