19. júní - 19.06.1997, Qupperneq 12
Heilbrigð sál í hraustum líkama, sögðu Forn-Grikkir. Ár-
þúsundum síðar eru þessi fornu sannindi enn í hávegum
höfð. Hanna Katrín Friðriksen gluggaði í skýrslur og
kannanir sem sýna frarn á mikilvægi íþróttaiðkunar og
enn aðrar þar sem kemur fram að brottfall stúlkna og
kvenna úr íþróttum er rnikið - of mikið.
íþróttum er almennt skipt í almenningsíþróttir annars vcgar
og keppnisíþróttir hins vegar og þesstim tveimur flokkum
gjarnan stillt upp sem miklum andstæðum. Uppeldislegt gildi
almenningsíþrótta er alla jafna talið mikið: sjálfstraust, þor,
kjarkur og réttsýni svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem jafnaðar-
hugtakið er í hávegum haft. Þó svo að margt sé ólíkt með al-
menningsíþróttum og keppnisíþróttum, tel ég óhætt að fúll-
yrða að uppeldislegt gildi sé ekki síður í síðarnefnda flokknum.
Einstaklingar læra að búa sig undir keppni, hvað þarf til að ná
árangri, læra að virða leikreglur og taka sigri jafnt sem ósigri,
svo fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta óumdeilanlega þættir sem
koma að góðum notum síðar á lífsleiðinni og slæmt er að fara
á mis við.
Rannsóknir hafa sýnt að brottfall íslenskra stúlkna úr íþrótt-
um á vegum íþróttafélaga, þ.e. keppnisíþróttum, er mjög mik-
ið. í skýrslu sem Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála
(RUM) birti árið 1994 í samvinnu við Þróunarhóp Umbóta-
nefndar ÍSÍ um kvennaíþróttir um brottfall stúlkna úr íþróttum
kemur fram að margt er ólíkt mcð aðstæðum og viðhorfum
pilta og stúlkna til (þrótta, stúlkurnar taka mun minni þátt og
brottfall þeirra er mikið. Skýrslan var unnin úr könnun sem
náði til 8. bekkjar grunnskóla og þar var reynt að leita svara við
því hvers vegna stúlkurnar heltast frekar úr lestinni en piltar.
Meðal þess sem kom í ljós í könnuninni var að foreldrar, afi og
amma, vinir og íþróttakennarar hvetja stúlkur að jafnaði mun
minna en pilta til þátttöku í starfi íþróttafélaga. „Þetta er rnjög
alvarleg niðurstaða fyrir íþróttaiðkun stúlkna og þátttöku þeirra
í íþróttafélögum. Líklega er hér að finna verulegan þátt í ástæðu
brottfalls stúlkna úr íþróttum,” segir í niðurstöðum skýrslunn-
ar.
Með þessa vitneskju í farteskinu er fróðlegt að skoða niður-
stöður bókar sem kom út sama ár, 1994, líka á vegum RUM,
um íþróttir íslenskra ungmenna. Bókinni var ætlað að koma á
framfæri sem mestum upplýsingum um gildi íþrótta íyrir íslensk
ungmenni og er öll hin athyglisverðasta. Meðal annars er þar
könnuð fylgni getu í íþróttum og líkamsæfmga við þætti eins og
sjálfsvirðingu, líkamsímynd, þunglyndi, kvíða, sálvefræn ein-
kenni og námsárangur. í stuttu máli má segja að rannsóknin
sem bókin byggir á og náði til tugþúsunda nemenda í 8., 9. og
10. bekk árið 1992, hafi sýnt að samband íþrótta við sjálfsvirð-
ingu, líkamsímynd og námsþátt sé jákvætt en neikvætt við
þunglyndi, kvíða og sálvefræn einkenni. Með öðrurn orðum,
unglingar sem stunda íþróttir bera meiri virðingu fyrir sjálfum
sér en þeir sem stunda ekki íþróttir, hafa jákvæðari hugmyndir
um eigin líkama og gengur betur í skóla. Þeir finna líka síður
fyrir þunglyndi, kvíða og sálvefrænum einkennum.
Maður skyldi ætla að hér væru komnar nægar ástæður til þess
að hvetja unglinga til íþróttaiðkunar. I umræddri bók er sýnt
fram á svo ekki verður um villst að brottfall stúlkna úr íþróttum
er alvarlegt mál og dapurlegt ef eina helstu ástæðuna má rekja
til þess að þeir letji þær til íþróttaiðkunar, scm eiga að gegna því