Sólskin - 01.07.1932, Side 42
40
Eins og áður er getið, hafði dr. Sorge valið okkur
veg kvöldið áður, og flýtti það mjög ferð okkar.
Við rætur fjallsins var móhellu-urð yfir að fara.
Á víð og dreif í urðinni lágu stór blágrýtisbjörg.
Voru þau komin úr efri hluta fjallsins, sem bygt
er þar úr basalti. Við lögðum leið okkar upp eftir
djúpri kleif, er skorist hefir í móhelluna. Var gang-
an mjög þreytandi. Runnum við tvö ski-ef aftur af
hverjum þremur, sem við gengum upp. Sóttist okk-
ur því seint. Hrundi mjög frá okkur lausagrjótið.
Fylgdumst við fast aö, svo að eigi hryndi frá þeim
efri á hinn neðri. Brekkan varð nú brattari og bratt-
ari. Urðum við ýmist að víkja til hægri eða vinstri
og klifra yfir berghryggi, eggmjóa, eða ofan í djúp-
ar skorir og kleifar. Eftir nálega klukkutíma klif,
náðum við loks upp að efstu brún móhellunnar, að
neðri takmörkum basaltsins. M(»hellan var hjer öll
brend, af glóandi basalt-leðjunni, sem yfir hana hef-
ir ollið, einhverntíma í fyrndinni.
Við vorum komnir í sex hundruð metra hæð, yfir
íjallarætur. Basaltlögin eru hjer lárjett og einkar
regluleg. Mjög eru þau misþvkk. Minnir mig að
þykt þeirra ljeki á hálfum til tveim metrum, eða
vel það. Hægt gekk okkur, en slysalaust, að klifra
af einu basaltbeltinu á annað. Náðum við loks upp
að snarbrattri, tíu til fimtán metra hárri hjarn-
fönn, er hjekk í brúninni. Sporuðum við okkur upp
eftir fönninni með ísbrjót, er við höfðum tekið með.
Efst var fönnin ekki eins brött; skriðum við síðasta