19. júní


19. júní - 19.06.1997, Side 40

19. júní - 19.06.1997, Side 40
Börnin og vinnan Auknir möguleikar foreldra til aö koma börnum sinum aö á leikskóla og opnun heilsdagsskólans hljóta aö teljast viðurkenning á þvi að ekki bara einstæðar mæður vinna utan heimilisins. Uppbygging í leikskólamálum hefur skipt sköpum fyrir konur og gert þeim kleift að komast út á vinnumarkaðinn. I’að er hins vegar ekki nema hin allra síðustu ár sem allir forcldrar, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, hafa átt raunhæfa möguleika á að koma börnum sínum á leikskóla. Enn eru að koma fram hugmyndir um að borga konum fyr- ir að vera heima með börnin. I’essar hugmyndir hafa verið mjög umdeildar. Sumir halda því frarn að markmiðið sé að spara í leikskólauppbyggingu og falsa atvinnuleysistölur. Aðrir scgja þetta hið besta mál og halda því jafnvel fram að kvenréttinda- konur hafi staðið í vegi fyrir þeim konum sem vilja vera hcima. Við erum, á vissan hátt, enn að glíma við fordóma gagnvart konum sem „yfirgefa11 börnin til að vinna. Petta er hins vegar ekki spurning um hversu rnikinn tíma við höfúm, heldur hvern- ig tíminn nteð börnunum er nýttur. Hvað eldri börn varðar hefur stuttur og slitróttur skóladagur löngum skcrt mögulcika foreldra til að vinna fúllan vinnudag. Nú hefur einsetning grunnskólans loksins komist á dagskrá og um leið er verið að breyta þjónustunni fyriryngstu börnin. All- ir nemendur yngstu bekkjanna eiga nú kost á að vera í heils- dagsskóla, þ.e. að dvelja í skólanum eftir að kennslu lýkur og þar til vinnudegi foreldranna lýkur. Á móti er verið að leggja niður skóladagheimilin sem áður þjónuðu mjög takmörkuðum hluta barnanna. Svört barnagæsla Fæðingarorlofi lýkur við 6 mánaða aldur barns en leikskólinn tckur yfirleitt ekki við fyrr en börnin eru orðin 2ja ára. Mörg dæmi eru um að konur komist einfaldlega elcki aftur til starfa þegar orlofinu lýkur. Ein þeirra sent lenti í vandræðum hefur þessa sögu að segja: „Pegar maður vill fá vistun hjá dagmömmu fær maður lista hjá Dagvist barna yfir allar dagmömmur í hverf- inu. Síðan þarf rnaður að hringja sjálfur í þessar konur og kem- ur þá í ljós að þær eru allar stútfullar af börnum og engin hef- ur pláss fyrir fleiri börn. Samtölin eru samt ákaflega loðin, spurt er hversu lengi maður þurfi að hafa barnið í vistun, það sé kannski hægt að bjarga manni í einhvern tíma. Eg þáði það í tveimur tilvikum, var búin að væla og sagði að við værum ný- flutt heim og ég yrði bara að fá pössun. Eg fór með barnið í að- lögun en urn leið og í ljós kom að ég er einstæð rnóðir, breytt- ist hljóðið í þessum konum og þær gátu ekkert fyrir ntig gert, vegna þess að þá hefði þurft að gefa pössunina upp út af niður- greiðslukerfmu. Sent gift kona þyrfti ég að borga 20.000 kr. á mánuði en aðeins 9.600 sem einstæð og það segir sig sjálft að þær stórtapa á því að hafa barn fyrir 9.600 krónur svart á mán- uði, en 20.000 er hins vegar ágætis viðbót. Dagmamman sem ég er með núna ætlaði að leika sarna leikinn en ég sagði henni ekki strax að ég væri einstæð og hún spurði mig ekki fýrr en of seint. Barnið var búið að vera hjá henni í tvær vikur þegar kom að því að ganga frá peningamálunum og þá gat hún ekki vísað okkur frá. En ég borgaði henni líka 11.000 krónur svart í tvo mánuði, 1400 krónum meira en ég raunverulega þurfti." ■ Hvað er að gerast í nágrannalöndunum? Noregur Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur lagt til að starfsmat verði ein af aðferðunum til að koma á launajafnrétti. Bæði verkalýðshreyfingin og atvinnurekendasamtökin taka undir það sjónarmið. Olav Magnussen, frá samtökum atvinnurekenda, scgir að launamisréttið geri atvinnulífið óskilvirkt. „Konur cru að verða betur mcnntaðar á vinnumarkaðinum og þvl er mót- sögn í því að þær skuli þéna 20% rninna en karlar. Fyrirtæki sent mismuna kynjunum í launum koma til með að lenda í vandræð- um“. Danmörk Verkalýðshreyfingin hefur stofnað nefnd sem á að einbeita sér að jafnréttisfræðslu trúnaðarmanna og annarra sem taka þátt í gerð kjarasamninga. Marita Bruun, formaður nefndarinnar, segir markmiðið vera þríþætt: Pjálfa eigi trúnaðarmenn í að meta störf á kynhlutlausan og hlutlægan hátt, veita þeirn þjálf- un í að deila árangurstengdtim launum eða bónus á þann hátt að konur standi jafnfætis körlum, og loks eigi að mennta þá sem taka þátt í vinnustaðasamningum svo þeir sjái til þess að bæði konur og karlar fái notið hæfileika sinna í launum. Svíþjóð Svíar eru komnir með merkt ákvæði inn í jafnréttislögin sem segir að öll fyrirtæki með 10 starfsmenn eða fleiri verði að gera grein fyrir launamun í fýrirtækinu tvisvar á ári. Niðurstöðunum á að fýlgja lýsing á aðgerðum til að jafna launamuninn. ■ 3S

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.