Sólskin - 01.07.1932, Side 12
10
ur, og sást um, að básinn minn var altaf þur og
sljettur. Pú gle.vmir því ekki, hvaðan mjólkin kem-
ur. Þegar verið er að mjólka mig, klórar þú mjer
á álkunni. Þakka þjer fyrir, hve hægt og fallega
þú rekur mig í hagann og levfir aldrei hundunum
að bíta mig í hælana. Þess vegna skal jeg altaf gefa
þjer mikið af góðri mjólk, svo að þú getir vaxið og
orðið stór og sterk og hraust.«
Nú sje jeg blómin lyfta kollinum úr moldinni, gul,
rauð, græn og blá. Þau brosa til litlu barnanna og
bæra blómvarirnar og hvísla: »Þakka ykkur fyrir,
að þið lofið okkur að lifa og slítið okkur ekki upp. ,
Við erum öll að hjálpa til að klæða landið í spari-
fötin, og okkur þykir svo vænt um að fá að vera
með, og hjálpa til að búa það í sem fegurstan skrúða.
Við viljum fá að lifa eins og þið.