19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 49

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 49
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir: íslenskur kvenna- áratugur kirkjunnar 1. Það hefði ómetanlegt gildi fyrir kirkjuna að fara eftir sam- kontulagi lútherska heimssambandsins um að konur skipi ekki minna en 40% af nefndum kirkjunnar og karlar ekki heldur. Is- lenska þjóðkirkjan hefur þó haft þetta að engu. Ef kirkjan færi eftir þessum tilmælum mundi hún virða boðskap Biblíunnar um mannréttindi kvenna. Hún nyti hefða kvennamenningar- innar svo sem gildis umhyggjunnar í stjórnun og kunnáttu kvenna í að nýta þau sem næst standa til að leysa vandamál. Hún gæfi sjálfri sér kost á að komast út úr feðraveldinu. Lciðirnar til urbóta eru þær að fara eftir tilmælum um jafnrétti og standa vörð um að það nái frá nefndunum út í kirkjuna. Nefndarþátttakan er ekki markmið í sjálfu sér heldur er markmiðið ár- angurinn af starfi þeirra. 2. Þetta er afar mikilvæg gagnrýni. Orð móta veruleikann. Þess vegna skiptir það öllu rnáli fyrir kirkjuna að taka upp hina alkirkjulegu stefnu á notkun á máli beggja kynja, sem er heitið sem ég nota yfir inclusive language. Eg mundi gangast fyrir endurskoðun á málfari helgi- siðabókarinnar, útgáfu á Nýja testamentinu nteð ntálfari beggja kynja, gangast fyir því að sálinar verði ortir með þessu málfari og hvetja til notkunar þess í messum og á fundum. Eg mundi efna til íslenks kvennaáratugar kirkjunnar í franthaldi afkvenna- áratugi Alkirkjuráðsins sem lýkur 1998 og gangast fyrir því að kirkjan geri jafnréttisáætlun og fari eftir henni. 3. Umfrant allt það gildi að konur gætu komið að sínum stjórn- unarstíl sem hefur ekki fengið að njóta sín í kirkjunni hingað til. Það er mjög rætt í kirkjunni hvaða stefnu konur eigi að taka í málurn kvenna þegar þær hafa möguleika til áhrifa. Tvær stefn- ur hafa mótast, sú að það sé nægilegt að konur séu sýnilegar og það muni leiða af sjálfu sér að þær hafi mótandi áhrif með nær- veru sinni. A hinn bóginn er sú skoðun að konur sem fá mátt til áhrifa skuli nota hann til að bera frarn jafnrétti kynjanna og hugmyndir kvennahreyfingarinnar um nýjar leiðir. Eg styð þá skoðun eindregið en tel að okkur konum beri nauðsyn til að halda vináttu milli þessara tveggja hópa. Séra Gunnar Kristjánsson: Konur bendi á færar leiðir fyrir kirkjuna 1. Eg tel það hafa tvímælalaust gildi fyrir kirkjuna að þáttur kvenna aukist. Það er ekki aðeins spurning um jafnrétti kvenna heldur lít ég á málið út frá sjónar- miði kirkjunnar sem stofnunar og fjöldahreyfingar. Það hlýtur að vera hagur hennar að þar séu fulltrúar sem flestra þjóðfélagshópa virkir í stjórn og stefnumörkun. Hlutur kvenna er ckki mikill í þessum 27 nefndum, hins vegar er þátttaka kvenna almennt rnikil í starfi kirkj- unnar, má þar nefna sóknarnefndir og kirkjukóra. Hér í rnínu prófasts- dærni eru allmargar konur fulltrúar á héraðsfundi prófastsdæmisins, hins vegar eru þar fáir kvenprestar. A kirkjuþingi eru alltof fáar konur og í kirkjuráði er engin. Eg treysti konum sjálfunt best til þess að benda á færar leiðir til aukinna áhrifa innan kirkjunnar og tæki fúslega við ráðleggingum frá þeim um það efni. Markviss jafnréttisáætlun yrði áreiðanlega að gagni. 2. Allt frá því ég kynntist kvennaguðfræðinni vestanhafs vetur- inn 1970-71 og sótti námskeið um guðshugtakið hjá Mary Daly, einum helsta frumkvöðli kvennaguðfræðinnar, hef ég ver- ið á þeirri skoðun að prestar og aðrir sem áhrif hafa í kirkjunni verði að vera vakandi um notkun tákna í tungumáli og hugtaka- forða kirkjunnar. Námskeiðið fjallaði einmitt um guðshugtakið í guðfræði Pauls Tillich sem er Ground of Being og því ntjög vel heppnuð tilraun á ensku til að sneiða hjá ofnotkun karl- kenningar guðshugtaksins. Hjá því verður að vísu aldrei komist til fulls enda ávarpaði Jesús Guð sent föður, m.a. í hinni drott- inlegu bæn. Hér er urn mjög mikilvægt mál að ræða sent snert- ir ekki hvað síst helgihaldið, bænir kirkjunnar og fastmótaða texta. Textar Biblíunnar eru vandmeðfarnari en aðrir textar í þessu efni, ég hef reyndar kynnst því erlendis og einstaka sinn- um notað það sjálfur, einkum áður íý'rr, að bæta inn „og syst- ur“ á eftir ávarpinu „bræður“ í bréfuin Nýja testamentisins. Eg myndi því áreiðanlega beita mér fyrir varkárni í meðferð tungu- málsins að þessu leyti eins og ég tel mig hafa gert hingað til. 3. Það hefði áreiðanlega talsvert gildi, í það minnsta ætti það að geta gefið þeim sorglega einlita valdahópi í æðstu stjórn kirkj- unnar nýtt og litríkt yfirbragð, ég er ekki frá því að áhersluþætt- ir yrðu að einhverju leyti aðrir þótt ég sjái það ekki fýrir á þess- ari stundu í hverju það gæti helst falist. Konur hafa alltaf verið helstu boðberar kristinnar trúar í sögunni, ekki hvað síst vegna uppeldisáhrifanna, þeint ætti því að vera treystandi fýrir því að setjast í æðstu valdastóla kirkjunnar. Þær verða hins vegar að sýna áhuga á því sjálfar. Séra Karl Sigurbjörnsson: Kirkjan hvetji konur 1. Mikilvægt fýrir kirkjuna: Ég tel að það hafi tvímælalaust gildi fýrir kirkjuna að þetta hlutfall jafnist. Islenska þjóðkirkjan er líka skuldbundin stefnumörkun lútherska heimsambandsins um að sjá til þess að auka þátt kvenna í starfi og stjórnun kirkjunnar, að leitast við að styrkja sjálfsmynd kvenna og vinna gegn ntis- rétti og ofbeldi gegn konunt. Kirkj- an hlýtur að vinna að þessum mál- um á hverju því sviði sem henni er tiltækt, í uppeldi og fræðslu og boð- un. Hvað varðar aukinn þátt kvenna í nefndum og ráðunt beinast spjótin að þeim sem ráða og skipa slíkar nefndir, en þar þarf rneira að koma til. Hér getur enginn einstaklingur ráðið, jafnvel þótt sitji á biskups- stóli. Þjóðkirkjan er lýðræðislega uppbyggð stofnun með sóknar- nefndum sínum og upp úr. Lýðræð- ið getur verið seinvirkt en það er þó fær Ieið til þess að koma málum frarn. Kontim hefúr fjölgað rnjög í ábyrgðarstöðunt sóknanna en það tekur tíma að ná því mark- miði að jafna hlut þeirra. Ég vil hvetja konur til að gefa kost á sér í sóknarnefndir og leita eftir áhrifum þar svo og í héraðs- nefndum og á kirkjuþingi svo kirkjan sinni skyldum sínunt í þessum málum. 2. Lifandi samtal: Gagnrýni kvenna er víðfeðm og margbrotin og því engin leið að svara þessu í nokkrum setningum. Margt er þar mikilvægt og jákvætt fýrir boðun fagnaðarerindisins í samtímanum, annað síður. Ég vil stuðla að því að hið guðfræði- lega samtal verði lifandi innan kirkjunnar og forðast að átök rnilli andstæðra sjónarmiða kljúfi kirkjuna í fýlkingar sent tali sitthvert tungumálið og hafi ólíka guðsmynd. Hvítasunnuund- rið og upphaf kristinnar kirkju kennir okkur að andi Guðs vek- ur nýjan skilning, þvert yfir múra tungumálsins og menningar- heirna, og kristin kirkja varð til sem samfélag sem gat nteð sanni *7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.