19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 45

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 45
áhrif á það sem athugað er og öfugt. Aðferðin er óháð athug- anda og verður einungis fyrir áhrifum ytri afla. Hins vegar, allt frá því að Kuhn sendi frá sér bók sína The Structure of Sci- entific Revolution, 1962, hefur það verið nokkuð viðurkennd skoðun að aðerðirnar verða aldrei alveg óháðar athuganda. Vís- indin verða ekki tekin úr samhengi við samfélagið á hverjum tíma, menningu og trú. I’etta samspil samfélags og vísinda hef- ur hins vegar minna verið athugað í tengslum við kynímynd samfélagsins. Hin vísindalega aðfcrð hefur teygt sig víða og ver- ið lykilatriði í athugun okkar á öllu sem beint eða óbeint tengist mannlegu samfélagi. Á vísindalegan hátt heíúr verið sýnt fram á liver kynhlutverk forfeðra okkar voru og viti menn, hlutverk karla og kvenna hafa verið þau sömu frá upphafi. Gndurskoðun forn- leifafræðinnar Konur innan fornleifafræð- innar í Norður Ameríku ltafa nú síðustu ár verið að taka til endurskoðunnar fyrri túlkanir á merkum fornleifafúndum. Ymislegt hefur komið í ljós við þá endurskoðun. Við túlkun á kynskiptum hlutverkum forfeðra okkar hefur aldrci verið byrjað á núllpunkti heldur ávallt gengið út frá fyrirfram ákveðnum hug- myndum um konur og karla. Grafir með vopna- btmaði eru yfirleitt taldar tilheyra körlum án frekari skoðunar. Gengið er út frá því að öll meiri háttar hlut- verk innan samfélaga for- feðra okkar hafi tilheyrt karlmönnum án þess að nokkuð sé í raun sem bendir til þess frekar en að þessi hlutverk hafi verið í höndurn kvenna. Sumir fornleifafræðingar sem hafa verið að athuga þessi mál hafa gengið svo langt að fullyrða að við geturn fullteins byrjað upp á ný að túlka söguna. Ástæðan sé sú að að túlkunin hafi byggt á fyrirfram ákveðnum skilgreiningum um kynjamun sem á kannski ekkert skilt við samfélög fyrri tínta. Óvirku stúlkurnar I rannsóknum á kynjamun innan félagsvísindanna hefúr þessi fyrirfram ákveðna kynhugmynd ekki síður haft áhrif á túlkun niðurstaðna sem og þær aðferðir og skilgreiningar sem notaðar eru. Því hefur yfirleitt verið haldið frarn að konur vanmeti getu sína og séu þar með að sýna frávik frá „eðlilegri” hegðun á meðan karlar hafi nokkuð góða sjálfsmynd og „eðlilegt” mat á getu sinni. Það er hins vegar margt sem bendir til þess að það séu í raun konur sem raunsætt nteti færni sína en karlar fari jafn- an í það að ofmeta hvað þeir séu færir um. Að sarna skapi hafa niðurstöður rannsókna á virkri hegðun drengja og stúlkna verið túlkaðar sem svo að hegð- un stúlkna sé óvirk en hegðun drengja virk. 1978 Gerðu Jacklin og Maccoby rannsókn þar sem tcngsl hegðunar barna við kyn leikfélaga þeirra voru at- huguð. Niðurstöður þess- arar rannsóknar sýndu að í leik tveggja stúlkna kom sjaldnar fram óvirk hegðun heldur en í leik tv'eggja drengja. Hins vegar þegar börn af gagnstæðu kyni voru pöruð saman kom frarn óvirk hegðun hjá stúlkum. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að stúlkur séu í eðli sínu ekki óvirkari heldur korni slík hegðun frarn í samskiptum þeirra við drengi. Vísindin eru leið rnanns- ins til þess að skilja um- hverfi og jafnframt notuð í viðleitni okkar til þess að stjórna og drottna yfir náttúrunni og aðlaga urn- hverfið að eigin þörfum. Vísindin eru ekki algild og hlutlaus aðferð til þess að leiða í ljós sannleikann. Þau taka ávallt mið af menningu hvers tíma. Það er þess vegna sem það er mikilvægt að horfa gagmýnum augum á þann sann- leik sem vísindin færa okkur. Það hlýtur einnig að teljast mikil- vægt að allir eigi aðgang að vísindum og leggi þar sitt af mörk- um að vísindin verði ekki einungis tæki þess er valdið hefur not- að til þess að túlka heiminn eftir „hans” höfði. Fram á seinni hluta 17 aldar voru vísindin alþýðlegri og umræðan fór fram á heimilum heldra fólks, inni á kaffihúsum og innan klaustranna. Allt frá elleftu öld og fram á þá 17 stunduðu konur vísindin eins og aðstæður hverju sinni leyfðu og lögðu þó nokkuð til, sérstaklega á sviði grasafræði. Konur beittu sér meira fyrir þvi að miðla þekkingu sinni og skrifuðu oftar en ekki kennslubækur eða settu fræðin upp i formi bréfa eða samtala til þess að gera þau aðgengileg fyrir sem flesta. Dæmi eru þess að konur sem unnu að fræðistörfum hafi viljað setja fræðin fram á aðgengilegan hátt fyrir börn sin. Emilie de Chatelet (1706-1749) sem var ástkona Voltaires gerði i sinni fyrstu bók aflfræði Newton og kenningum Leibniz skil á aðgengilegan hátt fyrir byrjendur. Ástæðan var sú að henni fannst skorta gott kennsluefni fyrir son sinn sem vildi nema eðlisfræði. Með komu háskólanna færð- ust fræðin frá því að vera á meðal almennings til þess að vera fyrir fámennan hóp fræðimanna innan háskólanna. Þar með var draumur kvenna til visindaiðkunnar búinn að vera. Peim var með öllu meinaður aðgangur að háskólum. 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.