Sólskin - 01.07.1932, Blaðsíða 10
s
»Þakka þjer fyrir, að þú mundir eftir mjer,« sagði
hesturinn. »Þú sigaðir ekki á mig, þegar jeg kom
heim í harðindunum, heldur ljest 'mig í hús og gafst
mjer hey. Yrði mjer að hnjóta, með þig á bakinu,
þá datt þjer ekki í hug að nota svipuna, heldur
straukstu mjer um makkann og klappaðir mjer.
Þú sást altaf um, að skórnir mínir væru heilir og
færu vel. Þakka þjer fyrir, að þú mundir það, að
jeg get orðið þyrstur, svangur og lúinn, eins og þú,
og að þú nentir altaf að bæta úr því, sem amaði að
mjer. Þegar jeg var þreyttur og sveittur á ferð,
hvíldir þú mig oft, og tókst þá altaf af mjer reið-
týgin og ljest bæði þau og bakið á mjer fá að þorna.
Svo tókstu beislið út úr mjer, svo að jeg ætti hægra
með að bíta grasið. Þakka þjer, að þú mundir eftir
þarfasta þjóninum.«