Sólskin - 01.07.1932, Side 38

Sólskin - 01.07.1932, Side 38
36 »Nei, þú ert bara í hreinu húsi,« sagði kona hans. Bóndi horfði eins og- naut á nývirki á alt hreint og fág'að. »Undur og skelfing er alt hjer orðið hreint. Þetta er miklu fallegra, en þegar það var alt grút- óhreint.« En svo varð honum litið niður á sjálfan sig. Fötin hans stungu illa i stúf við alla hreinu hlutina í hreina húsinu. Hann fór beint út í læk með sápu og bursta, þvoði sig allan og hverja spjör af sjer. Bóndi var mjög lengi að þvo sjer og fötin þornuðu á meðan. Bóndi kom nú inn og allir settust við hreint borð- og borðuðu hreinan mat úr hreinum ílátum. Þegar þau voru búin að borða, fóru þau að tala saman um hreina húsið, en þegar þau opnuðu munninn og litu hvert upp í annað, þá kom það í ljós, að tennurnar voru ekki eins hreinar og annað í húsinu. »Fyrst við erum nú orðin að hvítum mönnum,« sagði húsfreyja, »þá finst mjer, að við ættum að hafa hvítar tennur.« »Já,,« sagði bóndi. »Það er ósamboðið okkur, sem sköpuð erum í Guðs mynd, að dragast með rotn- aðar matarleifar milli tannanna.« Jón var nú sendur í búð að kaupa þrjá tann- bursta og tannsápu, og eftir þetta burstuðu þau tennurnar á eftir hverri máltíð. Þegar þau komu út úr hreina húsinu og sáu allan óþverrann úti í húsagarðinum, urðu þau alveg for- viða. Þau litu hvert á annað og töluðu um, að þetta stingi illa í stúf við hreina húsið. »Þetta er eins og sorphænsni ættu hjer heima«,

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.