19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 54
Þröstur Harðarson, heimavinnandi húsfaóir og
tónlistarmaður:
Svarið við því er nei. Ég ætla að vitna í frétt sem nýverið var flutt í hádegisfréttum útvarps
þar sem sagt var frá því að kostnaður á hvern nemanda við Háskóla íslands hefði lækkað
þrátt fyrir aukinn fjölda nemenda, sem orsakaðist meðal annars af því að kvenkennarar eru
orðnir fleiri. Fyrir utan síðan lágu launin sem tíðkast í heilbrigðisgeiranum og í
umönnunarstörfum í landinu.
Þetta kemur kannski með meiri Evrópusamruna. Þar eru staðlaðar reglur sem ísland þarf að
fara eftir og það mun kannski hjálpa okkur að nálgast takmarkiö.
Þórarinn Magnússon:
Nei, það vita það allir að konur eru ekki komnar í sama launaflokk og karlar og svo jafnast
það kannski upp annars staðar, kannski hafa konur meiri rétt til barna en karlar. En
launalega séð er ekki jafnrétti á íslandi.
Hvar strandar? Konur eru óöruggari vinnukraftur en karlar, þær eru óæskilegri vinnukraftur
á vissum aldri. Þetta hlýtur að stjórnast af hagsmunum atvinnurekenda. Þeir ráða ferðinni,
eða þetta klassíska, framboð og eftirspurn.
Jóhanna Marteinsdóttir:
Nei, tökum bara launamálin sem dæmi. Ég finn fyrir því daglega á mínum vinnustað.
Við konur erum bara ekki nógu ákveðnar í að beijast fyrir okkar rétti. Við mættum vera mikla
ákveðnari í því. Ég hef engar patent lausnir á þessu, við erum alltaf að reyna en við virðumst
bara ekki komast alla leið.
52