Sólskin - 01.07.1932, Side 40
38
Við komum úr Öskju og ætluðum að ná til Lind-
anna um kvöldið. Par vissum við af högum fyrir
hestana. Alt fóður var þrotið. Síðustu heytugguna
hafði Jón gefið um morguninn, áður en við lögð-
um af stað. Og seinustu deigbitunum hafði hann
stungið upp í klárana, hjerna vestur í hrauninu,
þar sem við áðum. Þá hafði mjer hepnast að hnupla
hálfu rúgbrauði frá Jóni, og nú var Gráni annað
slagið að gera sjer gott af því.
Leiðin frá öskju og austur að Jökulsá, er alls ekki
slæm, þegar út úr opinu er komið. Þess skal þó
gætt, að beygja ekki of snemma til norðurs, en halda
þvert austur að ánni, sunnan við Töglin. Norður
með ánni eru greiðfærar eyrar. En leiðin varð lengri
en okkur virtist af Dyngjufjöllum. Hver hraunald-
an tekur við af annari og leggja þær drjúgum und-
ir sig. Loksins komum við þó í Lindirnar. Jeg þreif
hnakkinn af hestinum og við Gráni veltum okkur
báðir þarna í grasinu.
Frá tjaldstað að rótum Herðubreiðar, er röskur
hálftíma gangur. Hraunið er hjer úfið og ilt yfir-
ferðar. Dr. Sorge athugaði þá um kvöldið, hverja
leið við skyldum fara til fjallsins, að morgni. Því
að þá skyldum við þreyta til uppgöngu. Hlóð hann
vörður nokkrar okkur til leiðbeiningar. Á meðan
elduðum við hin matinn. Suðum við nú við hvanna-
rætur og víðitágar, því hjer var gott til eldfanga.
Jeg skyldi, að rjettu lagi, vaka þessa nótt og- gæta
hestanna, en dr, Lamprecht bauðst til að skifta við
mig, svo jeg gæti óþreyttur lagt á fjallið. Yið Sorge