19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 30
^ona, ötúðut,
ðHntöecn
r
kvikmyndinni Bride of Frankenstein (1935) leikur sama
leikkonan brúði Frankenstein skrímslisins og Mary
Shelley sjálfa, höfund skáldsögunnar Frankenstein.
Þegar leikstjórinn James Whale valdi hina hávöxnu
leikkonu Elsu Lanchester í bæði þessi hlutverk var hann
(ó)meðvitað að hnykkja enn frekar á hinum margþættu
tengslum skáldkonunnar við afsprengi sitt.
í frægum formála frá árinu 1831 likir Mary Shelley skáld-
sögu sinni við skrímslið sjálft og ber þá um
leið sjálfa sig við vísindamanninn Franken-
stein, sem skapar skrímslið úr líkamsleifum
manna og dýra. En það sem gerist í kvik-
mynd Whale er að Mary er ekki lengur bara
skapari heldur er hún skapnaðurinn sjálfur,
afsprengið; það skrímsli sem hún skapar
sjálf. Úr þessum samsláttum má síðan lesa
margt og mikið. Hér kemur til dæmis fram hið flókna sam-
band konunnar við afþreyingarskáldsöguna, þar sem konan
er bæði framleiðandi ómenningar og táknmynd þess
skrímslis sem afþreying er gagnvart hámenningu. En hér
kemur líka fram hið margslungna samband
sem konan hefur við hrollvekjuna.
Þótt gotneska skáldsagan hafi upphaflega
verið bókmenntagrein sem fyrst og fremst
var skrifuð og lesin af konum þá fór svo
þegar tímar fram liðu að hrollvekjan færð-
ist yfir á hendur karla, sem tóku yfir að
mestu bæði skriftir og lestur. (:Þetta með
lesturinn er málum blandið því einhversstaðar á leið sinni
gegnum tímann breyttist hrollvekjan úr almennri afþreyingu
í einskonar manndómsvígslu, allavega samkvæmt mark-
aðssetningu. En þó að markaðurinn (og meginhluti fræði-
legra skrifa um hrollvekjur) líti svona á málið, þá þarf það
ekki að segja alla söguna um sjálfa neyt-
endurna:) Meðan framleiðsla og neysla
hryllings varð strákaleikur hverfðust kon-
urnar inn í sjálfa hrollvekjuna og fóru jafn-
vel að standa fyrir hana, verða tákmynd
hryllings. Konan varð ímynd óttans, og
skelfingu lostið íðilfagurt og æpandi kven-
andlit varð birtingarmynd (og hljóðmynd)
hrollvekjunnar. En hlutverki konunnar er ekki hérmeð lokið.
Margir (og af mörgum ástæðum) hafa orðið til að benda á að
konan er oft og iðulega einnig í hlutverki skrímslisins. Þetta
er spurning um myndmál og táknfærslu fremur en eiginlegt
kvenfólk, þar sem líkami skrímslisins er séður sem ná-
skyldur líkama konunnar. Þannig telja menn (og konur) að
uppsprettu hryllingsins sé að finna í krókum og kimum
kvenlíkamans. Útleiðingin er á þá leið að meðan karllíkam-
inn er allur þar sem hann er séður, einkennist kvenlíkaminn
af hinu óséða eða innhverfa; líkt og skrímsli fela sig í
skuggum og skúmaskotum. Óttinn hér er því líkur þeirri til-
finningu að teygja hendina inn um djúpa og dimma holu og
eiga allt eins von á að hún verði bitin af. Ógn þessi og skelf-
ingar eru iðulega séð sem karllegur komplex (:sbr. mann-
dómsvígslan:) og þáttur í hinu þéttriðna neti
sem tryggir kúgun kvenna. Kúgunin felst þá
í því að gera konuna fyrst að eilífu fórnar-
lambi og síðan að skrímsli sem er tryggi-
lega gereytt í bókar eða myndarlok.
Sem betur fer er málið ekki svona einfalt.
Bent hefur verið á að þó stöku skrímsli láti
í minni pokann fyrir kappsfullum körlum þá
rís alltaf upp nýtt í staðinn, líkt og afhogginn útlimur grær
aftur á eðlum. Háttur skrýmsla er sá að liggja ekki kyrr í
gröfum sínum og þó hefðbundin frásagnarformúla geri ráð
fyrir skipulegu upphafi og endi, þá skiptir slíkt sjálf skrímsl-
in litlu máli; nei, þau ganga glöð aftur og aft-
ur. Þannig gengur skrímslið fram af forminu
og brýtur upp rammann sem reynir að halda
því í skefjun. í kvikmyndinni Species (1995)
er að finna íðilfagra geimveru, Sil að nafni,
sem á ytra borði virðist mennsk en er
ómennsk hið innra. Fer nú stúlkan hamför-
um og er myrt af hópi sérfræðinga í þeim
málum, en viti menn; enn er skrímslaþefur í hellinum (:og
framhaldsmynd í bígerð?:). En þó skrímslið sé drepið og
annað lifi þá er það ekki endilega aðalatriðið. Myndin
hreinlega gengur út á skrímslið, utlit hennar og tilveru; án
liennar væri engin mynd. Þannig tekur geimveran Sil mynd-
ina yfir og gerir hana að sinni.
Og meðan skrímslin taka yfir framleiðslu
mynda eru kvenrithöfundar hægt og hægt
að hasla sér völl á ný í hryllingsbókmennt-
unum. Þannig eru konur farnar að breyta
þeirri hugmynd að þær séu notaðar sem
blórabögglar og grýlur og farnar að nýta sér
í eigin þágu þau tækifæri sem ógnin og ótti
hrollvekjunnar hefur uppá að bjóða. í stað þess að rekja
smátt og smátt upp þræði úr netinu rífa þessar konur gat á
það og brjótast í gegn; og það oft á eigin kostnað og sér eigi
að áhættulausu. Þannig rætist leikaraval James Whale í
nútíma femínisma, þar sem höfundur og skrímsli renna sam-
an í verkum kvenna, og fara hamförum. ■