Sólskin - 01.07.1932, Side 19
17
kippar.þá á snæri og- lætur draga þá upp með sjer.
Pegar komið er að fýlabælun.um, baðar unginn
vængjunum, eins og vilji hann fljúga í burt og forða
sjer, en líkamsþungi hans er svo mikill og væng-
irnir svo kraftalitlir, að hann getur eigi hafið sig
á loft nje flogið í burtu. Hefir hann þá sjer til varn-
ar spýju sína, og þyk-
ir slæmt að verða
fyrir henni. Og
margir eru svo fljót-
ir að gefa unganum
rothögg, að hann
kemur ekki spýjunni
við. Spýjan er feiti,
sem unginn spýtir
fram úr nefi sjer,
og er af henni voncl
íyla. Slæmt þykir að
fá hana í andlit sjer,
og vont að hreinsa
hana úr fötum.
FýU-
Sigmaðurinn gefur þeim, er undir bandinu sitja,
ýmsar bendingar, um hvort stöðva eigi, gefa lengra
niður, eða draga bandið upp. Eru viss orð, sem hann
kallar til þeirra, til marks um það. Pegar niður er
gefið, segir hann: gefa, þegar upp á að draga, segir
hann: hala, þegar hann vill vera kyr, segir hann:
stopp. Pegar vindur er og vont veður, er einatt vont
að heyra til hans, og verður hann þá að hrópa i
sífellu. Loksins he.vra þeir, sem undir sitja.
Sólskin 1932.
2