19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 39
eða fyrir rétti?
Kirsten Precht, lögfræðingur Sambands verslunar- og skrif-
stofufólks í Danmörku, flutti erindi á norrænni ráðstefnu
um konur, atvinnulíf og efnahagsmál, sem haldin var í Reykja-
vík í vor. í erindi sem hún kallaði „Launajafnrétti, réttur eða
fyrir rétti?“ benti hún á að krafa kvenna um að fá greidd jöfn
laun og karlar ætti ckki að vera talin óvenjuleg eða sérkennileg.
Petta væri eðlilcg krafa og stuðla þyrfti að því að konur þekktu
þennan rétt sinn. Að sögn Kirstenar aðstoða stéttarfélög í Dan-
mörku konur við að fara með kærur vegna launa fyrir rétt, en á
sl. 20 árurn hafa 28 slík mál verið tekin fyrir hjá dönskum dóm-
stólum. -Hérlendis heyrir það hins vegar til undantekningatil-
vika að leitað sé til dómstóla vegna ójafnréttis í launum.
Kirsten benti á að það skipti sköpum hvar sönnunarbyrðin
lægi, en allt fram til 1989 hafi verið nær ógerlegt að vinna kæru-
mál vegna launamisréttis í Danmörku þar sem kærandinn hafi
þurft að sanna óréttmætið. Nú sé hins vegar búið að taka upp
fc —
réttarreglur um að sönnunarbyrðin liggi hjá atvinnurekanda,
það sé hans að færa sönnur á að lægri laun þess sem kærir stafi
ekki af kynferði hans. Pess ber að geta að ákvæði um öfuga
sönnunarbyrði eru líka í íslensku jafnréttislögunum.
En Kirsten bendir á aðra réttarvenju sem hún segir að sé
einnig mjög mikilvæg. Árið 1985 hafi Evrópudómstóllinn
gengið út frá því í dómi að allsherjarúttekt væri nauðsynleg
þegar störf karla og kvenna væru borin saman, þ.e. meta þyrfti
jafnt kvenlega hæfileika sem karllega. Danir hafa að sögn
Kirstenar í æ meira mæli haft þetta til liliðsjónar, t.a.m. með því
að vega til jafns flngrafimi og vöðvastyrk í kærumáli. I’ó hafi
menn ekki viljað ganga svo langt að bera saman ólíka menntun.
Kirsten lieldur því fram að nú sé fyrst og frernst þörf á að
rannsaka þátt tungumálsins við kærumál vegna launamisréttis.
I’að sé vel þekkt að konur og karlar tjái sig ekki á sama liátt og
kanna þurfi hvaða áhrif málnotkunin hefur á dóma. ■