Sólskin - 01.07.1932, Síða 18

Sólskin - 01.07.1932, Síða 18
m Fýlungatekja. eftir Eyjólf Guðmundsson á Hvóli. Pegar 16 vikur eru af sumri, byrjar »Fýlatíminn«. Fýlatími er 17. og 18. vika sumars, og oft sú 19. ef illa viðrar, eða fýllinn er illa gerður. Það er ein- ungis fýlsunginn, sem tekinn er: um þetta leyti árs er hann fyrst að verða fleygur. Frá því í annari og þriðju vik,u sumars, verður gamli fýllinn að ann- ast ungann sinn með ærinni fyrirhöfn, og svo þeg- ar hann er um það bil að verða fleygur og fær„ kemur veiðimaðurinn og hremmir hann í balinu. Það er kallað »að fara í fýlinn«. I fýlaferðir eru valdir duglegir og óhræddir hamramenn, þ. e. þeir, sem klifra vel í björg. Því fýllinn verpir í hömr.um og dröngum við sjó, og sumstaðar t. d. í Mýrdal, verpir hann í fjallagiljum, þar sem há- ir og stöllóttii' hamrar eru. Víða klifra menn lausir eftir ungunum, og enn víðar er þó sigið í íjallböndum eftir honum. Sitja þá 3—5 menn uppi á hamrabrúninni eða á palli,. þar sem því má við koma, og halda bandinu. En sigamaðurinn er bundinn í enda bandsins; er hon- um svo gefið eftir bandið út af brúninni. Víða eru þessi sig 30 faðma há. og stundum alt að 100. Er þá vanalega hafður handvaður með. I hverju sigi drepur sigmaðurinn fleiri og færri unga; rotar þá með klöppu eða icepp, og ýmist fleygir hann þeim niður fyrir, ef brekka eða gras er neðan undir, eða

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.