Sólskin - 01.07.1932, Side 33

Sólskin - 01.07.1932, Side 33
31 Pegar þær koma fljúgandi inn og setjast á syk- urinn eða skríða ofan í mjólkina, þá eru þær ajð koma beina leiö úr ýmsu því versta endemi, sem hægt er að hugsa sjer. Ekki er kyn þótt siðað fólk vilji losna' við þær. En það er ekki aðeins áf þrifn- aði, að menn vilja losna við þær, því að þær eru bók- staflega hættulegar lífi manna og heilsu. Með því að flytja sóttkveikjur, verða þær fleiri mönnum að bana en öll hin mannskæðu rándýr. Þegar þær sveima yfir matvælum í búðunum, eru þær nýkomn- ar upp úr göturæsunum, þar sem taugaveikis-gerl- arnir lifa, eða úr berklahrákum á götunni. Hundr- uð af þessum gerlum loða við munn þeirra og fætur. Pær eru fljótar að bera sig yfir og sá gerlunum á matvæli. Þeir sem borða fæðu, sem flugur hafa komist í, eiga á hættu að sýkjast. Á þennan hátt verða þær fjölda manns að bana árlega. Pess vegna ber öllum góðum Islendingum að hjálpa til í baráttunni gegn þessum vágesti. Hvernig á að losna við flrngur? Næstum því eina ráðið, sem notað hefir verið hjer á landi, er að hengja upp flugnapappír, með lím- kvoðu, sem flugurnar festast í. Þetta er óskemtileg aðferð. Fyrst og fremst er hún ónóg, fjöldi flugna sveimar utan við pappírinn. Svo er leiðinlegt að sjá flugurnar hanga lifandi fastar á fótunum langan tíma, og loks er óþrifnaður að flugnapappírnum. Pá er skárri aðferð, aö gera sjer flugnavönd og slá

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.