Sólskin - 01.07.1932, Síða 13
11
Nú heyri jeg sáran barnsgrát. Þar er enn einn-
máJleysinginn. Hann er ekki farinn að læra að hugsa
og tala, en hann finnur sáran til þess, að vera minst-
ur og geta minst allra, og verða að sitja einn eftir„
þegar öll hin börnin hlaupa burtu, til þess að leika
sjer. Nei, hann þarf ekki að vera einn eftir. Þarna
kemur lítil stúlka hlaupandi, til þess að hugga hann..
Hún þerrar tárin og bráðum fer sá litli að brosa..
ÍJr litlu augunum skín gleðin og þakklætið: »Þakka
þjer fyrir, að þú gleymdir ekki lítilmagnanum. Ein-
hvern tíma verð jeg miklu stærri en þú, og- þá skal
jeg hjálpa þjer.« S. A.
Fuglar.
Eitthvert yndislegasta námsefni er að kynnast lífí
fuglanna. Það er mikið verk. 15 þúsund tegundir
eru taldar auk ótal afbrigða. Því betur sem menn
athuga, því meira er að sjá og ótal margt til undr-
unar og- aðdáunar. Ekki hefir náttúran móðir vor
verið löt eða nísk, þegar hún bjó þessi börn sín
úr garði. Það sjáum við, þegar við athugum, að ein
einasta fjöður getur verið sett saman af miljón pört-
um, og þar er enginn hlutur óþarfur.
Flug.
Við dáumst að þeim dýrðlega sigri mannsins, að
geta lyft sjer frá jörðinni og svifið út í geiminn,
og ráðið þar ferðum sínum. En til þess þarf mað-