Sólskin - 01.07.1932, Blaðsíða 49
47
nautn veiklar alla krafta þjóðanna, svo að þeim
er hættara við, en ella, að bíða ósigur í samkepn-
inni.
Fátt mun það vera, sem villir mönnum jafn herfi-
lega sýn, og' vínið, því að undir áhrifum þess, get-
ur maður ekki trúað sínum eigin augum.
Pegar drukkinn maður drafar og reikar og vek-
ur meðaumkun þeirra er sjá hann, þá finst hon-
um sjálfum hann vera allra manna vitrastur og
voldugastur.
Vísindamenn hafa mai'gsinnis rannsakað krafta,
vit og getu manna á undan og eftir alkohol skamti,
og það hefir ávalt komið í ljós, að vín veiklar kraft-
ana, ruglar hugsun, dregur úr dug og dáð og- öll-
um mannkostum, jafnvel þótt þess sje neitt i smá-
um stíl.
Hvolpar, sem gefið er vín að staðaldri, ná litl-
um þroska, geta lítiö vaxið og fátt lært fyrir heimsku.
Peir verða og- skammlífari en aðrir hundar. Vínið
gerir þá að ljelegum einstaklingum, eins og það ger-
ir menn að mannleysum.
Áður fyr hjeldu menn, að í vínanda væri næring-
arefni, sem gott væri veikluðum mönnum og sjúlc-
um. Nú er það vitað, að menn með víneitur í blóði
sínu, eru ver undir það búnir en aðrir, að mæta
veikindum og öðrum áföllum. Peim er og' hættara
við smitun.
Sumir halda, að vín hjálpi þeim til að þola kulda.
Vísindarannsóknir hafa sannað hið gagnstæða. Menn