Sólskin - 01.07.1932, Side 41

Sólskin - 01.07.1932, Side 41
39 Herdubreid. gengum því til náða, með sinn grashnausinn hvor undir höfðinu og Gefjunarteppi yfir okkur. Klukkan 2 að morgni vakti dr. Lamprecht okk- ur. Við bjuggumst í skyndi. Jeg skotraði augun- um upp eftir fjallshlíðinni, og mjer fanst hún all óárennileg. Herðubreið hafði lengst af verið talin ógeng, uns Þjóðverji einn, dr. Reck að nafni, gekk þar upp sumarið 1908, en nágrannar Herðubreið- ar, þeir Mývetningarnir, vildu draga orð hans í efa, mest sakir þess, hve fljótur hann hafði verið í ferð- um. Síðan hafði engin tilraun verið gerð til að ganga á fjallið fyr en okkar. En nú skyldi sjeð, hvort fært væri. En ef satt skal segja, þá greip sú hugsun mig, þarna um morguninn, þar sem við stóð- um tilbúnir við tjaldið, að förin mundi verða árang- urslaus, svo brattar virtust mjer herðar fjallsins.

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.