19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 43

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 43
Hvað getum við gert til að ná jafnrétti á vinnumarkaði? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri Reykjavíkur: Frumforsenda jafnréttis á vinnumarkaöi er breytt viöhorf til kvenna og hefðbundinna kvennastarfa. En viðhorf breyt- ast ekki af sjálfu sér - það þarf orð og athafnir til að breyta þeim. Fjðlga þarf konum þar sem ráðum er ráðið - í stjórn- málum, fyrirtækjum, fjölmiðlum og verkalýðshrefingunni. Það þarf sjálfstætt fæðingarorlof fyr- ir karla sem fellur niður ef þeir nýta það ekki sjálfir. Það þarf aukinn samtakamátt kvenna. Það þarf þrautsegju vegna þess að dropinn holar ekki stein- inn vegna þess að hann falli svo þungt til jarðar heldur vegna þess að hann fellur svo oft. Martha Á. Hjálmarsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna: Það þarf að meta vinnu eftir menntun, hæfni, ábyrgð og álagi. Þetta eru þeir þættir sem eru í kynhlutlausu starfsmati og með þvi að beita þvi gegnum- gangandi getum við upprætt iaunamun kynjanna. Kvenna- störf hafa verið lægra metin en önnur, t.a.m. eru störf í heil- brigðis- og menntageiranum, þar sem verðmætið er fólk, lægra metin en þar sem verð- mætið er dauðir hlutir eða pen- ingar. Við þurfum lika að athuga að því yngra sem fólkið er, því minni er munurinn, en því eldra sem fólkið er, því fleiri karl- ar eru í stjórnunarstöðum Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins: Það þarf að viðurkenna í verki jafnrétti kynjanna til launa. í því sambandi er ekki síst þörf á að forstöðumenn stofnana, sem yf- irleitt, mér liggur við að segja alltof oft, eru karlar, viðurkenni launajafnrétti og setji sér mark- mið um að ná þvi. Grunnurinn fyrir misréttinu á vinnumarkað- inum er launamisréttið og það leiðir af sér virðingarleysi fyrir láglaunastörfunum. Þetta er allt keðjuverkandi. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB: í fyrsta lagi þarf að tryggja að um öll laun og launatilfærslur séu skýrar reglur og um þær samið; kannanir staðfesta að óbeislaðar yfirborganir eru gróðrarstía launamisréttis kynj- anna. Síðan þarf að beita kyn- hlutlausu starfsmati. En til þess að breyta þarf bæði vilja og tæki. Tækið er launakerfið en nú er því miður í tísku að afsala sér því með áherslu á dreifða samninga, jafnvel einstaklings- samninga. Það hefur sýnt sig að slikt er ávísun á aukið launa- misrétti kynjanna, eins og kom m.a. fram hjá atvinnumálaráð- herra Svíþjóðar nýlega. Þessari öfugþróun þarf að snúa við. Það þarf stöðuga umræðu og tækin þurfum við að hafa; launakerfi sem byggir á skýrum reglum sem samið er um á félagslegum grunni. Grétar Þorsteinsson, forseti ASI í fyrsta lagi þarf að lita á launamyndunina, þá verður að bæta réttarstöðu launafólks og loks þarf að huga að fræðslu trún- aðarmanna. Launamunur kynjanna verður fyrst og fremst til með yfirborgunum og við þessu er hægt að bregðast með þvi að fara þá leið sem farin var í síðustu kjarasamningum; að færa ýmsar álagsgreiðslur inn í taxta. Við bindum miklar vonir við dreifðari samninga þar sem starfsfólk og trúnaðarmenn á hverjum vinnustaö eða starfs- grein semja við atvinnurekend- ur með stuðningi síns stéttarfé- lags. Meginatriðið er að tekið sé á launamálunum á félagslegum grundvelli, þ.e. á grundvelli samtaka launafólks en ekki ein- staklingsbundinna ráðningar- samninga. Hafi launafólk og trúnaðarmenn þess ákveðna þekkingu, rétt til upplýsinga og vernd í starfi fyrir félaga sina, hef ég trú á að við getum náð langt í að útrýma misrétti kynj- anna á vinnumarkaði á allra næstu árum. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ: Rætur jafnréttisins liggja á heimilinu, annars vegar í verka- skiptingu og hins vegar viðhorf- um, ekki síst þó í því hvernig næsta kynslóð verður alin upp varðandi náms- og starfsval. Mámsval fólks er skelfilega ein- litt enn þá og hefur lítið breyst og á meðan störfin greinast í kvenna- og karlastörf verður alltaf munur. -Hvoru kyninu svo sem hann er í hag. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.