19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 25

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 25
F o r m - lcga höfum við, íslenskar konur, ágæta stöðu. Lögin cru sæmilcga góð, þótt alltaf verði að hafa þau í endurskoðun, en það er rnjög margt rótfast í menningunni sem stcndur konum fyrir þrifum, og körlum þá um leið. Sumt af þessu eygir fólk ekki, því það er oft slegið blindu á eigin aðstæður, eigin menningu, sem virðist hin eina rétta. Maður sér oft ekki gallana, og sjái maður gallana þá greinir rnaður ekki orsökina. I'css vegna skiptir alþjóðlegt starf svo miklu máli, að fá hingað glöggt gestsauga til þess að greina gallana og finna orsakirnar fyrir ójöfnuðinum í samfélaginu.” Þurfum sifellt að finna nýjar leiðir En hver cr þá herkænskan? Sigríður Lillý segir að fyrst þurfi að leggja línurnar, svo eigi að vekja athygli alls samfélagsins, ekki bara ráðamannanna, á því hvar megi gera úrbætur. I’að sé eldd hægt að vinna jafnréttismál með tilskipunum að ofan, þau þurfi að vinna í öllu samfélaginu á margbreytilegan hátt. Oll þjóðin eigi að taka þátt. ,,1’að þarf sífellt að vera að finna upp nýjar aðferðir, því það er eins og sérhvert tæki dugi bara í takmarkaðan tíma. Stund- um þarf ekki annað en að orða sömu hugsunina á nýjan hátt, finna nýtt hugtak, til þess að menn fái heyrnina á ný. Það er eins og menn verði heyrnarlausir á margþvæld hugtök, líkt og þau hætti að hafa merkingu. Við mæð- ur þekkjum þetta af því að börnin hætta að taka mark á aðfinnslunum ef sífellt er verið að nudda í þeint. Það skiptir rnáli að koma mönn- um að óvörum, gera hlutina á nýjan hátt, en undirtónninn er einn og hinn sami; jafnrétti án undanbragða. Það er engin ein leið til, og mikil- vægt cr að það sé komið að verkinu alls staðar, að allt sé nýtt og vel þeg- ið, innan ramma laga og siðferðis, - eða hvað; lög og siðferði eru menn- ingarbundin. Margt hefur verið stimplað ósiðlegt sem nú þykir sjálfsagt mál, svo sem að konur gengju í buxum, og lögin hafa einnig staðið í vegi fyrir jafnrétti, þ.a. þeim hcfur þurft að breyta. Um það þekkjum við mýmörg dæmi. Við þurfum að breyta römmum laga og siðferðis, teygja á sumum, brjóta aðra í mél. Svcigja samfélagið að því sem við viljum og teljum rétt.” Óvæntir liósmenn úr öllum áttum „Mér finnst viðhorfin hafa breyst mikið á allra síðustu árum og er bjartsýn á frarn- haldið,” scgir Sigríður Lillý. „Eg sá það t.d. á ncmendum mínum í Tækniskólanum. Þar kcnndi ég hópum ungra rnanna á aldrinum 25-30 ára og mér fannst þeir ótrúlega jafn- réttislega þroskaðir margir hverjir. Þeir höfðu sinn skilning á jafnréttismálum og töldu að þeir ættu þarna líka einhvern ákveðinn rétt og vildu sækja hann. Hún bendir þó á að hugsunarhátturinn breytist ekki bara einn góðan veðurdag. Það þurfi rnikinn undirbúning. „Það þarf að berja og klappa vegginn þar til hann molnar. Þegar hann svo fer að ntolna, þá sést strax í gegn,” segir hún. „Þetta er samfellt fcrli og það má í rauninni aldrei slaka á. Það þarf að halda umræð- unni gangandi í gegnum þykkt og þunnt og allt í einu hrekkur hún í einhvern farveg og fer að skila árangri. Það er kannski það sem er að gerast núna hjá ungum körlum. Allt í einu hafa þeir átt- að sig á því að það er komið að þcim - ekki af því að þeir vilji endilcga rétta konum hjálparhönd, heldur af eigin þörf. Eldri menn tala reyndar stundum um að konur eigi betra skilið, halda fallegar ræður o.s.frv. Mér finnst ungir menn ckki vera að tala á þessum nótum. Þeir eru ræða málið út frá sinni eigin kröfu. Þegar menn gera það fær baráttan annað yfirbragð og aukna al- vöru. Þetta að standa upp á hátíðarstundu og lofa konu sína og formæður er óskaplega fallegt en það skilar ekki miklu. Mér finnst ungir menn vera að átta sig á því að þeir geta gert kröfu til þess að fá að vera feður. Þá erum við komnar með raunverulega liðsmenn, sem berjast af eigin hjartans þörf. Og þá er einhvers að vænta.” Nauðsynlegt að hafa gott bakland Sigríður Lillý ítrekar að henni finnist viðbrögðin við umræð- unni urn jafnrétti hafa breyst og vísar í upphafstíma Kvennalist- ans: „Maður var fljótt stimplaður fyrir starfið nteð Kvennalist- anum. Þegar ég kont í veislur t.d. voru allir fyrirfram búnir að gefa mér öll tilsvörin og ég stóð oftast ein með þau. Yfirleitt var maður að berjast einn og við vorum alltaf örfáar, „þessar hel- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.