19. júní


19. júní - 19.06.1997, Page 43

19. júní - 19.06.1997, Page 43
Hvað getum við gert til að ná jafnrétti á vinnumarkaði? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri Reykjavíkur: Frumforsenda jafnréttis á vinnumarkaöi er breytt viöhorf til kvenna og hefðbundinna kvennastarfa. En viðhorf breyt- ast ekki af sjálfu sér - það þarf orð og athafnir til að breyta þeim. Fjðlga þarf konum þar sem ráðum er ráðið - í stjórn- málum, fyrirtækjum, fjölmiðlum og verkalýðshrefingunni. Það þarf sjálfstætt fæðingarorlof fyr- ir karla sem fellur niður ef þeir nýta það ekki sjálfir. Það þarf aukinn samtakamátt kvenna. Það þarf þrautsegju vegna þess að dropinn holar ekki stein- inn vegna þess að hann falli svo þungt til jarðar heldur vegna þess að hann fellur svo oft. Martha Á. Hjálmarsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna: Það þarf að meta vinnu eftir menntun, hæfni, ábyrgð og álagi. Þetta eru þeir þættir sem eru í kynhlutlausu starfsmati og með þvi að beita þvi gegnum- gangandi getum við upprætt iaunamun kynjanna. Kvenna- störf hafa verið lægra metin en önnur, t.a.m. eru störf í heil- brigðis- og menntageiranum, þar sem verðmætið er fólk, lægra metin en þar sem verð- mætið er dauðir hlutir eða pen- ingar. Við þurfum lika að athuga að því yngra sem fólkið er, því minni er munurinn, en því eldra sem fólkið er, því fleiri karl- ar eru í stjórnunarstöðum Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins: Það þarf að viðurkenna í verki jafnrétti kynjanna til launa. í því sambandi er ekki síst þörf á að forstöðumenn stofnana, sem yf- irleitt, mér liggur við að segja alltof oft, eru karlar, viðurkenni launajafnrétti og setji sér mark- mið um að ná þvi. Grunnurinn fyrir misréttinu á vinnumarkað- inum er launamisréttið og það leiðir af sér virðingarleysi fyrir láglaunastörfunum. Þetta er allt keðjuverkandi. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB: í fyrsta lagi þarf að tryggja að um öll laun og launatilfærslur séu skýrar reglur og um þær samið; kannanir staðfesta að óbeislaðar yfirborganir eru gróðrarstía launamisréttis kynj- anna. Síðan þarf að beita kyn- hlutlausu starfsmati. En til þess að breyta þarf bæði vilja og tæki. Tækið er launakerfið en nú er því miður í tísku að afsala sér því með áherslu á dreifða samninga, jafnvel einstaklings- samninga. Það hefur sýnt sig að slikt er ávísun á aukið launa- misrétti kynjanna, eins og kom m.a. fram hjá atvinnumálaráð- herra Svíþjóðar nýlega. Þessari öfugþróun þarf að snúa við. Það þarf stöðuga umræðu og tækin þurfum við að hafa; launakerfi sem byggir á skýrum reglum sem samið er um á félagslegum grunni. Grétar Þorsteinsson, forseti ASI í fyrsta lagi þarf að lita á launamyndunina, þá verður að bæta réttarstöðu launafólks og loks þarf að huga að fræðslu trún- aðarmanna. Launamunur kynjanna verður fyrst og fremst til með yfirborgunum og við þessu er hægt að bregðast með þvi að fara þá leið sem farin var í síðustu kjarasamningum; að færa ýmsar álagsgreiðslur inn í taxta. Við bindum miklar vonir við dreifðari samninga þar sem starfsfólk og trúnaðarmenn á hverjum vinnustaö eða starfs- grein semja við atvinnurekend- ur með stuðningi síns stéttarfé- lags. Meginatriðið er að tekið sé á launamálunum á félagslegum grundvelli, þ.e. á grundvelli samtaka launafólks en ekki ein- staklingsbundinna ráðningar- samninga. Hafi launafólk og trúnaðarmenn þess ákveðna þekkingu, rétt til upplýsinga og vernd í starfi fyrir félaga sina, hef ég trú á að við getum náð langt í að útrýma misrétti kynj- anna á vinnumarkaði á allra næstu árum. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ: Rætur jafnréttisins liggja á heimilinu, annars vegar í verka- skiptingu og hins vegar viðhorf- um, ekki síst þó í því hvernig næsta kynslóð verður alin upp varðandi náms- og starfsval. Mámsval fólks er skelfilega ein- litt enn þá og hefur lítið breyst og á meðan störfin greinast í kvenna- og karlastörf verður alltaf munur. -Hvoru kyninu svo sem hann er í hag. 41

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.