19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 69

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 69
eru blaðaúrklippur og greinar varðveittar í sérstakri möppu á skrifstofu félagsins. Samstarf um Kvennasáttmála Stjórn félagsins ákvað sl. vor að leita til Jafnréttisráðs og Jafn- réttisnefndar Reykjavíkur um samstarf vegna kynningar á Kvennasáttmálanum. Tóku þessir aðilar vel í þá hugmynd og var í upphafi megináhersla lögð á að koma sáttmálanum inn í fræðsluefni í skólum, a.m.k. þannig að kennurum stæði til boða eitthvert efni um sáttmálann og um jafnréttismál. Að auki var tilgangur samstarfsins sá að koma jafnréttismálum á dagskrá hjá fólki á framhaldsskólaaldri. Samstarfið hefur m.a. borið þann ávöxt að þessir þrír aðilar voru styrktaraðilar Morfis; ræðu- keppni framhaldsskólanna, en um 800 manns sóttu úrslita- keppnina. Umræðuefnið var „kynjakvótar“ og var Ólafía B. Rafnsdóttir stjórnarkona í KRFÍ á staðnum og veitti verðlaun ásamt fulltrúum frá Jafnréttisráði og Jafnréttisnefnd Reykjavík- ur. Enn er eftir að útfæra kynningu á sáttmálanum í skólurn sem er nokkuð viðamikið verkefni. Fulltrúi KRFI í starfmu er Hulda Karen Ólafsdóttir en Málfríður Gísladóttir hefúr líka unnið með hópnum. Mannréttindaskrifstofan Inga Jóna I’órðardóttir var endurkjörin fulltrúi KRFI í stjórn Mannréttindaskrifstofunnar og Bryndís Hlöðversdóttir til vara. Starfið hefúr verið blómlegt en skrifstofan hefur staðið fyrir fjiilda funda hér heima og tekið þátt í alþjóðlegu starfi. For- maður er Margrét Heinreksdóttir og framkvæmdastjóri Ágúst I’ór Árnason. 19. júní Á síðasta aðalfundi var tekin sú ákvörðun að gefa út eitt tbl. af 19. júní á ári. Megináhersla var lögð á að finna markhóp sem ekki væri höfðað til með þeim tímaritum sem fyrir eru á mark- aðnum, en 19. júní hefúr reynst erfitt að standast þá sam- keppni. Ákveðið var að höfða til ungra kvenna fyrst og fremst og bar blaðið þess merki. Seldist blaðið betur en áður hefur ver- ið, en allt að einu var tap á útgáfu þess. Leggur stjórnin til að enn verði haldið áfram útgáfu blaðsins í þessunt nýja búningi, a.m.k. um sinn, þótt ekki hafi verið um hagnað að ræða á síð- asta blaði. Veröld sem ég vil Átak var gert í sölu bókarinnar á síðasta ári og skilaði það nokkrum árangri. Ljóst er að bóksala gengur ekki með því einu að setja bækur í bókabúðir, fylgja þarf sölunni eftir. Veröld sem ég vil er engin undantekning þar á. Inga Jóna Þórðardóttir var útgáfustjóri bókarinnar. Fréttabréf Fréttabréf eru gefin út reglulega að venju. Á síðasta ári komu út 6 tbl. en á þessu ári hafa 2 þegar komið út. I’að stóð til að breyta útgáfúnni í tengslum við breytingar á útgáfu 19. júní en enn hefur ekki orðið af því. Vonir standa til að átak verði gert í þeim málum á næstunni. Hallveigarstaðir Vel leit út um tíma með að samcigendur okkar vildu selja hús- ið en svo lítur út sem þau áform hafi hrokkið til baka. Leigu- samningur við menntamálaráðuneyti er í gildi fram í ágúst en þó nokkrir hafa haft samband við félagið um leigu. KRFÍ hefúr haldið því til streitu að rétt sé að selja húsið og er sjaldan meiri þörf en nú þegar framundan eru frekari viðgerðir á húsinu. KRFÍ hefur þegar misst helming leigutckna sinna vegna við- gerða og félagið hefúr lagt á það áherslu að það hefúr ekki ráð á frekari útlátum vegna hússins. Líklcgt cr þó að til þess komi fljótlega að gera þurfi við kálfinn sem eftir er þrátt fyrir and- stöðu félagsins. Alþjóðlegt samstarf Þing IAW í Kalkútta Félagið fékk styrk frá utanríkisráðuneytinu til að senda fúlltrúa á þing alþjóðasamtakanna í Kalkútta í desember. Inga Jóna Þórðardóttir er fulltrúi KRFÍ í stjórn IAW og sótti hún þingið. Landsfundur Dansk kvindesamfund - 125 ára afmæli Félaginu var boðið að senda fúlltrúa á 125 ára afmæli systur- samtaka sinna í Danmörku, DK, sl. vor. Formaður átti leið um Kaupmannahöfn í öðrum erindum og notaði tækifærið og sat fundinn. Færði hún félaginu Veröld sem ég vil að gjöf með árit- aðri kveðju og mæltist það vel fyrir. Ráðstefna óháðra félagasamtaka á vegum Evrópuráðsins Félaginu var boðið að senda fulltrúa á ráðstefnu sem Evrópu- ráðið hélt í júní á síðasta ári, þar sem óháð félagasamtök víðs- vegar að úr Evrópu komu sarnan og ræddu um aðferðir í jafn- réttisbaráttunni. Ráðstefnan var mjög gagnleg, skiptust fulltrú- ar m.a. á skoðunum um það hvernig best væri að afla íjár, hvernig samskiptin við ríkisvaldið ættu að vera, hvaða aðferðir væru notaðar til að vekja athygli á málstað félaganna o.s.frv. ESB - verkefni Island er nú í fyrsta sinn aðili að jafnréttisáætlun ESB en því fylgir m.a. réttur til að sækja um styrk til sambandsins til verk- efna á sviði jafnréttismála. Félagið ákvað að sækja um styrk til að bera sarnan kosningakerfi og kjördæmaskipan fimm Evrópu- landa og hvernig áhrif þau hafa á möguleika kvenna til að taka þátt í stjórnmálum. Fengurn við systursamtökin í Finnlandi, ír- landi, Bretlandi og I’ýskalandi í lið með okkur og dómsmála- ráðuneytið og félagsmálaráðuneytið hafa þegar lofað að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Við fengum ekki úthlutað eftir fyrstu umsókn en okkur var tjáð að verkefnið ætti mikla mögu- leika þrátt fyrir það og hefði vakið mikla athygli. Félagið ætlar því að sækja um aftur fyrir næstu úthlutun sem er í vor en til þess þarf að ráða starfskraft til að aðlaga umsóknina nýjum regl- um og fylgja henni eftir. Félagið hafði ráðið konu til verksins en hún gat svo ekki tekið verkefnið að sér þegar til stóð og hefur ný manneskja ekki enn verið ráðin. Átakið Gefum okkur gjöf mun kosta starfsmanninn að hluta, en alls söfnuðust 160 þús- und krónur í átakinu. Eru öllum sem gáfú til félagsins í þessu átaki færðar kærar þakkir fyrir. Heimsókn frá Japan Félagið fékk heimsókn frá Japan á síðasta ári. Þar var um að ræða 25 manns, aðallega konur, frá Saitama fylki í Japan. Þar hafði Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi KRFÍ, verið á ferð þegar hún gegndi embætti forseta íslands og vakið athygli á landi og þjóð, sem var undirrót ferðarinnar. Hópurinn vildi kynna sér jafnréttismál á Islandi. Stjórnarkonur og fyrrverandi stjórnarkonur tóku á móti gestunum í kjallara Hallveigarstaða og Hansína B. Einarsdóttir kynnti starfsemi félagsins vandlega. Um kvöldið buðu gestirnir okkur til kvöldverðar á Holiday Inn þar sem dansaðir voru japanskir dansar og skipst á gjöfúm. Samstarf um sveitarstjórnarkosningar Elín Harðardóttir er íúlltrúi KRFÍ í samstarfshópi um sveitar- stjórnarkosningar sem Jafnréttisráð stendur fyrir. Nýr formaður KRFÍ Bryndís Hlöðversdóttir, formaður félagsins frá 1995, lýsti því yfir fyrir aðalfund félagsins, að hún gæfi ekki kost á sér til end- urkjörs. Á aðalfundi 18. rnars 1997 var því kjörinn nýr forrnað- ur; Sigríður Lillý Baldursdóttir, skrifstofústjóri í félagsmála- ráðuneytinu. ■ <7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.