Sólskin - 01.07.1932, Side 17
15
viö þeirri viðbjóðsiegu nautn, villimannsins, að gleðja
sig við að særa og' drepa. Þá munu menn ekki þurfa
upp í óbygðir, til þess að fá að hlusta á svanasöng.
S. A.
Um hvað syngja fugiarnir?
Þú litli fugl á laufgri grein,
hvað Ijóðar [m svo scett?
I þínum klið b>jr ástin ein,
sem ei af hrygð er grætt.
Hver, sem syngur á eðlilegan hátt, er að syngja
wm sínar eigin tilfinningar, hvort sem það er barn
eða fugl, eða einhver annar. Sá. sem ekki hefir ein-
hverjar sjerstakar tilfinningar, til þess að láta í
Ijósi, ætti ekki að syngja. Stundum syngjum við,
til þess að sýna, að við erum snjallari en aðrir. Þeg-
ar við gerum það, er söngurinn án tilfinningar; þá
er stundum sagt, að hann komi frá lungunum, en
ekki frá hjartanu. Þá verða ailir því fegnastir, að
við þögnum. Fuglar syngja aðeins af innri þörf. Til-
íinningar þeirra brjótast út í söng. Hjartað er svo
fult, að flóir út af. Þá eru þeir að segja heimin-
um, hvað hi'miriglaðir og hrifnir þeir sjeu. Fuglarn-
ir syngja eingöngu um sælutilfinningar. Þegar [íeir
eru veikir, svangir eða sorgbitnir, þá þegja þeir alt-
af, og syngja aldrei nema þeim líði vel.
Mikið af söngvum þeirra eru ástasöngvar; og mest
og best syngja þeir, þegar þeir eru að kalla á elsk-
huga og vini til gleðifunda og fjelagsskapar.