Sólskin - 01.07.1932, Side 45
43
til ferðar okkar sjeð og var því ekki orðið ugglaust
um okkur.
Jeg birti línur þessar, ef verið gæti, að þær vrðu
ungmennum þessa lands til hvatningar að verja frí-
stundum sínum, til þess að ganga á háfjöll, og njóta
þess útsýnis, sem þaðan býðst. Og þó að fjöllin ís-
lensku virðist oft óaðgengileg og brekkan reynist
nokkuð í fangið, og þó að gangan kosti hruflaða
hnúa og hnje, þá gleymast slíkar smáskrámur, í
víðsýninu og tárhreinu loftinu.
En einskis framar þarfnast þjóð okkar, en bratt-
gengrar æsku.
Jóhannes Áskelsson.
Víti til varnaðar.
Það var ekki fyr en á miðri 16. öld, að hvítir
menn komust í kynni við tóbakið. Þeir lærðu að
nota það af Indíánum í Ameríku. Walter Raleigh
flutti það til Evrópu fyrstur manna. Hann skamm-
aðist sín fyrir að hafa vanið sig á þennan skræl-
ingjasið, og fór svo laumulega með hann, að hann
reykti aldrei nema einn inni í herbergi sínu og
læsti þá að sjer, eftir því sem sagan segir.
Einu sinni gleymdi hann að læsa. Kom þá þjónn
hans að honum. Svo hverft varð honum við, þeg-
ar hann sá kafrjúka upp úr húsbónda sínum, að
hann þaut út og sótti íulla fötu af vatni og steypti
úr henni ofan yfir hann, til .þess að slökkva í hon-
um.